Var rannsóknarskýrsla lífeyrissjóðanna tilbúin í vor? 26. ágúst 2010 06:00 Landssamtök lífeyrissjóða tilkynntu föstudaginn 20.08.2010 að ríkissáttasemjari hefði skipað rannsóknarnefnd um starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu. Megin markmið nefndarinnar er að rannsaka fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna. Það hljómar mjög vel að skoða eigi starfsemi lífeyrissjóðanna. Það eitt að frumkvæðið komi frá Landssamtökunum vakti aftur á móti undrun mína þar sem ég trúi að lífeyrissjóðirnir láti ekki gera svona skýrslu nema að niðurstaðan sé þegar tryggð? Aðkoma ríkissáttasemjara er ein og sér sérstök en hvernig kom Hrafn Bragason, fyrrverandi hæstaréttardómari, til sögunnar í huga sáttasemjara? Hrafn er eflaust vel að sér í lögum. En var Hrafn Bragason, formaður nefndarinnar, ekki leiðbeinandi nýráðins starfsmanns nefndarinnar, Kristjáns Geirs Péturssonar, þegar Kristján skrifaði meistaraprófsritgerð er heitir „Lífeyrissjóðir sem hluthafar“ og kom út 4.5.2010? Fram kemur á netslóðinni, http://skemman.is/item/view/1946/4925 að ritgerðin fjalli einmitt um áþekk atriði sem nú á að fara rannsaka, eins og fjárfestingastefnu, lagalegt umhverfi og stjórnkerfi sjóðanna. Þegar þannig er, að nú þegar er til skýrsla sem fjallar um sömu mál, unnin af sömu aðilum og sæti eiga í nefndinni þá vakna frekari spurningar um þau atriði er ríkissáttasemjari átti að hafa til grundvallar við skipun aðila í nefndina. Eru þeir Hrafn og Kristján hæfir til verksins? Hvers vegna valdi ríkissáttasemjari Hrafn? Voru það kannski Landssamtök lífeyrissjóða sem hlutuðust til um hverjir völdust í nefndina? Hver eru raunveruleg tengsl þessara manna við Landssamtökin og lífeyrissjóðina? Hafa þessir ágætu menn ekki þegið greiðslur fyrir meistaraprófsritgerð Kristjáns frá Lífeyrissjóðunum? Er það álit mitt að best sé að þessi nefnd ljúki nú þegar störfum og hið opinbera sýni almenningi í landinu þann sóma að hlutast til um að fram fari opinber rannsókn á Lífeyrissjóðunum þar sem ekkert verði dregið undan og engum hlíft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Landssamtök lífeyrissjóða tilkynntu föstudaginn 20.08.2010 að ríkissáttasemjari hefði skipað rannsóknarnefnd um starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu. Megin markmið nefndarinnar er að rannsaka fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna. Það hljómar mjög vel að skoða eigi starfsemi lífeyrissjóðanna. Það eitt að frumkvæðið komi frá Landssamtökunum vakti aftur á móti undrun mína þar sem ég trúi að lífeyrissjóðirnir láti ekki gera svona skýrslu nema að niðurstaðan sé þegar tryggð? Aðkoma ríkissáttasemjara er ein og sér sérstök en hvernig kom Hrafn Bragason, fyrrverandi hæstaréttardómari, til sögunnar í huga sáttasemjara? Hrafn er eflaust vel að sér í lögum. En var Hrafn Bragason, formaður nefndarinnar, ekki leiðbeinandi nýráðins starfsmanns nefndarinnar, Kristjáns Geirs Péturssonar, þegar Kristján skrifaði meistaraprófsritgerð er heitir „Lífeyrissjóðir sem hluthafar“ og kom út 4.5.2010? Fram kemur á netslóðinni, http://skemman.is/item/view/1946/4925 að ritgerðin fjalli einmitt um áþekk atriði sem nú á að fara rannsaka, eins og fjárfestingastefnu, lagalegt umhverfi og stjórnkerfi sjóðanna. Þegar þannig er, að nú þegar er til skýrsla sem fjallar um sömu mál, unnin af sömu aðilum og sæti eiga í nefndinni þá vakna frekari spurningar um þau atriði er ríkissáttasemjari átti að hafa til grundvallar við skipun aðila í nefndina. Eru þeir Hrafn og Kristján hæfir til verksins? Hvers vegna valdi ríkissáttasemjari Hrafn? Voru það kannski Landssamtök lífeyrissjóða sem hlutuðust til um hverjir völdust í nefndina? Hver eru raunveruleg tengsl þessara manna við Landssamtökin og lífeyrissjóðina? Hafa þessir ágætu menn ekki þegið greiðslur fyrir meistaraprófsritgerð Kristjáns frá Lífeyrissjóðunum? Er það álit mitt að best sé að þessi nefnd ljúki nú þegar störfum og hið opinbera sýni almenningi í landinu þann sóma að hlutast til um að fram fari opinber rannsókn á Lífeyrissjóðunum þar sem ekkert verði dregið undan og engum hlíft.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar