NimbleGen eykur umsvif hér á landi 27. ágúst 2008 00:01 Gert Maas, forstjóri Roche NimbleGen. MARKAÐURINN/ANTON „Ég býst við því að framleiðslugeta eigi eftir að aukast og það hefur í för með sér frekari fjárfestingar á Íslandi,“ segir Gerd Maass, forstjóri Roche NimbleGen. NimbleGen hefur starfað hér á landi um árabil. Það framleiðir meðal annars örflögur til líftæknirannsókna og sinnir þjónusturannsóknum með örflögutækni. Fyrirtækið var stofnað í Bandaríkjunum fyrir tæpum áratug og þar eru höfuðstöðvar þess. Svissneski lyfjarisinn Roche keypti félagið fyrir sem svarar um sautján milljörðum íslenskra króna í fyrra. Um 80 þúsund manns starfa hjá Roche víða um heim. Um 75 manns starfa hjá NimbleGen hér á landi, um þriðjungur starfsmanna fyrirtækisins í heild. Maass vill ekki slá neinu föstu um hversu margir verði fengnir til liðs við Nimble Gen hér á næstunni. „Við kynnum að auka rannsóknir og þróun í tengslum við starfsemina hér á landi,“ segir Maass og vísar þar meðal annars til þess að félagið vilji gjarnan starfa meira með háskólasamfélaginu hér. Hann bætir því við að hann sé bjartsýnn varðandi áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. En hefur félagið skilað hagnaði? „Hingað til hefur þetta verið fjárfesting, en við gerum ráð fyrir því að rekstur NimbleGen fari að skila hagnaði á næstu tveimur til þremur árum.“ Í heildina nemur fjárfesting Roche í NimbleGen hingað til um 24 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Í grunninn gengur rekstur Roche vel, þrátt fyrir efnahagsástandið, segir Maass. Félagið sé í raun að horfa til framtíðar með fjárfestingum í félögum eins og NimbleGen. „Tækni af þessu tagi á eftir að auka virkni lyfja þegar fram í sækir.“ Þá sé markaður fyrir framleiðsluvörur NimbleGen mikill og vaxandi. Örflögur NimbleGen eru notaðar til rannsókna í erfðafræði, læknisfræði og lyfjafræði. Vörur fyrirtækisins eru seldar víða um heim. Maass segir að lítil fyrirtæki eins og NimbleGen séu Roche ákaflega mikilvæg. Mörg slík fyrirtæki séu undir regnhlíf Roche. „Fólk sem starfar í fyrirtækjum af þessu tagi á ef til vill í framtíðinni möguleika á að þroska sig frekar í starfi innan Roche-samstæðunnar annars staðar í heiminum.“ Fyrirtækjum í líftækni hefur ekki öllum gengið vel. DeCode hefur til að mynda farið í gegnum margar sveiflur, en Roche fjárfesti í félaginu á sínum tíma; raunar er sú fjárfesting alveg ótengd fjárfestingunni í Nimble Gen, að því er kunnugir fullyrða. Er líftækniiðnaðurinn ef til vill ekki jafn arðvænlegur og lagt var upp með? „Sum félög hófu starfsemi mjög snemma, jafnvel of snemma. Markaðurinn hefur hins vegar ekki tekið jafnhratt við sér. Roche hefur dreift áhættunni og það má segja að við stöndum á þremur stoðum í þessu efni, því stöndum við vel að vígi. Í viðskiptum af þessu tagi þarf að skoða mjög vel þarfir viðskiptavinarins og markaðarins og haga rannsóknum og þróun í samræmi við það.“ Markaðir Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
„Ég býst við því að framleiðslugeta eigi eftir að aukast og það hefur í för með sér frekari fjárfestingar á Íslandi,“ segir Gerd Maass, forstjóri Roche NimbleGen. NimbleGen hefur starfað hér á landi um árabil. Það framleiðir meðal annars örflögur til líftæknirannsókna og sinnir þjónusturannsóknum með örflögutækni. Fyrirtækið var stofnað í Bandaríkjunum fyrir tæpum áratug og þar eru höfuðstöðvar þess. Svissneski lyfjarisinn Roche keypti félagið fyrir sem svarar um sautján milljörðum íslenskra króna í fyrra. Um 80 þúsund manns starfa hjá Roche víða um heim. Um 75 manns starfa hjá NimbleGen hér á landi, um þriðjungur starfsmanna fyrirtækisins í heild. Maass vill ekki slá neinu föstu um hversu margir verði fengnir til liðs við Nimble Gen hér á næstunni. „Við kynnum að auka rannsóknir og þróun í tengslum við starfsemina hér á landi,“ segir Maass og vísar þar meðal annars til þess að félagið vilji gjarnan starfa meira með háskólasamfélaginu hér. Hann bætir því við að hann sé bjartsýnn varðandi áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. En hefur félagið skilað hagnaði? „Hingað til hefur þetta verið fjárfesting, en við gerum ráð fyrir því að rekstur NimbleGen fari að skila hagnaði á næstu tveimur til þremur árum.“ Í heildina nemur fjárfesting Roche í NimbleGen hingað til um 24 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Í grunninn gengur rekstur Roche vel, þrátt fyrir efnahagsástandið, segir Maass. Félagið sé í raun að horfa til framtíðar með fjárfestingum í félögum eins og NimbleGen. „Tækni af þessu tagi á eftir að auka virkni lyfja þegar fram í sækir.“ Þá sé markaður fyrir framleiðsluvörur NimbleGen mikill og vaxandi. Örflögur NimbleGen eru notaðar til rannsókna í erfðafræði, læknisfræði og lyfjafræði. Vörur fyrirtækisins eru seldar víða um heim. Maass segir að lítil fyrirtæki eins og NimbleGen séu Roche ákaflega mikilvæg. Mörg slík fyrirtæki séu undir regnhlíf Roche. „Fólk sem starfar í fyrirtækjum af þessu tagi á ef til vill í framtíðinni möguleika á að þroska sig frekar í starfi innan Roche-samstæðunnar annars staðar í heiminum.“ Fyrirtækjum í líftækni hefur ekki öllum gengið vel. DeCode hefur til að mynda farið í gegnum margar sveiflur, en Roche fjárfesti í félaginu á sínum tíma; raunar er sú fjárfesting alveg ótengd fjárfestingunni í Nimble Gen, að því er kunnugir fullyrða. Er líftækniiðnaðurinn ef til vill ekki jafn arðvænlegur og lagt var upp með? „Sum félög hófu starfsemi mjög snemma, jafnvel of snemma. Markaðurinn hefur hins vegar ekki tekið jafnhratt við sér. Roche hefur dreift áhættunni og það má segja að við stöndum á þremur stoðum í þessu efni, því stöndum við vel að vígi. Í viðskiptum af þessu tagi þarf að skoða mjög vel þarfir viðskiptavinarins og markaðarins og haga rannsóknum og þróun í samræmi við það.“
Markaðir Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira