Áfram rætt um saming 13. júní 2006 07:00 Frá Palestínska þinginu Palestínskur þingmaður fórnar höndum í þingsal í gær. Þingið samþykkti að halda áfram að ræða við Mahmoud Abbas forseta um Fangaskjalið svokallaða, sem leggur til að Palestínumenn stofni sjálfstætt ríki við hlið Ísraels. MYND/ap Hamas-leidd heimastjórn Palestínu ákvað í gær að seinka kosningu í þinginu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ákvað um síðustu helgi að haldin yrði í júlí. Í stað þess ætla þingmenn að eyða meiri tíma í viðræður um málið við Abbas. Þjóðaratkvæðagreiðslan yrði um hvort Palestínumenn skuli stofna sjálfstætt ríki við hlið Ísraels og byggist á svokölluðu Fangaskjali sem þingmenn Fatah og Hamas, sem sitja í ísraelskum fangelsum, hafa samið. Meðlimir Hamas-hreyfingarinnar eru mótfallnir orðalagi skjalsins, því það viðurkennir óbeint tilverurétt Ísraels, og hafa þingmenn hreyfingarinnar hótað að reyna að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan nái fram að ganga. Verði tillagan samþykkt, munu landamæri Palestínu færast aftur til þeirra sem voru í gildi fram að stríðinu seint á sjöunda áratugnum, þegar Ísraelar hernumu mikil landsvæði og hröktu Palestínumenn burt af þeim. Ehmud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið Palestínumönnum fram til ársloka á næsta ári til að samþykkja friðarsamning, ella muni Ísraelar draga endanleg landamæri milli Ísraels og Palestínu fyrir árið 2010, hvort sem Palestínumenn samþykki þau eður ei. Það setur því enn frekari pressu á Palestínumenn að ná einingu um landamæradeiluna sem fyrst, því ella verður staða þeirra mun veikari í baráttunni um hernumdu svæðin. Í heimsókn til Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær, sagðist Olmert vilja gera allt sem hægt væri til að semja frið við Palestínu, en tók jafnframt fram að Ísrael væri enn sem fyrr tilbúið til að draga landamæralínurnar einhliða. Blair sagði alþjóðasamfélagið einhuga í þörfinni á friðarsamkomulagi milli Ísraels og Palestínu, og lofaði Olmert stuðningi í þeirri umleitan. Á þeim rúma mánuði síðan Olmert var kosinn til valda, hefur hann ferðast til Bandaríkjanna, Egyptalands og Jórdaníu í leit að frekari stuðningi í þeim málum. Palestínumenn eru rúmar níu milljónir talsins. Þar af eru allt að 6,5 milljónir þeirra flóttamenn, samkvæmt Frelsissamtökum Palestínu, PLO. Erlent Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Hamas-leidd heimastjórn Palestínu ákvað í gær að seinka kosningu í þinginu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ákvað um síðustu helgi að haldin yrði í júlí. Í stað þess ætla þingmenn að eyða meiri tíma í viðræður um málið við Abbas. Þjóðaratkvæðagreiðslan yrði um hvort Palestínumenn skuli stofna sjálfstætt ríki við hlið Ísraels og byggist á svokölluðu Fangaskjali sem þingmenn Fatah og Hamas, sem sitja í ísraelskum fangelsum, hafa samið. Meðlimir Hamas-hreyfingarinnar eru mótfallnir orðalagi skjalsins, því það viðurkennir óbeint tilverurétt Ísraels, og hafa þingmenn hreyfingarinnar hótað að reyna að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan nái fram að ganga. Verði tillagan samþykkt, munu landamæri Palestínu færast aftur til þeirra sem voru í gildi fram að stríðinu seint á sjöunda áratugnum, þegar Ísraelar hernumu mikil landsvæði og hröktu Palestínumenn burt af þeim. Ehmud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið Palestínumönnum fram til ársloka á næsta ári til að samþykkja friðarsamning, ella muni Ísraelar draga endanleg landamæri milli Ísraels og Palestínu fyrir árið 2010, hvort sem Palestínumenn samþykki þau eður ei. Það setur því enn frekari pressu á Palestínumenn að ná einingu um landamæradeiluna sem fyrst, því ella verður staða þeirra mun veikari í baráttunni um hernumdu svæðin. Í heimsókn til Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær, sagðist Olmert vilja gera allt sem hægt væri til að semja frið við Palestínu, en tók jafnframt fram að Ísrael væri enn sem fyrr tilbúið til að draga landamæralínurnar einhliða. Blair sagði alþjóðasamfélagið einhuga í þörfinni á friðarsamkomulagi milli Ísraels og Palestínu, og lofaði Olmert stuðningi í þeirri umleitan. Á þeim rúma mánuði síðan Olmert var kosinn til valda, hefur hann ferðast til Bandaríkjanna, Egyptalands og Jórdaníu í leit að frekari stuðningi í þeim málum. Palestínumenn eru rúmar níu milljónir talsins. Þar af eru allt að 6,5 milljónir þeirra flóttamenn, samkvæmt Frelsissamtökum Palestínu, PLO.
Erlent Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira