Fótbolti

Inter vann borgarslaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho og Adriano fagna sigrinum í kvöld.
Jose Mourinho og Adriano fagna sigrinum í kvöld. Nordic Photos / AFP
Inter vann 2-1 sigur á AC Milan í borgarslagnum í Mílanó er liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Adriano og Dejan Stankovic komu Inter í 2-0 í fyrri hálfleik. Pato minnkaði muninn fyrir AC Milan á 71. mínútu en nær komst liðið ekki.

Kaka lék ekki með AC Milan í dag þar sem hann er meiddur og David Beckham var tekinn af velli á 57. mínútu vegna meiðsla.

Inter er á toppi deildarinnar með 56 stig og níu stiga forystu á Juventus. AC Milan er svo í þriðja sætið með 45 stig.

Úrslit dagsins:

Atalanta - Roma 3-0

Cagliari - Lecce 2-0

Chievo - Catania 1-1

Genoa - Fiorentina 3-3

Juventus - Sampdoria 1-1

Reggina - Palermo 0-0

Siena - Udinese 1-1

Inter - AC Milan 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×