Ótrúlegar rangfærslur íslenskra fréttastofa 17. mars 2006 14:06 Í umfjöllun síðasta sólarhrings um Milosevic, fyrrum forseta Serbíu, hef ég orðið vitni af ótrúlegum rangfærslum, lygum, skilningsleysi og barnalegum fullyrðingum úr íslenskum fréttastofum. Nokkur dæmi úr fréttaumfjöllun: „Jón Óskar Sólnes, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi friðargæsluliði á Balkanskaga, sá með eigin augum ástandið sem Milosevic og menn hans ollu... Alls er talið að hann og menn hans hafi orðið um 300.000 manns að bana í ófriðnum á Balkanskaga á síðasta áratug." [ http://www.ruv.is/main/view.jsp? branch=2574128&e342RecordID=125623&e342DataStoreID=2213589 ] Í fyrstu frétt segir Bogi Ágústsson að „Milosevic... talinn hafa á samviskunni líf um 300 þúsunda". Sagan um Balkanstríðið er dregið saman á eftirfarandi hátt: Milosevic vakti fyrst athygli í Kosovo 1989 þegar hann hélt ræðu um að hann myndi halda Kosovo. Sú ræða var, skv. frásögn fréttamanna RÚV upphaf Júgóslavíustríðanna. Hann „setti af stað gangvirki" sem var orsök stríðsins í Bosníu og bar ábyrgð á „pyntingum, nauðgunum, fjöldamorðum" á 300 þúsund manns og var "arkitektinn" af þjóðernishreinsunum á milljón manns (úr fréttum Rúv, 11. mars 2006). Ekki kemur vandaðri fréttaflutningur fram á NFS. Milosevic er kallaður „balkanski slátrarinn" og sagt er að hann hafi leitt „Serbíu í fjögur stríð á Balkanskaga á þeim ellefu árum sem hann var forseti." Fullyrt er að margir „spekingar" „syrgi mjög fráfall Milosevic, ekki vegna þess að mikill maður hafi þar fallið frá, heldur að réttlætinu yfir honum verði aldrei fullnægt." Á báðum stöðvum er minnst á fjöldamorðin í Srebrenica 1995 og Milosevic látinn virðast hafa fyrirskipað þau. Stórmerkilegar söguskýringar: Samkvæmt þeim var það einn maður sem orsakaði stríðið og ber ábyrgð á afleiðingum þeirra; maðurinn sem íslenskir fjölmiðlar keppast nú við að uppnefna „slátrarann á Balkanskaga" sem skv. Morgunblaðinu 13. mars 2006 er „lýst sem blóðhundi og ófreskju í mannmynd". Blaðamenn virðast ekki eiga nógu sterk lýsingarorð á manninn. Það mætti því ætla að þeir hefðu gríðarlega þekkingu á málefnum Júgóslavíu, þeir eiga a.m.k. ekki í vandræðum með sleggjudóma. Þeir virðast hinsvegar ekki telja þörf á að geta hvaða heimildir liggi á bakvið ummælin; reyndar skrifa þeir sjaldnast undir nafni: Ætli þetta séu ekki bara augljós sannindi? Ég vil hér láta mér nægja að athuga 2 af atriðunum.1. „Hatursræðan" miklaFrancisco Gil-White, prófessor í sálfræði við University of Pennsylvania hefur fjallað um þetta mál og í ljósi umfjöllunar síðustu daga er full þörf á að gera grein fyrir máli hans (Gil-White, „F. How Politicians, the Media and Scholars Lied about Milosevic's 1989 Kosovo Speech A Review of the Evidence" af www.tenc.com). Ræðan fræga var haldin 28. júní 1989 í Gazimestan, stað sem oftast er kallaður Kosovo Polje í tilefni 600 ára afmælis ósigurs Serba gegn Tyrkjum á þeim stað 1989. Samkvæmt ótal fréttadálkum og söguskýringum notaði Milosevic þetta tilefni til að hræra upp öfga-þjóðernisstefnu fyrir Serba og hatur gegn öðrum þjóðum og gegn múslimum. Gil-White, ólíkt mörgum, ákvað að kanna hvort þessi sögutúlkun væri rétt á einfaldan hátt: Hann varð sér út um eftirritun af ræðunni úr skjalasafni BBC meðal annarra staða. Ræðuna má nálgast á:http://www.icdsm.com/milosevic/milosevic1.pdf,http://www.icdsm.com/milosevic/milosevic2.pdf oghttp://www.icdsm.com/milosevic/milosevic3.pdfEinnig má nálgast ræðuna á:http://emperors-clothes.com/milo/milosaid.html og fleiri stöðum.Þegar ræðan er lesin kemur dálítið forvitnilegt í ljós: Það er gjörsamlega ómögulegt að lesa útúr þessarri ræðu að Milosevic hvetji til öfga-þjóðernishyggju, haturs gegn múslimum eða öðrum. Þvert á móti gengur öll ræðan út á umburðarlyndi, nauðsyn þess að Júgóslavía starfi sem heild og að ólíkar þjóðir eigi að geta lifað í sátt og samlyndi í sameinaðri Júgóslavíu.Nokkur dæmi (í minni þýðingu):„Samskipti á grundvelli jafnréttis og samhugur milli þjóða Júgóslavíu eru nauðsynleg skilyrði fyrir tilveru Júgóslavíu og til að leið sé út úr vandamálum hennar, og sérstaklega nauðsynlegt skilyrði fyrir efnahagslegri og félagslegri hagsæld... [S]amvinna í Serbíu mun færa serbísku þjóðinni hagsæld og öllum íbúum hennar, sama hvert þjóðerni þeirra er eða til hvaða trúar þeir hneigjast... Í Serbíu hafa aldrei einungis búið Serbar. Í dag búa þar meðlimir annarra þjóðarbrota í meiri mæli en nokkurn tímann áður. Þetta er ekki ókostur. Ég er sannarlega sannfærður um að þetta sé til góðs. Þjóðernissamsetning nærri allra landa heims, sérstaklega hinna þróaðri, hefur einnig færst í þessa átt. Borgarar af ólíku þjóðerni, trúarbrögðum og kynþáttum hafa búið meira saman og oftar með meiri og meiri velgengni."Nú gætu einhverjir hugsað með sér að ég hafi valið úr setningar sem sýna Milosevic í sem fegurstu ljósi; jafnvel að ég sé að skálda þetta allt saman. Það er prýðilegt og merki um gagnrýnið viðhorf sem ég vona að fólk hafi einnig gagnvart blaðamönnum sem útrhrópa Milosevic sem „ófreskju í mannmynd", annan Hitler. Ég hvet þá til að lesa ræðuna alla og reyna að sanna með rökföstum gögnum að Milosevic hafi verið þjóðernissinni og múslimahatari. Eins og Gil-White benti á, þá er ekki möguleiki á öðru en að til séu opinber gögn um slíkt atferli, ef Milosevic var í alvörunni æsingarmaður fyrir þjóðrembu og hatri. Það er tæpast hægt að vera múgæsingarmaður í laumi; slíkt er því aðeins mögulegt, að við það verði vart. Ég hvet nú fréttamenn til að finna hatursræður Milosevic eða að taka aftur orð sín. En hvernig getur svona mörgum skjátlast? Blaðamenn mbl, vísis, rúv og fleiri sýna það sjálfir: Með því að endurtaka söguna hver af öðrum án þess að kanna hvort hún eigi við rök að styðjast. Þetta er hættan sem stafar af óvönduðum vinnubrögðum fréttamanna. Lesandur eru hér með hvattir til að kynna sér málið á eigin forsendum.2. SrebrenicaÍ umfjöllun íslenskra fjölmiðla er bent á að alvarlegasta kæran á hendur Milosevic varðar dauða þúsunda múslima í bænum Srebrenica í Bosníu. Þessi fjöldamorð áttu sér stað í Bosníustríðinu þegar sveitir Bosníu-Serba réðust til atlögu og náðu borginni á sitt vald í júlímánuði 1995. Ákæran um að Milosevic hafi fyrirskipað árásina eða að hann hafi vitað af henni fyrirfram en ekkert aðhafst til að koma í veg fyrir hana er það sem liggur á bakvið ákæru um þjóðarmorð og ennfremur ástæðan fyrir því að virðulegir stjórnmálamenn (m.a. á Íslandi) kalla Milosevic morðingja. Verknaðurinn hefur verið rannsakaður í 9 ár og réttarhöldin yfir Milosevic hafa staðið frá því 2002. Þann 10. október 2004 kom svo út 7000 blaðsíðna skýrsla um málið.Um rannsóknina sá dr. Cees Wiebes, prófessor við Amsterdam háskóla sem skipuð var af hollensku ríkisstjórninni, enda voru hollenskar sveitir SÞ í Srebrenica þegar fjöldamorðin áttu sér stað. Wiebes hafði sér til aðstoðar teymi sérfræðinga sem hafði m.a. aðgang að leyniskjölum, lykilmönnum í stjórnmálum og hundruðum vitna. Niðurstaða teymisins var að engin gögn sýndu að Milosevic hafi átt þátt í fjöldamorðunum. Í útvarpsviðtali við BBC sagði Wiebes: „Í skýrslu okkar, sem er um 7000 síðna löng, höfum við komist að þeirri niðurstöðu að Milosevic hafði enga fyrirfram vitneskju um fjöldamorðin... Það sem við fundum voru hinsvegar gögn sem bentu til hins gagnstæða. Milosevic var mjög brugðið er hann heyrði af árásunum." Hann benti ennfremur á að Milosevic hafi á þessum tíma reynt að finna samningaleiðina út úr stríðinu og að þetta hafi því verið það síðasta sem hann hefði viljað. [ http://observer.guardian.co.uk/international/story/0,6903,1323864,00.html ] Wiebes hefur ennfremur bent á að engin gögn styðja þá fullyrðingu að Milosevic hafi staðið fyrir þjóðarmorði.Ég læt þetta nægja í bili en tel nauðsynlegt að benda á eitt atriði. Með handónýtum vinnubrögðum sínum síðustu daga hafa fjölmiðlar ekki djöfulgert þennan eina mann. Forystumenn ríkja eru að miklu leyti andlit þeirra út á við. Þegar Milosevic er útmálaður er serbneska þjóðin djöfulgerð um leið. Ef mönnum finnst tilefni til að nota orð eins og ófreskja um leiðtoga þjóðar er minnsta krafa sú að menn sýni það með óyggjandi hætti að sögurnar séu réttar. Fjöldi hátt launaðra lögfræðinga hefur grannskoðað mál Milosevic árum saman og dómur hafði ekki verið kveðinn upp.Ljóst er að í sumum atriðum, eins og Srebrenica málinu, er ljóst að Milosevic var saklaus: Hversu mörgum af 66 kæruliðum yrðu sleppt?Samkvæmt Michael Scharf (http://www.law.cwru.edu/faculty/faculty_detail.asp?adj=0&id=142) var 90 prósent sönnunargagna gegn Milosevic rógburður (http://mrzine.monthlyreview.org/herman061105.html).Háttsettir dómarar ICTY höfðu ekki kveðið úrskurð um Milosevic, eru íslenskir fjölmiðlar virkilega betur settir til þess? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í umfjöllun síðasta sólarhrings um Milosevic, fyrrum forseta Serbíu, hef ég orðið vitni af ótrúlegum rangfærslum, lygum, skilningsleysi og barnalegum fullyrðingum úr íslenskum fréttastofum. Nokkur dæmi úr fréttaumfjöllun: „Jón Óskar Sólnes, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi friðargæsluliði á Balkanskaga, sá með eigin augum ástandið sem Milosevic og menn hans ollu... Alls er talið að hann og menn hans hafi orðið um 300.000 manns að bana í ófriðnum á Balkanskaga á síðasta áratug." [ http://www.ruv.is/main/view.jsp? branch=2574128&e342RecordID=125623&e342DataStoreID=2213589 ] Í fyrstu frétt segir Bogi Ágústsson að „Milosevic... talinn hafa á samviskunni líf um 300 þúsunda". Sagan um Balkanstríðið er dregið saman á eftirfarandi hátt: Milosevic vakti fyrst athygli í Kosovo 1989 þegar hann hélt ræðu um að hann myndi halda Kosovo. Sú ræða var, skv. frásögn fréttamanna RÚV upphaf Júgóslavíustríðanna. Hann „setti af stað gangvirki" sem var orsök stríðsins í Bosníu og bar ábyrgð á „pyntingum, nauðgunum, fjöldamorðum" á 300 þúsund manns og var "arkitektinn" af þjóðernishreinsunum á milljón manns (úr fréttum Rúv, 11. mars 2006). Ekki kemur vandaðri fréttaflutningur fram á NFS. Milosevic er kallaður „balkanski slátrarinn" og sagt er að hann hafi leitt „Serbíu í fjögur stríð á Balkanskaga á þeim ellefu árum sem hann var forseti." Fullyrt er að margir „spekingar" „syrgi mjög fráfall Milosevic, ekki vegna þess að mikill maður hafi þar fallið frá, heldur að réttlætinu yfir honum verði aldrei fullnægt." Á báðum stöðvum er minnst á fjöldamorðin í Srebrenica 1995 og Milosevic látinn virðast hafa fyrirskipað þau. Stórmerkilegar söguskýringar: Samkvæmt þeim var það einn maður sem orsakaði stríðið og ber ábyrgð á afleiðingum þeirra; maðurinn sem íslenskir fjölmiðlar keppast nú við að uppnefna „slátrarann á Balkanskaga" sem skv. Morgunblaðinu 13. mars 2006 er „lýst sem blóðhundi og ófreskju í mannmynd". Blaðamenn virðast ekki eiga nógu sterk lýsingarorð á manninn. Það mætti því ætla að þeir hefðu gríðarlega þekkingu á málefnum Júgóslavíu, þeir eiga a.m.k. ekki í vandræðum með sleggjudóma. Þeir virðast hinsvegar ekki telja þörf á að geta hvaða heimildir liggi á bakvið ummælin; reyndar skrifa þeir sjaldnast undir nafni: Ætli þetta séu ekki bara augljós sannindi? Ég vil hér láta mér nægja að athuga 2 af atriðunum.1. „Hatursræðan" miklaFrancisco Gil-White, prófessor í sálfræði við University of Pennsylvania hefur fjallað um þetta mál og í ljósi umfjöllunar síðustu daga er full þörf á að gera grein fyrir máli hans (Gil-White, „F. How Politicians, the Media and Scholars Lied about Milosevic's 1989 Kosovo Speech A Review of the Evidence" af www.tenc.com). Ræðan fræga var haldin 28. júní 1989 í Gazimestan, stað sem oftast er kallaður Kosovo Polje í tilefni 600 ára afmælis ósigurs Serba gegn Tyrkjum á þeim stað 1989. Samkvæmt ótal fréttadálkum og söguskýringum notaði Milosevic þetta tilefni til að hræra upp öfga-þjóðernisstefnu fyrir Serba og hatur gegn öðrum þjóðum og gegn múslimum. Gil-White, ólíkt mörgum, ákvað að kanna hvort þessi sögutúlkun væri rétt á einfaldan hátt: Hann varð sér út um eftirritun af ræðunni úr skjalasafni BBC meðal annarra staða. Ræðuna má nálgast á:http://www.icdsm.com/milosevic/milosevic1.pdf,http://www.icdsm.com/milosevic/milosevic2.pdf oghttp://www.icdsm.com/milosevic/milosevic3.pdfEinnig má nálgast ræðuna á:http://emperors-clothes.com/milo/milosaid.html og fleiri stöðum.Þegar ræðan er lesin kemur dálítið forvitnilegt í ljós: Það er gjörsamlega ómögulegt að lesa útúr þessarri ræðu að Milosevic hvetji til öfga-þjóðernishyggju, haturs gegn múslimum eða öðrum. Þvert á móti gengur öll ræðan út á umburðarlyndi, nauðsyn þess að Júgóslavía starfi sem heild og að ólíkar þjóðir eigi að geta lifað í sátt og samlyndi í sameinaðri Júgóslavíu.Nokkur dæmi (í minni þýðingu):„Samskipti á grundvelli jafnréttis og samhugur milli þjóða Júgóslavíu eru nauðsynleg skilyrði fyrir tilveru Júgóslavíu og til að leið sé út úr vandamálum hennar, og sérstaklega nauðsynlegt skilyrði fyrir efnahagslegri og félagslegri hagsæld... [S]amvinna í Serbíu mun færa serbísku þjóðinni hagsæld og öllum íbúum hennar, sama hvert þjóðerni þeirra er eða til hvaða trúar þeir hneigjast... Í Serbíu hafa aldrei einungis búið Serbar. Í dag búa þar meðlimir annarra þjóðarbrota í meiri mæli en nokkurn tímann áður. Þetta er ekki ókostur. Ég er sannarlega sannfærður um að þetta sé til góðs. Þjóðernissamsetning nærri allra landa heims, sérstaklega hinna þróaðri, hefur einnig færst í þessa átt. Borgarar af ólíku þjóðerni, trúarbrögðum og kynþáttum hafa búið meira saman og oftar með meiri og meiri velgengni."Nú gætu einhverjir hugsað með sér að ég hafi valið úr setningar sem sýna Milosevic í sem fegurstu ljósi; jafnvel að ég sé að skálda þetta allt saman. Það er prýðilegt og merki um gagnrýnið viðhorf sem ég vona að fólk hafi einnig gagnvart blaðamönnum sem útrhrópa Milosevic sem „ófreskju í mannmynd", annan Hitler. Ég hvet þá til að lesa ræðuna alla og reyna að sanna með rökföstum gögnum að Milosevic hafi verið þjóðernissinni og múslimahatari. Eins og Gil-White benti á, þá er ekki möguleiki á öðru en að til séu opinber gögn um slíkt atferli, ef Milosevic var í alvörunni æsingarmaður fyrir þjóðrembu og hatri. Það er tæpast hægt að vera múgæsingarmaður í laumi; slíkt er því aðeins mögulegt, að við það verði vart. Ég hvet nú fréttamenn til að finna hatursræður Milosevic eða að taka aftur orð sín. En hvernig getur svona mörgum skjátlast? Blaðamenn mbl, vísis, rúv og fleiri sýna það sjálfir: Með því að endurtaka söguna hver af öðrum án þess að kanna hvort hún eigi við rök að styðjast. Þetta er hættan sem stafar af óvönduðum vinnubrögðum fréttamanna. Lesandur eru hér með hvattir til að kynna sér málið á eigin forsendum.2. SrebrenicaÍ umfjöllun íslenskra fjölmiðla er bent á að alvarlegasta kæran á hendur Milosevic varðar dauða þúsunda múslima í bænum Srebrenica í Bosníu. Þessi fjöldamorð áttu sér stað í Bosníustríðinu þegar sveitir Bosníu-Serba réðust til atlögu og náðu borginni á sitt vald í júlímánuði 1995. Ákæran um að Milosevic hafi fyrirskipað árásina eða að hann hafi vitað af henni fyrirfram en ekkert aðhafst til að koma í veg fyrir hana er það sem liggur á bakvið ákæru um þjóðarmorð og ennfremur ástæðan fyrir því að virðulegir stjórnmálamenn (m.a. á Íslandi) kalla Milosevic morðingja. Verknaðurinn hefur verið rannsakaður í 9 ár og réttarhöldin yfir Milosevic hafa staðið frá því 2002. Þann 10. október 2004 kom svo út 7000 blaðsíðna skýrsla um málið.Um rannsóknina sá dr. Cees Wiebes, prófessor við Amsterdam háskóla sem skipuð var af hollensku ríkisstjórninni, enda voru hollenskar sveitir SÞ í Srebrenica þegar fjöldamorðin áttu sér stað. Wiebes hafði sér til aðstoðar teymi sérfræðinga sem hafði m.a. aðgang að leyniskjölum, lykilmönnum í stjórnmálum og hundruðum vitna. Niðurstaða teymisins var að engin gögn sýndu að Milosevic hafi átt þátt í fjöldamorðunum. Í útvarpsviðtali við BBC sagði Wiebes: „Í skýrslu okkar, sem er um 7000 síðna löng, höfum við komist að þeirri niðurstöðu að Milosevic hafði enga fyrirfram vitneskju um fjöldamorðin... Það sem við fundum voru hinsvegar gögn sem bentu til hins gagnstæða. Milosevic var mjög brugðið er hann heyrði af árásunum." Hann benti ennfremur á að Milosevic hafi á þessum tíma reynt að finna samningaleiðina út úr stríðinu og að þetta hafi því verið það síðasta sem hann hefði viljað. [ http://observer.guardian.co.uk/international/story/0,6903,1323864,00.html ] Wiebes hefur ennfremur bent á að engin gögn styðja þá fullyrðingu að Milosevic hafi staðið fyrir þjóðarmorði.Ég læt þetta nægja í bili en tel nauðsynlegt að benda á eitt atriði. Með handónýtum vinnubrögðum sínum síðustu daga hafa fjölmiðlar ekki djöfulgert þennan eina mann. Forystumenn ríkja eru að miklu leyti andlit þeirra út á við. Þegar Milosevic er útmálaður er serbneska þjóðin djöfulgerð um leið. Ef mönnum finnst tilefni til að nota orð eins og ófreskja um leiðtoga þjóðar er minnsta krafa sú að menn sýni það með óyggjandi hætti að sögurnar séu réttar. Fjöldi hátt launaðra lögfræðinga hefur grannskoðað mál Milosevic árum saman og dómur hafði ekki verið kveðinn upp.Ljóst er að í sumum atriðum, eins og Srebrenica málinu, er ljóst að Milosevic var saklaus: Hversu mörgum af 66 kæruliðum yrðu sleppt?Samkvæmt Michael Scharf (http://www.law.cwru.edu/faculty/faculty_detail.asp?adj=0&id=142) var 90 prósent sönnunargagna gegn Milosevic rógburður (http://mrzine.monthlyreview.org/herman061105.html).Háttsettir dómarar ICTY höfðu ekki kveðið úrskurð um Milosevic, eru íslenskir fjölmiðlar virkilega betur settir til þess?
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun