Blikakonur töpuðu 0-3 í fyrri leiknum á móti Juvisy Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2010 17:43 Fanndís Friðriksdóttir í leiknum í dag. Mynd/Pjetur Breiðablikskonur töpuðu 0-3 fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Franska liðið var mun sterkara liðið og baráttuglaðar Blikakonur komust lítið áleiðis í sóknarleik sínum. Róðurinn verður því þungur fyrir Breiðabliksliðið í seinni leiknum í Frakklandi eftir þrjár vikur. Það tók franska liðið ekki nema sjö mínútur að komast yfir í leiknum. Laëtitia Tonazzi sem hafði tveimur mínútum áður átt gott færi af markteig, fiskaði núna aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn. Þar steig reynsluboltinn Sandrine Soubeyrand fram og skoraði með föstu skoti án þess að Birna Kristjansdóttir kæmi neinum vörnum við. Blikar áttu sitt besta færi í hálfleiknum eftir hornspyrnu á 23. mínútu þegar umrædd Sandrine Soubeyrand varði þrumuskot Hörpu Þorsteinsdóttur á marklínu en einhverjir vildu eflaust meina að hún hafi notað hendurnar en ekkert var þó dæmt. Franska liðið var með ágæt tök á leiknum og átti nokkrar hættulegar sóknir til viðbótar en Blikastelpur náðu ekki að nýta sér næginlega vel þegar þær fengu tækifæri á skyndisóknum. Vitlausar ákvarðanir og rangstöður sáu til þess að liðið náði ekki að skapa sér nein færi þrátt fyrir lofandi sóknir. Fyrirliðinn Sandrine Soubeyrand stýrði leiknum af miðjunni eins og hún er þekkt fyrir og franska liðið skapaði auk þess ávallt hættu í föstum leikatriðum. Birna Kristjansdóttir var mjög óörugg í Blikamarkinu framan af leik en óx ásmegin eftir því sem leið á á leikinn og varði nokkrum sinnum mjög vel í seinni hálfleiknum. Hún gerði hinsvegar slæm mistök í öðru markinu þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. Markið kom aðeins nokkrum sekúndum eftir að Blikarnir höfðu farið illa með lofandi skyndisókn en í stað þess að jafna leikinn fengu þær á sig ódýrt annað mark. Laëtitia Tonazzi innsiglaði síðan 3-0 sigur franska liðsins sem skoti utarlega úr teignum eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Sandrine Soubeyrand. Franska liðið var með góð tök á leiknum allan tímann og þrátt fyrir að Blikastúlkur hafi barist vel þá var þeim refsað með tveimur mörkum í lokin þegar þær fóru að þreytast. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi eftir þrjár vikur og það er lítið í stöðunni fyrir Blikaliðið en að sækja sér í góða reynslu og spila fyrir stoltið. Raunhæfur möguleiki á sæti í 16 liða úrslitunum er hinsvegar úr sögunni. Breiðablik - Juvisy Essonne 0-3Mörkin: 0-1 Sandrine Soubeyrand, aukaspyrna (7.) 0-2 Gaëtane Thiney, langskot (72.) 0-3 Laëtitia Tonazzi (78.)Tölfræðin: Skot (á mark): 1-22 (1-12) Varin skot: Birna - Audrey Malet 0 Horn: 1-10 Aukaspyrnur fengnar: 5-15 Rangstæður: 5-2Breiðablik: Birna Kristjansdóttir Ásta Eir Árnadóttir (84., Ásta Einarsdóttir) Anna Birna Þorvardardóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Hildur Sif Hauksdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (80., Þórdís Sigfúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdottir Harpa Þorsteinsdóttir (89., Sigrún Inga Ólafsdóttir) Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira
Breiðablikskonur töpuðu 0-3 fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Franska liðið var mun sterkara liðið og baráttuglaðar Blikakonur komust lítið áleiðis í sóknarleik sínum. Róðurinn verður því þungur fyrir Breiðabliksliðið í seinni leiknum í Frakklandi eftir þrjár vikur. Það tók franska liðið ekki nema sjö mínútur að komast yfir í leiknum. Laëtitia Tonazzi sem hafði tveimur mínútum áður átt gott færi af markteig, fiskaði núna aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn. Þar steig reynsluboltinn Sandrine Soubeyrand fram og skoraði með föstu skoti án þess að Birna Kristjansdóttir kæmi neinum vörnum við. Blikar áttu sitt besta færi í hálfleiknum eftir hornspyrnu á 23. mínútu þegar umrædd Sandrine Soubeyrand varði þrumuskot Hörpu Þorsteinsdóttur á marklínu en einhverjir vildu eflaust meina að hún hafi notað hendurnar en ekkert var þó dæmt. Franska liðið var með ágæt tök á leiknum og átti nokkrar hættulegar sóknir til viðbótar en Blikastelpur náðu ekki að nýta sér næginlega vel þegar þær fengu tækifæri á skyndisóknum. Vitlausar ákvarðanir og rangstöður sáu til þess að liðið náði ekki að skapa sér nein færi þrátt fyrir lofandi sóknir. Fyrirliðinn Sandrine Soubeyrand stýrði leiknum af miðjunni eins og hún er þekkt fyrir og franska liðið skapaði auk þess ávallt hættu í föstum leikatriðum. Birna Kristjansdóttir var mjög óörugg í Blikamarkinu framan af leik en óx ásmegin eftir því sem leið á á leikinn og varði nokkrum sinnum mjög vel í seinni hálfleiknum. Hún gerði hinsvegar slæm mistök í öðru markinu þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. Markið kom aðeins nokkrum sekúndum eftir að Blikarnir höfðu farið illa með lofandi skyndisókn en í stað þess að jafna leikinn fengu þær á sig ódýrt annað mark. Laëtitia Tonazzi innsiglaði síðan 3-0 sigur franska liðsins sem skoti utarlega úr teignum eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Sandrine Soubeyrand. Franska liðið var með góð tök á leiknum allan tímann og þrátt fyrir að Blikastúlkur hafi barist vel þá var þeim refsað með tveimur mörkum í lokin þegar þær fóru að þreytast. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi eftir þrjár vikur og það er lítið í stöðunni fyrir Blikaliðið en að sækja sér í góða reynslu og spila fyrir stoltið. Raunhæfur möguleiki á sæti í 16 liða úrslitunum er hinsvegar úr sögunni. Breiðablik - Juvisy Essonne 0-3Mörkin: 0-1 Sandrine Soubeyrand, aukaspyrna (7.) 0-2 Gaëtane Thiney, langskot (72.) 0-3 Laëtitia Tonazzi (78.)Tölfræðin: Skot (á mark): 1-22 (1-12) Varin skot: Birna - Audrey Malet 0 Horn: 1-10 Aukaspyrnur fengnar: 5-15 Rangstæður: 5-2Breiðablik: Birna Kristjansdóttir Ásta Eir Árnadóttir (84., Ásta Einarsdóttir) Anna Birna Þorvardardóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Hildur Sif Hauksdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (80., Þórdís Sigfúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdottir Harpa Þorsteinsdóttir (89., Sigrún Inga Ólafsdóttir)
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira