Við verðum að forgangsraða Hildur Sverrisdóttir skrifar 28. desember 2009 06:00 Hildur Sverrisdóttir skrifar um borgarmál Að ferðast um kyrrláta höfuðborgina á aðfangadagskvöld er alltaf sérstakt en sjaldan hefur það verið jafn áhrifamikið og í ár. Jólaljós í gluggum heimilanna voru hljóðir málsvarar um hvað flestir leggja áheslu á þegar erfiðleikar steðja að. Án efa hefur það verið mörgum erfitt að halda hátíð, um það ber fjöldi umsókna um aðstoð til hjálparsamtaka vitni. Margar fjölskyldur hafa líka þurft að forgangsraða upp á nýtt og hugsa um hvað væri nauðsynlegt til að halda jól og hverju mætti sleppa að sinni. Oftar en ekki hefur það verið erfitt val. Í þessari efnahagslegu ótíð verða stjórnvöld í Reykjavík, líkt og fjölskyldurnar, að forgangsraða hjá sér. Í slíku vandasömu verki er mikilvægt að stjórnvöld leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess að hægt sé komast upp úr hjólförum tortryggni og vantrausts og skapa sátt í samfélaginu um þær aðgerðir sem grípa þarf til. Íslendingar hafa fyrir löngu komið sér saman um að vilja vera samfélag sem styður við þá sem það þurfa. Það er gott til þess að vita að enginn vilji er til þess breyta því þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika. Ekki er síður mikilvægt að allir leggist á eitt við að styrkja stoðir samfélagsins með því að grafa ekki vísvitandi undan trausti og gæta sanngirnis gagnvart hvert öðru. Stjórnmál morgundagsins muna snúast fyrst og fremst um vinnubrögð við að skapa traust og í sameiginlegum sáttatón séu teknar ákvarðanir um hvað skiptir okkur mestu máli. Það verður erfitt verkefni en eitt það mikilvægasta. Margir kviðu fyrir því ári sem nú er að kveðja og það hefur verið mörgum erfitt. Árið getur þó líka staðið sem áminning um hverju við getum áorkað þegar á reynir og haft það að leiðarljósi í komandi verkefnum. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir skrifar um borgarmál Að ferðast um kyrrláta höfuðborgina á aðfangadagskvöld er alltaf sérstakt en sjaldan hefur það verið jafn áhrifamikið og í ár. Jólaljós í gluggum heimilanna voru hljóðir málsvarar um hvað flestir leggja áheslu á þegar erfiðleikar steðja að. Án efa hefur það verið mörgum erfitt að halda hátíð, um það ber fjöldi umsókna um aðstoð til hjálparsamtaka vitni. Margar fjölskyldur hafa líka þurft að forgangsraða upp á nýtt og hugsa um hvað væri nauðsynlegt til að halda jól og hverju mætti sleppa að sinni. Oftar en ekki hefur það verið erfitt val. Í þessari efnahagslegu ótíð verða stjórnvöld í Reykjavík, líkt og fjölskyldurnar, að forgangsraða hjá sér. Í slíku vandasömu verki er mikilvægt að stjórnvöld leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess að hægt sé komast upp úr hjólförum tortryggni og vantrausts og skapa sátt í samfélaginu um þær aðgerðir sem grípa þarf til. Íslendingar hafa fyrir löngu komið sér saman um að vilja vera samfélag sem styður við þá sem það þurfa. Það er gott til þess að vita að enginn vilji er til þess breyta því þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika. Ekki er síður mikilvægt að allir leggist á eitt við að styrkja stoðir samfélagsins með því að grafa ekki vísvitandi undan trausti og gæta sanngirnis gagnvart hvert öðru. Stjórnmál morgundagsins muna snúast fyrst og fremst um vinnubrögð við að skapa traust og í sameiginlegum sáttatón séu teknar ákvarðanir um hvað skiptir okkur mestu máli. Það verður erfitt verkefni en eitt það mikilvægasta. Margir kviðu fyrir því ári sem nú er að kveðja og það hefur verið mörgum erfitt. Árið getur þó líka staðið sem áminning um hverju við getum áorkað þegar á reynir og haft það að leiðarljósi í komandi verkefnum. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun