Almenn vaxtaniðurgreiðsla til stuðnings íbúðaeigendum Steingrímur J. Sigfússon skrifar 3. maí 2011 06:00 Hátt í þriðjungur landsmanna varð þess var nú um mánaðamótin að lögð var inn á bankareikning þeirra sérstök vaxtaniðurgreiðsla. Þann 1. maí voru greiddar út sérstakar bætur til tæplega 97 þúsund einstaklinga og eru útgjöld ríkissjóðs vegna útgreiðslunnar um 3 mia. kr. (um 5% af heildargreiðslum heimilanna á ári vegna íbúðalána). Síðari hluti útgreiðslu þessa árs verður greiddur út í ágústmánuði. Að hámarki nemur endurgreiðslan vegna sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu 200 þ. kr. hjá einstaklingum en 300 þ. kr. hjá einstæðum foreldrum og hjónum/sambýlisfólki. Þessar greiðslur eru hluti af og í samræmi við þær aðgerðir, sem kynntar voru af hálfu ríkisstjórnar, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða þann 3. desember 2010, til að mæta skuldavanda heimilanna í kjölfar efnahagshrunsins. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða um leiðir til að tryggja fjármögnun hinna síðartöldu á þessum greiðslum í samræmi við desembersamkomulagið. Við gerð samkomulagsins var litið til þess að nauðsynlegt væri í kjölfar efnahagshrunsins að koma til móts við fólk með lán vegna húsnæðisöflunar með almennum hætti. Vandi fjölmargra húsnæðiseigenda til skamms tíma er greiðsluvandi og er því aukin útgreiðsla vaxtabóta afar áhrifarík leið til að mæta þeim vanda. Í heild er gert ráð fyrir að kostnaður vegna vaxtabóta í ár verði um 18 mia. kr. Það þýðir að niðurgreiðsla ríkissjóðs á kostnaði heimilanna vegna húsnæðislána er nálægt 1/3 af gjöldunum (í heild er hann 60 mia. kr.). Ísland er því fremst í flokki OECD-ríkja þegar kemur að vaxtaniðurgreiðslu húsnæðislána, en afar fá, ef nokkur önnur ríki innan OECD eyða rúmlega 1% af landsframleiðslu sinni í slíkar niðurgreiðslur. Eins og fram hefur komið eru hinar nýju bætur greiddar út til mikils fjölda húsnæðiseigenda. Hinn hefðbundni hluti vaxtabótakerfisins er annars eðlis þar sem í þeim hluta eru innbyggðar tekjuskerðingarreglur. Það þýðir að lág- og millitekjuhópar njóta góðs af honum en í tilviki tekjulægstu hópanna mun vaxtaniðurgreiðsla ríkisins nema um 80% af heildarvaxtagjöldum viðkomandi. Hjá hjónum getur hámarksgreiðsla vaxtabóta numið 900 þúsund krónum en áður en farið var út í skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar gat sú upphæð að hámarki verið 400 þúsund krónur. Þetta er því meiri en 120% aukning á hæstu útgreiðslu vaxtabóta. Ásakanir þess efnis að ekkert hafi verið komið til móts við skuldsetta íbúðaeigendur eru því harla innistæðulitlar þegar þessar staðreyndar eru ljósar. Hinar sérstöku vaxtaniðurgreiðslur verða við lýði á árunum 2011 og 2012. Eftir þann tíma er gert ráð fyrir að skuldaúrvinnsluaðgerðum, sbr. hin fjölþættu úrræði sem í boði eru, verði almennt lokið, húsnæðisverð verði þá tekið að hækka og hagvöxtur að skila meiri tekjum og auknum kaupmætti. Þá skiptir ekki litlu máli sá árangur sem náðst hefur við að ná niður vöxtum og verðbólgu, en hvort tveggja mældist um 18% þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Þessir tveir þættir, háir vextir og mikil verðbólga, reyndust íbúðaeigendum mjög íþyngjandi. Húsnæðis- og bílakaupalán í erlendri mynt eða með gjaldeyrisviðmiðun eru svo kapítuli út af fyrir sig. Í því tilviki er einnig að greiðast úr málum og því ríkar ástæður til að ætla að erfiðasta tímabil efnahagshrunsins fyrir íbúðaeigendur sé senn að baki. Er það vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Hátt í þriðjungur landsmanna varð þess var nú um mánaðamótin að lögð var inn á bankareikning þeirra sérstök vaxtaniðurgreiðsla. Þann 1. maí voru greiddar út sérstakar bætur til tæplega 97 þúsund einstaklinga og eru útgjöld ríkissjóðs vegna útgreiðslunnar um 3 mia. kr. (um 5% af heildargreiðslum heimilanna á ári vegna íbúðalána). Síðari hluti útgreiðslu þessa árs verður greiddur út í ágústmánuði. Að hámarki nemur endurgreiðslan vegna sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu 200 þ. kr. hjá einstaklingum en 300 þ. kr. hjá einstæðum foreldrum og hjónum/sambýlisfólki. Þessar greiðslur eru hluti af og í samræmi við þær aðgerðir, sem kynntar voru af hálfu ríkisstjórnar, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða þann 3. desember 2010, til að mæta skuldavanda heimilanna í kjölfar efnahagshrunsins. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða um leiðir til að tryggja fjármögnun hinna síðartöldu á þessum greiðslum í samræmi við desembersamkomulagið. Við gerð samkomulagsins var litið til þess að nauðsynlegt væri í kjölfar efnahagshrunsins að koma til móts við fólk með lán vegna húsnæðisöflunar með almennum hætti. Vandi fjölmargra húsnæðiseigenda til skamms tíma er greiðsluvandi og er því aukin útgreiðsla vaxtabóta afar áhrifarík leið til að mæta þeim vanda. Í heild er gert ráð fyrir að kostnaður vegna vaxtabóta í ár verði um 18 mia. kr. Það þýðir að niðurgreiðsla ríkissjóðs á kostnaði heimilanna vegna húsnæðislána er nálægt 1/3 af gjöldunum (í heild er hann 60 mia. kr.). Ísland er því fremst í flokki OECD-ríkja þegar kemur að vaxtaniðurgreiðslu húsnæðislána, en afar fá, ef nokkur önnur ríki innan OECD eyða rúmlega 1% af landsframleiðslu sinni í slíkar niðurgreiðslur. Eins og fram hefur komið eru hinar nýju bætur greiddar út til mikils fjölda húsnæðiseigenda. Hinn hefðbundni hluti vaxtabótakerfisins er annars eðlis þar sem í þeim hluta eru innbyggðar tekjuskerðingarreglur. Það þýðir að lág- og millitekjuhópar njóta góðs af honum en í tilviki tekjulægstu hópanna mun vaxtaniðurgreiðsla ríkisins nema um 80% af heildarvaxtagjöldum viðkomandi. Hjá hjónum getur hámarksgreiðsla vaxtabóta numið 900 þúsund krónum en áður en farið var út í skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar gat sú upphæð að hámarki verið 400 þúsund krónur. Þetta er því meiri en 120% aukning á hæstu útgreiðslu vaxtabóta. Ásakanir þess efnis að ekkert hafi verið komið til móts við skuldsetta íbúðaeigendur eru því harla innistæðulitlar þegar þessar staðreyndar eru ljósar. Hinar sérstöku vaxtaniðurgreiðslur verða við lýði á árunum 2011 og 2012. Eftir þann tíma er gert ráð fyrir að skuldaúrvinnsluaðgerðum, sbr. hin fjölþættu úrræði sem í boði eru, verði almennt lokið, húsnæðisverð verði þá tekið að hækka og hagvöxtur að skila meiri tekjum og auknum kaupmætti. Þá skiptir ekki litlu máli sá árangur sem náðst hefur við að ná niður vöxtum og verðbólgu, en hvort tveggja mældist um 18% þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Þessir tveir þættir, háir vextir og mikil verðbólga, reyndust íbúðaeigendum mjög íþyngjandi. Húsnæðis- og bílakaupalán í erlendri mynt eða með gjaldeyrisviðmiðun eru svo kapítuli út af fyrir sig. Í því tilviki er einnig að greiðast úr málum og því ríkar ástæður til að ætla að erfiðasta tímabil efnahagshrunsins fyrir íbúðaeigendur sé senn að baki. Er það vel.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun