Níu þingmenn eiga að vinna úr rannsóknarskýrslunni 30. desember 2009 06:00 Alþingi mun í dag kjósa níu þingmenn í nefnd til að gera tillögur um til hvaða aðgerða Alþingi eigi að grípa í framhaldi af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.fréttablaðið/Pjetur Alþingi kýs í dag nefnd níu þingmanna til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þessari nefnd er meðal annars ætlað að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ráðherrum fyrir Landsdómi fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda bankahrunsins. Þingmannanefndin mun fá skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til meðferðar í janúarlok. Hún hefur síðan tíma til septemberloka 2010 til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta í þingmannanefndinni eins og í öðrum nefndum Alþingis því stjórnarandstaðan mun þar skipa fimm af nefndarmönnunum níu. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG munu hver eiga tvo fulltrúa en níundi nefndarmaðurinn kemur úr þingflokki Hreyfingarinnar. Síðdegis í gær höfðu allir þingflokkar nema sjálfstæðismenn tilnefnt sína fulltrúa. Nöfn væntanlegra nefndarmanna eru birt hér til hliðar. Með lögunum, sem Alþingi setti í gær, var ákveðið að kosning þingmannanefndarinnar skuli rjúfa fyrningu hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð á sama hátt og ef þingið hefði kosið sérstaka rannsóknarnefnd til að fjalla um embættisbrot ráðherra. Brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast almennt á þremur árum. Lögunum frá í gær er ætlað að lengja þann frest um allt að eitt ári. Þingmenn Hreyfingarinnar sátu hjá en þingmenn úr öðrum flokkum stóðu að afgreiðslu málsins í gær. Breytingartillögur Þórs Saari, fyrir hönd Hreyfingarinnar, um að nefnd fimm valinkunnra einstaklinga utan þings yrði falið að fjalla um mál sem snerta þingmenn, ráðherra og fjölskyldur þeirra, vöktu hörð viðbrögð. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu, Þuríður Backman, VG, og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, lögðust á eitt um að mótmæla málflutningi Þórs. Siv sagði tillögur hans sýndarmennsku. Óþolandi væri að sitja undir því hvernig Þór Saari talaði niður til þingmanna og „sýndi Alþingi puttann“. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Alþingi kýs í dag nefnd níu þingmanna til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þessari nefnd er meðal annars ætlað að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ráðherrum fyrir Landsdómi fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda bankahrunsins. Þingmannanefndin mun fá skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til meðferðar í janúarlok. Hún hefur síðan tíma til septemberloka 2010 til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta í þingmannanefndinni eins og í öðrum nefndum Alþingis því stjórnarandstaðan mun þar skipa fimm af nefndarmönnunum níu. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG munu hver eiga tvo fulltrúa en níundi nefndarmaðurinn kemur úr þingflokki Hreyfingarinnar. Síðdegis í gær höfðu allir þingflokkar nema sjálfstæðismenn tilnefnt sína fulltrúa. Nöfn væntanlegra nefndarmanna eru birt hér til hliðar. Með lögunum, sem Alþingi setti í gær, var ákveðið að kosning þingmannanefndarinnar skuli rjúfa fyrningu hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð á sama hátt og ef þingið hefði kosið sérstaka rannsóknarnefnd til að fjalla um embættisbrot ráðherra. Brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast almennt á þremur árum. Lögunum frá í gær er ætlað að lengja þann frest um allt að eitt ári. Þingmenn Hreyfingarinnar sátu hjá en þingmenn úr öðrum flokkum stóðu að afgreiðslu málsins í gær. Breytingartillögur Þórs Saari, fyrir hönd Hreyfingarinnar, um að nefnd fimm valinkunnra einstaklinga utan þings yrði falið að fjalla um mál sem snerta þingmenn, ráðherra og fjölskyldur þeirra, vöktu hörð viðbrögð. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu, Þuríður Backman, VG, og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, lögðust á eitt um að mótmæla málflutningi Þórs. Siv sagði tillögur hans sýndarmennsku. Óþolandi væri að sitja undir því hvernig Þór Saari talaði niður til þingmanna og „sýndi Alþingi puttann“. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira