Íslendingum gefin tæki til njósna allt kalda stríðið 23. september 2006 07:45 Myndavélar með sérstökum linsum, hlustunartæki af ýmsum stærðum og gerðum og nætursjónaukar voru meðal þess sem yfirvöldum barst að gjöf frá bandamönnum Íslands á tímum kalda stríðsins. Fyrsta tækjagjöfin kom frá bandarísku alríkislögreglunni árið 1950 og bárust slíkar gjafir allt til loka kalda stríðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðiprófessors í tímaritinu Þjóðmálum. Í greininni fjallar Þór um aðgerðir yfirvalda til að stemma stigu við þeim ógnum sem þau töldu sig standa frammi fyrir lungann úr síðustu öld. Árið 1939 var útlendingaeftirliti lögreglunnar í Reykjavík falið að sinna sérstakri eftirgrennslan, eins og það er orðað. Tæpum áratug síðar var Árni Sigurjónsson ráðinn til lögreglunnar til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum og stóð Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra á bak við ráðninguna. Tveimur árum síðar, þegar Bjarni var jafnframt utanríkisráðherra, féll hann frá fyrri hugmyndum um að stofna vopnað öryggis- eða varðlið en taldi brýnt að efla það starf sem Árni hafði sinnt. Var sett á stofn „strangleynileg“ öryggisþjónustudeild innan lögreglunnar og starfaði hún í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Í greininni er birt efni minnisblaðs Árna frá 1950, sem Þór telur líklegt að hafi verið ætlað lögreglustjóra og dómsmálaráðherra. Í því segir að vinna beri að öflun „upplýsinga um grunsamlega menn og hjá fyrirtækjum ríkis og bæjar, öðrum fyrirtækjum þjóðfélagslega mikilvægum svo og fyrirtækjum, sem nota má til framdráttar flokksstarfsemi kommúnista í landinu eða sem tengilið við erlenda skoðanabræður þeirra.“ Höfuðstöðvar lögreglunnar í Reykjavík voru fluttar í nýbyggingu við Hverfisgötu árið 1973 og fékk öryggisþjónustan herbergi á þriðju hæð. Fimm höfðu lyklavöld að herberginu en í því voru gögn deildarinnar varðveitt auk þess sem þar var hlerunarbúnaður. Lögreglan hafði komið sér upp skjalasafni um kommúnista en 1976 taldi Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri rétt að farga mestum hluta þess. Voru gögnin brennd við sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur. Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Myndavélar með sérstökum linsum, hlustunartæki af ýmsum stærðum og gerðum og nætursjónaukar voru meðal þess sem yfirvöldum barst að gjöf frá bandamönnum Íslands á tímum kalda stríðsins. Fyrsta tækjagjöfin kom frá bandarísku alríkislögreglunni árið 1950 og bárust slíkar gjafir allt til loka kalda stríðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðiprófessors í tímaritinu Þjóðmálum. Í greininni fjallar Þór um aðgerðir yfirvalda til að stemma stigu við þeim ógnum sem þau töldu sig standa frammi fyrir lungann úr síðustu öld. Árið 1939 var útlendingaeftirliti lögreglunnar í Reykjavík falið að sinna sérstakri eftirgrennslan, eins og það er orðað. Tæpum áratug síðar var Árni Sigurjónsson ráðinn til lögreglunnar til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum og stóð Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra á bak við ráðninguna. Tveimur árum síðar, þegar Bjarni var jafnframt utanríkisráðherra, féll hann frá fyrri hugmyndum um að stofna vopnað öryggis- eða varðlið en taldi brýnt að efla það starf sem Árni hafði sinnt. Var sett á stofn „strangleynileg“ öryggisþjónustudeild innan lögreglunnar og starfaði hún í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Í greininni er birt efni minnisblaðs Árna frá 1950, sem Þór telur líklegt að hafi verið ætlað lögreglustjóra og dómsmálaráðherra. Í því segir að vinna beri að öflun „upplýsinga um grunsamlega menn og hjá fyrirtækjum ríkis og bæjar, öðrum fyrirtækjum þjóðfélagslega mikilvægum svo og fyrirtækjum, sem nota má til framdráttar flokksstarfsemi kommúnista í landinu eða sem tengilið við erlenda skoðanabræður þeirra.“ Höfuðstöðvar lögreglunnar í Reykjavík voru fluttar í nýbyggingu við Hverfisgötu árið 1973 og fékk öryggisþjónustan herbergi á þriðju hæð. Fimm höfðu lyklavöld að herberginu en í því voru gögn deildarinnar varðveitt auk þess sem þar var hlerunarbúnaður. Lögreglan hafði komið sér upp skjalasafni um kommúnista en 1976 taldi Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri rétt að farga mestum hluta þess. Voru gögnin brennd við sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur.
Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira