Innlent

Þáttaskil í Baugsmálinu

"Nú hefur hæstiréttur staðfest, að það voru lögmæt rök fyrir þeirri niðurstöðu minni að víkja ekki sæti í Baugsmálinu," segir Björn.
"Nú hefur hæstiréttur staðfest, að það voru lögmæt rök fyrir þeirri niðurstöðu minni að víkja ekki sæti í Baugsmálinu," segir Björn. MYND/Pjetur

Staðfesting Hæstaréttar á að þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem eftir standa séu tækir til efnislegrar meðferðar markar þáttaskil segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.

"Með þessum dómi hæstaréttar hefur Baugsmálið komist á brautina til efnislegrar meðferðar hjá dómstólunum en það hlýtur að skipta mestu, að dómstólar taki afstöðu til ákæruatriða," segir Björn í pistli á heimasíðu sinni.

Björn fagnar því að Hæstiréttur hafi með dómi sínum staðfest það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að hann hafi ekki verið vanhæfur til að skipa sérstakan saksóknara í Baugsmálinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×