Að leggja sitt af mörkum Steingrímur j. sigfússon skrifar 7. október 2009 06:00 Stóriðjufyrirtækin hafa ásamt fleirum rekið upp ramakvein vegna áforma um að skoða upptöku orku-, umhverfis- og auðlindagjalda á breiðum grunni sem boðuð eru í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010. Rétt er að setja hlutina í samhengi í þágu yfirvegaðrar umræðu um málið. Árið 2008 var ríkissjóður rekinn með 216 milljarða halla og í ár stefnir hallinn, þrátt fyrir aukinn niðurskurð og tekjuöflun á miðju ári, í um 185 milljarða. Öllum má ljóst vera að við svo búið má ekki standa. Það verður að ná jöfnuði í ríkissbúskapnum á eins fáum árum og mögulegt er og stórdraga úr hallanum strax enda gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir 95 milljarðar króna afkomubata frá yfirstandandi ári. Til þess að slíkt megi takast þarf mikið til: niðurskurð og sparnað útgjalda upp á 3,7% af vergri landsframleiðslu á gjaldahlið og nýja tekjuöflun upp á 3,2% af VLF á tekjuhlið. Er þá komið að lykilspurningunum: 1. Verður komist hjá aðgerðum af þessu tagi? Svarið er nei. Slíkur hallarekstur myndi, ef ekkert er að gert, sliga ríkissjóð og gera skuldastöðuna algjörlega óbærilega, - eða ósjálfbæra eins og nú er gjarnan sagt - á örfáum árum. 2. Er hægt að ná nauðsynlegum árangri með niðurskurði einum saman? Aftur er svarið nei. Slíkt myndi rústa velferðarkerfið og samneysluna og yrði auk þess efnahagslegt glapræði, sem myndi stórdýpka kreppuna. 3. Er hægt að ná þessum árangri eingöngu með nýrri tekjuöflun? Svarið er enn nei. Slíkt færi langt út fyrir þolmörk skattstofna og ofbyði greiðslugetu einstaklinga og atvinnulífs. Blandaðar aðgerðir, sparnaður og tekjuöflun, eru eina vitræna og færa leiðin, en um vægi hvors þáttar fyrir sig má vissulega rökræða sem og um hraða aðlögunnar. Hverjir eiga þá að taka á sig auknar byrðar vegna tekjuöflunar samanber svörin hér að framan? Á það eingöngu að vera almenningur í gegnum beina og óbeina skatta eða á að leitast við að dreifa þessum byrðum sem víðast með það að markmiði að allir sem hafa til þess burði leggi sitt af mörkum. Ekki spillir fyrir ef hægt er að ná fram umbótum í skattkerfinu í leiðinni og þróa það í átt til framtíðar svo sem á sviði umhverfismála (grænir skattar) og ná fram alkunnum markmiðum um að þjóðin njóti sanngjarnar rentu eða arðs af auðlindum sínum. Er þá loks komið að stóriðjufyrirtækjunum, eða stórnotendum orku. Er það til of mikils mælst að þau verði með í því að greiða eins og allir aðrir notendur orku í landinu lágt auðlindagjald sem tekið yrði í gegnum orkusöluna? Þetta vekur fleiri áhugaverðar spurningar: a) Geta stóriðjufyrirtækin ekki lagt slíkt af mörkum til þess að hjálpa íslensku samfélagi og þjóðarbússkap á miklum erfiðleikatímum? b) Væru til dæmis 20 til 30 aurar á kílówattsstund óbærileg hækkun á raforkuverði fyrir þau? Ekki getur það þá verið hátt fyrir. c) Vilja stóriðjufyrirtækin ekki leggja sitt af mörkum þó þau geti það? d) Hafa ekki stóriðjufyrirtækin, þau sem farin eru að greiða skatta á annað borð, notið góðs af mikilli lækkun tekjuskatts lögaðila undanfarin ár? Gæti árlegur hagnaður þeirra eftir skatta verið 2 til 3 milljörðum króna hærri nú vegna þess að þau greiða 15% tekjuskatt af hagnaði í stað til dæmis 30% eins og var fyrir nokkrum árum? e) Getur verið að skattgreiðslur stóriðjufyrirtækjanna hér á landi hafi lækkað enn frekar við að skuldir við móðurfélög hafa komið í stað eigin fjár og vextir af þeim séu gjaldfærðir. f) Getur verið að með gengislækkun krónunnar hafi launakostnaður stóriðjufyrirtækjanna lækkað um fleiri tugi milljóna dollara á ársgrundvelli miðað við það sem var áður en gengisfallið hófst á fyrri hluta árs 2008? g) Hvaða boðskapur fælist í því að stóriðjufyrirtækin kæmu sér með öllu undan því að leggja nokkuð nýtt af mörkum til stuðnings samfélaginu á erfiðleikatímum, studd til þess af samtökum atvinnurekenda og jafnvel launamanna? – Að þau geti ekki borgað? – Að þau vilji ekki borga þó þau geti það? – Að tilvera þeirra hér sé grundvölluð á því að leggja eins lítið af mörkum til innlenda raunhagkerfisins og mögulegt er, nýta auðlindir þjóðarinnar í sína þágu án endurgjalds, og ætla öðrum, launafólki og innlendu atvinnulífi að axla enn þyngri byrðar í staðinn? - Því verður ekki trúað. Þvert á móti gengur undirritaður út frá því að stór og öflug útflutningsfyrirtæki, eins og stóriðjufyrirtækin eru, vilji leggja sitt af mörkum. Að sjálfsögðu er rétt og skylt að ræða málin við þau þegar til útfærslunnar kemur og er hér með boðið upp á slíkt. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Stóriðjufyrirtækin hafa ásamt fleirum rekið upp ramakvein vegna áforma um að skoða upptöku orku-, umhverfis- og auðlindagjalda á breiðum grunni sem boðuð eru í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010. Rétt er að setja hlutina í samhengi í þágu yfirvegaðrar umræðu um málið. Árið 2008 var ríkissjóður rekinn með 216 milljarða halla og í ár stefnir hallinn, þrátt fyrir aukinn niðurskurð og tekjuöflun á miðju ári, í um 185 milljarða. Öllum má ljóst vera að við svo búið má ekki standa. Það verður að ná jöfnuði í ríkissbúskapnum á eins fáum árum og mögulegt er og stórdraga úr hallanum strax enda gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir 95 milljarðar króna afkomubata frá yfirstandandi ári. Til þess að slíkt megi takast þarf mikið til: niðurskurð og sparnað útgjalda upp á 3,7% af vergri landsframleiðslu á gjaldahlið og nýja tekjuöflun upp á 3,2% af VLF á tekjuhlið. Er þá komið að lykilspurningunum: 1. Verður komist hjá aðgerðum af þessu tagi? Svarið er nei. Slíkur hallarekstur myndi, ef ekkert er að gert, sliga ríkissjóð og gera skuldastöðuna algjörlega óbærilega, - eða ósjálfbæra eins og nú er gjarnan sagt - á örfáum árum. 2. Er hægt að ná nauðsynlegum árangri með niðurskurði einum saman? Aftur er svarið nei. Slíkt myndi rústa velferðarkerfið og samneysluna og yrði auk þess efnahagslegt glapræði, sem myndi stórdýpka kreppuna. 3. Er hægt að ná þessum árangri eingöngu með nýrri tekjuöflun? Svarið er enn nei. Slíkt færi langt út fyrir þolmörk skattstofna og ofbyði greiðslugetu einstaklinga og atvinnulífs. Blandaðar aðgerðir, sparnaður og tekjuöflun, eru eina vitræna og færa leiðin, en um vægi hvors þáttar fyrir sig má vissulega rökræða sem og um hraða aðlögunnar. Hverjir eiga þá að taka á sig auknar byrðar vegna tekjuöflunar samanber svörin hér að framan? Á það eingöngu að vera almenningur í gegnum beina og óbeina skatta eða á að leitast við að dreifa þessum byrðum sem víðast með það að markmiði að allir sem hafa til þess burði leggi sitt af mörkum. Ekki spillir fyrir ef hægt er að ná fram umbótum í skattkerfinu í leiðinni og þróa það í átt til framtíðar svo sem á sviði umhverfismála (grænir skattar) og ná fram alkunnum markmiðum um að þjóðin njóti sanngjarnar rentu eða arðs af auðlindum sínum. Er þá loks komið að stóriðjufyrirtækjunum, eða stórnotendum orku. Er það til of mikils mælst að þau verði með í því að greiða eins og allir aðrir notendur orku í landinu lágt auðlindagjald sem tekið yrði í gegnum orkusöluna? Þetta vekur fleiri áhugaverðar spurningar: a) Geta stóriðjufyrirtækin ekki lagt slíkt af mörkum til þess að hjálpa íslensku samfélagi og þjóðarbússkap á miklum erfiðleikatímum? b) Væru til dæmis 20 til 30 aurar á kílówattsstund óbærileg hækkun á raforkuverði fyrir þau? Ekki getur það þá verið hátt fyrir. c) Vilja stóriðjufyrirtækin ekki leggja sitt af mörkum þó þau geti það? d) Hafa ekki stóriðjufyrirtækin, þau sem farin eru að greiða skatta á annað borð, notið góðs af mikilli lækkun tekjuskatts lögaðila undanfarin ár? Gæti árlegur hagnaður þeirra eftir skatta verið 2 til 3 milljörðum króna hærri nú vegna þess að þau greiða 15% tekjuskatt af hagnaði í stað til dæmis 30% eins og var fyrir nokkrum árum? e) Getur verið að skattgreiðslur stóriðjufyrirtækjanna hér á landi hafi lækkað enn frekar við að skuldir við móðurfélög hafa komið í stað eigin fjár og vextir af þeim séu gjaldfærðir. f) Getur verið að með gengislækkun krónunnar hafi launakostnaður stóriðjufyrirtækjanna lækkað um fleiri tugi milljóna dollara á ársgrundvelli miðað við það sem var áður en gengisfallið hófst á fyrri hluta árs 2008? g) Hvaða boðskapur fælist í því að stóriðjufyrirtækin kæmu sér með öllu undan því að leggja nokkuð nýtt af mörkum til stuðnings samfélaginu á erfiðleikatímum, studd til þess af samtökum atvinnurekenda og jafnvel launamanna? – Að þau geti ekki borgað? – Að þau vilji ekki borga þó þau geti það? – Að tilvera þeirra hér sé grundvölluð á því að leggja eins lítið af mörkum til innlenda raunhagkerfisins og mögulegt er, nýta auðlindir þjóðarinnar í sína þágu án endurgjalds, og ætla öðrum, launafólki og innlendu atvinnulífi að axla enn þyngri byrðar í staðinn? - Því verður ekki trúað. Þvert á móti gengur undirritaður út frá því að stór og öflug útflutningsfyrirtæki, eins og stóriðjufyrirtækin eru, vilji leggja sitt af mörkum. Að sjálfsögðu er rétt og skylt að ræða málin við þau þegar til útfærslunnar kemur og er hér með boðið upp á slíkt. Höfundur er fjármálaráðherra.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar