Fótbolti

Maldini gefur helming launa sinna til góðgerðamála

Maldini spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Milan árið 1985
Maldini spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Milan árið 1985 NordicPhotos/GettyImages

Hinn fertugi Paolo Maldini hjá AC Milan gefur helming árslauna sinna hjá félagi sínu til góðgerðamála eftir því sem fram kemur á ítalska fréttamiðlinum Tuttosport.

Maldini hafði upphaflega ætlað að leggja skóna á hilluna í sumar eftir frábæran feril, en sagt er að hann hafi framlengt um eitt ár með það fyrir augum að gefa helming launa sinna til góðgerðamála.

Tuttosport segir að Milan hafi verið tilbúið að borga honum ríflega 250 milljónir í árslaun, en að fyrirliðinn hafi heimtað og fengið 500 milljónir fyrir samninginn. Því fari um 250 milljónir í gott málefni.

Maldini hefur verið duglegur við að gefa til góðgerðamála á ferlinum og hefur verið einstök fyrirmynd annara leikmanna innan sem utan vallar á ferlinum sem spannar yfir tvo áratugi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×