Fótbolti

Ætti Juventus að vera á toppnum?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Vafaatriðin hafa ekki verið að falla með Juventus.
Vafaatriðin hafa ekki verið að falla með Juventus.

Vafasamir dómar í ítalska boltanum hafa aldrei verið eins margir eins og á yfirstandandi tímabili.

Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport hefur birt sína útgáfu af stöðunni í deildinni.

Blaðamenn hafa farið yfir hvert vafaatriði og „leiðrétt" niðurstöðu dómarans. Samkvæmt niðurstöðum þeirra ætti Inter ekki að vera með sjö stiga forystu eins og raunin er. Reyndar ætti Inter að vera með átta stigum minna.

Dómgæslan virðist helst hafa bitnað á Juventus sem ætti að vera á toppi deildarinnar samkvæmt La Gazzetta dello Sport.

Leiðrétt staða La Gazzetta dello Sport:

Juventus 48 stig

Inter 45

Roma 45

Milan 41

Fiorentina 36

Atalanta 33

Palermo 28

Sampdoria 28

Udinese 28

Napoli 27

Genoa 26

Reggina 25

Lazio 24

Livorno 23

Catania 21

Siena 21

Parma 19

Torino 18

Cagliari 16

Empoli 15

Það má sjá hina réttu stöðutöflu með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×