Nýja þjóðarsátt strax Guðni Ágústsson skrifar 6. apríl 2008 00:01 Íslenskt efnahagslíf stendur nú frammi fyrir meiri vanda en blasað hefur við um áratuga skeið. Ástæðurnar má að hluta rekja til alþjóðlegrar fjármálakreppu en ekki síður ákvarðanatökufælni stjórnvalda hér heima. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki tekið á vandanum af þeirri festu, skilningi og útsjónarsemi sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður og ekkert sem bendir til þess að svo verði. Þvert á móti. Viðbrögð hennar, eða réttara sagt aðgerðarleysi, hefur ekki verið í neinu samræmi við horfur í efnahagsmálum og samspil við peningamálastjórn Seðlabankans hefur ekkert verið. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa nú þegar lækkað lánshæfismat ríkissjóðs á sömu rökum og við framsóknarmenn höfum haldið fram til margra mánaða. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar er sá þáttur sem þar vegur þyngst. Framsóknarmenn hafa nú lagt fram skynsamsamar og hófsamar tillögur að nýrri þjóðarsátt og aðgerðum sem hægt er að grípa strax til og lágmarka skaðann. FjármálakerfiðTillögur okkar sem snúa að fjármálakerfinu sjálfu eru í þremur liðum. Efla þarf gjaldeyrisforða Seðlabankans til að draga úr þeirri óvissu sem er uppi um greiðslugetu fjármálakerfis landsmanna. Yfirtaka Íbúðalánasjóðs á fasteignalánum bankanna þarf að vera til reiðu á lánum sem eru undir tilteknum fjárhæðarmörkum og þannig verði með félagslegum hætti komið að vanda tekjulægri hópa í samfélaginu. Í þriðja lagi þarf að endurskoða og íhuga breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans þannig að vægi fjármálastöðugleika í markmiðssetningu bankans verði aukið, samhliða því sem horft verði til stöðugleika í verðalagsmálum. Samdráttur í efnahagslífinuTillögur þær sem snúa að viðbrögðum hins opinbera ganga út á að ríkissjóður í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins beiti sér fyrir sátt um aðgerðir til að draga úr verstu áhrifum efnahagskreppunnar, dýpt hennar og lengd. Ný þjóðarsátt verði gerð um viðspyrnu gegn verðbólgu. Endurskoða þarf forsendur fjárlaga tafarlaust, fella á brott sértæka neysluskatta s.s. álögur á eldsneyti og virðisaukaskatt á matvæli auk stimpilgjalda á íbúðarhúsnæði. Efla þarf verðlags- og verðmerkingareftirlit, Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið. Áfram þarf að vinna að undirbúningi stórframkvæmda þannig að hægt verði að ráðast í þær með skömmum fyrirvara þegar aðstæður leyfa í efnahagslífinu og hvetja þarf til almenns sparnaðar með skattalegum aðgerðum. Ríkissjóður aflögufærÞessar tillögur geta kostað ríkissjóð allt að 18 milljarða króna þegar allt er talið en miðað við það hvernig við framsóknarmenn skildum við ríkissjóð eftir 12 ára uppbyggingarstarf ætti að vera borð fyrir báru. Verðhjöðnunaráhrif þessara tillagna geta verið umtalsverð eða 3-5%. Það er mat okkar framsóknarmanna að með samstilltu átaki megi stýra efnahagsmálum þannig að bæði almenningur og atvinnulíf standi fyrirsjáanlega erfiðleika af sér og leggjum því til skynsama, hófsama og sanngjarna þjóðarsátt þar sem horft er til raunhæfra og markvissra aðgerða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Íslenskt efnahagslíf stendur nú frammi fyrir meiri vanda en blasað hefur við um áratuga skeið. Ástæðurnar má að hluta rekja til alþjóðlegrar fjármálakreppu en ekki síður ákvarðanatökufælni stjórnvalda hér heima. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki tekið á vandanum af þeirri festu, skilningi og útsjónarsemi sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður og ekkert sem bendir til þess að svo verði. Þvert á móti. Viðbrögð hennar, eða réttara sagt aðgerðarleysi, hefur ekki verið í neinu samræmi við horfur í efnahagsmálum og samspil við peningamálastjórn Seðlabankans hefur ekkert verið. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa nú þegar lækkað lánshæfismat ríkissjóðs á sömu rökum og við framsóknarmenn höfum haldið fram til margra mánaða. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar er sá þáttur sem þar vegur þyngst. Framsóknarmenn hafa nú lagt fram skynsamsamar og hófsamar tillögur að nýrri þjóðarsátt og aðgerðum sem hægt er að grípa strax til og lágmarka skaðann. FjármálakerfiðTillögur okkar sem snúa að fjármálakerfinu sjálfu eru í þremur liðum. Efla þarf gjaldeyrisforða Seðlabankans til að draga úr þeirri óvissu sem er uppi um greiðslugetu fjármálakerfis landsmanna. Yfirtaka Íbúðalánasjóðs á fasteignalánum bankanna þarf að vera til reiðu á lánum sem eru undir tilteknum fjárhæðarmörkum og þannig verði með félagslegum hætti komið að vanda tekjulægri hópa í samfélaginu. Í þriðja lagi þarf að endurskoða og íhuga breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans þannig að vægi fjármálastöðugleika í markmiðssetningu bankans verði aukið, samhliða því sem horft verði til stöðugleika í verðalagsmálum. Samdráttur í efnahagslífinuTillögur þær sem snúa að viðbrögðum hins opinbera ganga út á að ríkissjóður í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins beiti sér fyrir sátt um aðgerðir til að draga úr verstu áhrifum efnahagskreppunnar, dýpt hennar og lengd. Ný þjóðarsátt verði gerð um viðspyrnu gegn verðbólgu. Endurskoða þarf forsendur fjárlaga tafarlaust, fella á brott sértæka neysluskatta s.s. álögur á eldsneyti og virðisaukaskatt á matvæli auk stimpilgjalda á íbúðarhúsnæði. Efla þarf verðlags- og verðmerkingareftirlit, Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið. Áfram þarf að vinna að undirbúningi stórframkvæmda þannig að hægt verði að ráðast í þær með skömmum fyrirvara þegar aðstæður leyfa í efnahagslífinu og hvetja þarf til almenns sparnaðar með skattalegum aðgerðum. Ríkissjóður aflögufærÞessar tillögur geta kostað ríkissjóð allt að 18 milljarða króna þegar allt er talið en miðað við það hvernig við framsóknarmenn skildum við ríkissjóð eftir 12 ára uppbyggingarstarf ætti að vera borð fyrir báru. Verðhjöðnunaráhrif þessara tillagna geta verið umtalsverð eða 3-5%. Það er mat okkar framsóknarmanna að með samstilltu átaki megi stýra efnahagsmálum þannig að bæði almenningur og atvinnulíf standi fyrirsjáanlega erfiðleika af sér og leggjum því til skynsama, hófsama og sanngjarna þjóðarsátt þar sem horft er til raunhæfra og markvissra aðgerða.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar