Fótbolti

Sneijder telur að Hiddink taki við Inter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink. Nordic Photos / Getty Images
Wesley Sneijder, leikmaður Evrópumeistara Inter, telur að landi hans, Guus Hiddink, muni taka við þjálfun liðsins af Jose Mourinho.

Talið er mjög líklegt að Mourinho hætti von bráðar hjá Inter og taki við Real Madrid á Spáni. En Sneijder telur að það myndi passa vel að fá Hiddink í stað Mourinho.

„Þeim ferst það báðum vel úr hendi að hvetja leikmenn áfram en allra mikilvægast er að þeir báðir einbeita sér að tæknilegu hlið knattspyrnunnar sem hefur afar jákvæð áhrif á sjálfstraust leikmanna," sagði Sneijder við ítalska fjölmiðla.

„Hiddink býr yfir mikilli reynslu enda þjálfað bæði Real Madrid og Chelsea. Hann vann svo allt með PSV Eindhoven árið 1988. Hann myndi standa sig mjög vel hjá Inter."

Hiddink var síðast landsliðsþjálfari Rússlands en hefur þegar tekið að sér að þjálfa landslið Tyrklands eftir HM í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×