Fótbolti

Ronaldinho skoraði tvö í kveðjuleik landa síns og AC Milan vann Juve 3-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronaldinho fagnar öðru marka sinna með Leonardo.
Ronaldinho fagnar öðru marka sinna með Leonardo. Mynd/AP
Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði tvö mörk fyrir AC Milan sem vann í kvöld 3-0 sigur á Juventus í síðasta leik liðanna í ítölsku deildinni á þessu tímabili. Þetta var einnig síðasti leikur AC Milan undir stjórn Leonardo sem tilkynnti fyrir leikinn að hann myndi hætta með liðið.

Varnarmaðurinn Luca Antonini, sem lék í stað Alessandro Nesta, kom AC Milan í 1-0 eftir 14 mínútna leik. Ronaldinho skoraði annað markið fimmtán mínútum seinna eftir sendingu landa síns Alexandre Pato en þeir voru ekki valdir í HM-hóp Brasilíu sem kom mörgum á óvart.

Ronaldinho innsiglaði síðan sigurinn á 67. mínútu eftir laglegan einleik en hann sagðist eftir leikinn ekki vita það hvort hann myndi vera áfram í herbúðum AC Milan á næsta tímabili.

Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins for meiddur af velli í hálfleik það var ekki ánægjuleg sjón fyrir heimsmeistarana svona skömmy fyrir HM. Alex Manninger, fyrrum markvörður Arsenal, kom í markið í staðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×