Til hamingju með daginn Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 3. júní 2007 00:01 Sjómannadagurinn Á sjómannadegi hylla Íslendingar þá sem skópu og skapa enn þann grundvöll sem þjóðin byggir lífsviðurværi sitt á. Lífskjör okkar hafa enda tekið ótrúlegum stakkaskiptum á skömmum tíma og þar á sjávarútvegurinn, burðarás íslensks efnahagslífs og drifkraftur hagvaxtarins, drýgstan hlut að máli. Hann er grundvöllur þeirrar miklu lífskjarasóknar sem við höfum notið. Þar skiptir vitaskuld sköpum elja, útsjónarsemi og ósérhlífni sjómannanna, stjórnenda og annars starfsfólks greinarinnar. Árangurinn hefur síður en svo verið auðfenginn. Tækifæri þeirra sem nú hasla sér völl á vinnumarkaði sýnast óþrjótandi. Það er sannarlega vel. Margháttuð tækifæri hafa orðið til í samfélagi okkar og þess vegna heyr sjávarútvegurinn meiri samkeppni um gott starfsfólk en oftast áður. Sjávarútvegurinn er sem fyrr spennandi vettvangur fyrir hæfileikaríkt fólk. Hann er margbrotin og kröfuhörð atvinnugrein sem krefst þess vegna starfsfólks með margháttaða reynslu, menntun og færni. Þetta á bæði við um störf til sjós og lands, innanlands sem erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, störf sem henta körlum og konum. Undanfarin ár hefur mörgum orðið tíðrætt um útrásina svo kölluðu þ.e.a.s. hvernig íslensk fyrirtæki hafa sótt á erlenda markaði, skapað sér þar stöðu og svigrúm til athafna og vaxtar. Þetta er afskaplega ánægjuleg þróun og við gleðjumst yfir framganginum. En eigum við ekki að hafa í huga að á þessu sviði var íslenskur sjávarútvegur brautryðjandinn – fyrsta útrásargreinin sem dafnaði vel. Íslenskur sjávarútvegur er alþjóðleg atvinnugrein bæði til orðs og æðis, sem líkt og endranær krefst atgervis okkar færasta fólks. Sjómannadagurinn er í senn hátíðis- og baráttudagur sjómanna og fjölskyldna þeirra sem og þjóðarinnar allrar. Við hyllum þá sem lagt hafa okkur til lífsbjörgina og minnumst um leið liðinna með virðingu og stolti. Þessi dagur og vægi hans í íslenskri þjóðarsál undirstrikar þýðingu starfa sjómanna og sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið. Þótt allt velkist og breytist í samfélaginu þá gera landsmenn sér enn ljóst hve mikilvæg greinin er fyrir atvinnulífið í heild, framvindu efnahagslífsins og hvernig okkur vegnar í bráð og lengd. Þess vegna heiðra Íslendingar sjómenn og fjölskyldur þeirra ár hvert á þessum merkisdegi. Til hamingju með sjómannadaginn.Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Sjómannadagurinn Á sjómannadegi hylla Íslendingar þá sem skópu og skapa enn þann grundvöll sem þjóðin byggir lífsviðurværi sitt á. Lífskjör okkar hafa enda tekið ótrúlegum stakkaskiptum á skömmum tíma og þar á sjávarútvegurinn, burðarás íslensks efnahagslífs og drifkraftur hagvaxtarins, drýgstan hlut að máli. Hann er grundvöllur þeirrar miklu lífskjarasóknar sem við höfum notið. Þar skiptir vitaskuld sköpum elja, útsjónarsemi og ósérhlífni sjómannanna, stjórnenda og annars starfsfólks greinarinnar. Árangurinn hefur síður en svo verið auðfenginn. Tækifæri þeirra sem nú hasla sér völl á vinnumarkaði sýnast óþrjótandi. Það er sannarlega vel. Margháttuð tækifæri hafa orðið til í samfélagi okkar og þess vegna heyr sjávarútvegurinn meiri samkeppni um gott starfsfólk en oftast áður. Sjávarútvegurinn er sem fyrr spennandi vettvangur fyrir hæfileikaríkt fólk. Hann er margbrotin og kröfuhörð atvinnugrein sem krefst þess vegna starfsfólks með margháttaða reynslu, menntun og færni. Þetta á bæði við um störf til sjós og lands, innanlands sem erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, störf sem henta körlum og konum. Undanfarin ár hefur mörgum orðið tíðrætt um útrásina svo kölluðu þ.e.a.s. hvernig íslensk fyrirtæki hafa sótt á erlenda markaði, skapað sér þar stöðu og svigrúm til athafna og vaxtar. Þetta er afskaplega ánægjuleg þróun og við gleðjumst yfir framganginum. En eigum við ekki að hafa í huga að á þessu sviði var íslenskur sjávarútvegur brautryðjandinn – fyrsta útrásargreinin sem dafnaði vel. Íslenskur sjávarútvegur er alþjóðleg atvinnugrein bæði til orðs og æðis, sem líkt og endranær krefst atgervis okkar færasta fólks. Sjómannadagurinn er í senn hátíðis- og baráttudagur sjómanna og fjölskyldna þeirra sem og þjóðarinnar allrar. Við hyllum þá sem lagt hafa okkur til lífsbjörgina og minnumst um leið liðinna með virðingu og stolti. Þessi dagur og vægi hans í íslenskri þjóðarsál undirstrikar þýðingu starfa sjómanna og sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið. Þótt allt velkist og breytist í samfélaginu þá gera landsmenn sér enn ljóst hve mikilvæg greinin er fyrir atvinnulífið í heild, framvindu efnahagslífsins og hvernig okkur vegnar í bráð og lengd. Þess vegna heiðra Íslendingar sjómenn og fjölskyldur þeirra ár hvert á þessum merkisdegi. Til hamingju með sjómannadaginn.Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar