Fótbolti

Francesco Totti hitti Russell Crowe í Colosseum fyrir leikinn á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Francesco Totti, fyrirliði Roma-liðsins.
Francesco Totti, fyrirliði Roma-liðsins. Mynd/AP

Leikmenn Roma ætla greinilega að reyna sækja sér kraft og baráttuanda til skylmingaþrælanna í Rómaveldi fyrir lokaumferðina í ítölsku deildinni á morgun ef marka má hvar fyrirliði liðsins eyddi gærdeginum. Roma er í keppni um ítalska titilinn við Jose Mourinho og lærisveina hans í Inter Milan.

Francesco Totti, fyrirliði Roma-liðsins, hitti nefnilega Russell Crowe í Colosseum, heimsfræga hringleikahúsinu í Róm þar sem skylmingarþrælarnir börðust jafnan í Rómarveldi.

Francesco Totti og Russell Crowe voru saman í myndatöku á þessum sögufræga stað en fáir leikmenn eru vinsælli meðal stuðningsmanna sinna liða en Totti er í Rómarborg.

Russell Crowe lék einmitt aðalhlutverkið í myndinni Gladiator sem fjallar um sögu skylmingarþræls í Rómarveldi.

Inter er með tveimur stigum meira en Roma og nægir að vinna Chievo á útivelli en Roma þarf að vinna sinn leik á móti Siena og treysta síðan á hagstæð úrslit.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×