Innlent

Taka við Keflavíkurflugvelli 1. júlí

Farþegaþota á Keflavíkurflugvelli.
Farþegaþota á Keflavíkurflugvelli. MYND/Heiða

Íslendingar taka við rekstri Keflavíkurflugvallar 1. júlí næstkomandi. Lög í þessa veru voru samþykkt frá Alþingi í gærkvöldi. Það var þó ekki hægt fyrr en þingmenn voru þrisvar búnir að greiða atkvæði með afbrigðum svo hægt væri að flýta afgreiðslu frumvarpsins.

Eitt ákvæði laganna tekur þó strax gildi. Það er ákvæði um að öllum núverandi starfsmönnum Bandaríkjahers sem sinna störfum við rekstur flugvallarins skuli boðin vinna áfram. Í frumvarpinu stóð að bjóða ætti þessum starfsmönnum vinnu eftir því sem við væri komið en því var breytt í meðförum þingsins þannig að öllum skal boðin vinna.

Þingfundum var frestað til 30. maí um leið og frumvarpið varð að lögum. Fyrr um daginn voru sett lög um afnám samræmdra prófa í framhaldsskólum..






Fleiri fréttir

Sjá meira


×