Innlent

Valgerður vill evru!

Ísland gæti hæglega tekið upp evruna og gengið í myntbandalag Evrópu, án þess að ganga í Evrópusambandið, segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra í pistli á heimasíðu sinni.

Það er hins vegar óraunhæft segir Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands. Evrópusambandsaðild sé forsenda þess að taka upp evruna. Hann hefur nýlokið við mikla skýrslu um fyrirkomulag gengismála á Íslandi í samvinnu við Gylfa Zoega.

Valgerður vildi ekki útskýra málið nánar fyrir fréttastofu í dag, en benti þó á að ekkert í Rómarsáttmálanum bannaði þetta.

pistll Valgerðar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×