Fótbolti

Klæðskiptingarnir viðurkenna að hafa logið upp á Ronaldo

Ronaldo hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan kæðskiptingarnir reyndu að kúga hann
Ronaldo hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan kæðskiptingarnir reyndu að kúga hann Mynd/Netið

Tveir af klæðskiptingunum sem áttu þátt í hneykslinu í kring um framherjann Ronaldo hjá AC Milan á dögunum hafa viðurkennt að að þeir hafi logið upp á knattspyrnumanninn þegar málið komst í fréttirnar.

Þeir báru áfengis- og eiturlyfjaneyslu upp á hina meiddu knattspyrnustjörnu eftir umdeildan fund þeirra á hóteli í Ríó í Brasilíu.

"Áfengi og eiturlyf voru ekki hluti af þessum fundi og mennirnir sem báru þessar sakir upp á Ronaldo hafa viðurkennt að hafa logið upp á hann ef því þeim tókst ekki að kúga af honum peninga," sagði í yfirlýsingu frá lögreglu.

Ronaldo sagði skilið við unnustu sína eftir atburðinn og vera má að hann missi eitthvað af styrktaraðilum sínum á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×