Fótbolti

Udinese vann Inter á San Siro

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mauricio Isla fagnar sigurmarki sínu.
Mauricio Isla fagnar sigurmarki sínu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Udinese komst upp að hlið AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á Inter Milan á San Siro í kvöld. Bæði AC Milan og Udinese eru með 27 stig en AC Milan heldur toppsætinu á betri markatölu.

Það hefur lítið gengið hjá Inter Milan í deildinni á þessu tímabili en þetta var sjötta tap liðsins í aðeins tólf leikjum í Seríu A á leiktíðinni.

Sílemaðurinn Mauricio Isla skoraði sigurmark Udinese á 73. mínútu leiksins en Udinese-liðið hefur unnuð fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum.

Napoli hitaði upp fyrir mikilvægan leik í Meistaradeildinni í næstu viku með því að vinna 4-2 sigur á Lecce. Edison Cavani skoraði tvö marka liðsins ein hin gerðu þeir Ezequiel Lavezzi og Blerim Dzemaili. Napoli var komið í 3-0 í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×