Fjarar undan litlum gjaldmiðlum 8. nóvember 2011 06:00 Mikið hefur verið ritað og rætt um gjaldeyrismál að undanförnu. Ástæðan er sú að það hriktir í undirstöðum efnahagskerfis heimsins og menn eru ekki sammála hvert stefnir. Undirritaður skrifaði stutta grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem ég benti á þá staðreynd að jafnvel öflugir gjaldmiðlar eins og svissneski frankinn eiga undir högg að sækja. Skúli Sveinsson lögfræðingur sá ástæðu til að svara þessari grein minni og taldi mig vera að lofsyngja evruna. Ekki veit ég hvernig hann les það út úr grein minni því ég bendi einungis á þá staðreynd að svissnesk yfirvöld telja sig ekki geta lengur haldið úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Því hafi þeir ákveðið að tengja gjaldmiðil sinn við evruna til að tryggja samkeppnishæfni landsins. Hins vegar dreg ég engan dul á það að ég tel að hag okkar Íslendinga væri betur borgið með evru en með núverandi fyrirkomulagi. Ég er líka þess fullviss að evran mun lifa þessar hremmingar af og verða sterkari gjaldmiðill fyrir vikið. Sparsemi og fyrirhyggja Svisslendinga er á margan hátt til fyrirmyndar enda þekki ég það af eigin raun eftir að hafa búið þar í landi. Nú hafa svissnesk yfirvöld hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að breyta þurfi um stefnu því gamlar aðferðir dugi ekki í samþættu alþjóðlegu hagkerfi. Þess vegna er það dálítið skondið að Skúli vilji að við tökum upp gamlar aðferðir Svisslendinga að safna gríðarmiklum innlendum sparnaði til að standa við bakið á innlendum gjaldmiðli. Ekki þannig að ég hafi neitt á móti innlendum sparnaði en það er gríðarlega dýrt að halda úti stórum gjaldeyrisvarasjóði. Þar með værum við að binda mikla fjármuni sem væri betur varið til að byggja upp innlent atvinnulíf. Hin leiðin er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru í kjölfarið. Þar með kæmumst við í skjól evrópska seðlabankans og nytum góðs af gjaldeyrisvarasjóði hans. Ýmsir hagfræðingar hafa spáð því að innan ekki margra áratuga verði einungis nokkrir gjaldmiðlar í gangi í heiminum. Þegar eru þreifingar í gangi varðandi aukið samstarf ríkja í S-Ameríku í efnahagsmálum og einnig ríkja í SA-Asíu. Of snemmt er spá um hve náið þetta samstarf verður en mér finnst ekki líklegt að íslensk króna verði ein af þeim myntum sem verði ofan á þegar gjaldmiðlar framtíðarinnar munu þróast á næstu áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið ritað og rætt um gjaldeyrismál að undanförnu. Ástæðan er sú að það hriktir í undirstöðum efnahagskerfis heimsins og menn eru ekki sammála hvert stefnir. Undirritaður skrifaði stutta grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem ég benti á þá staðreynd að jafnvel öflugir gjaldmiðlar eins og svissneski frankinn eiga undir högg að sækja. Skúli Sveinsson lögfræðingur sá ástæðu til að svara þessari grein minni og taldi mig vera að lofsyngja evruna. Ekki veit ég hvernig hann les það út úr grein minni því ég bendi einungis á þá staðreynd að svissnesk yfirvöld telja sig ekki geta lengur haldið úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Því hafi þeir ákveðið að tengja gjaldmiðil sinn við evruna til að tryggja samkeppnishæfni landsins. Hins vegar dreg ég engan dul á það að ég tel að hag okkar Íslendinga væri betur borgið með evru en með núverandi fyrirkomulagi. Ég er líka þess fullviss að evran mun lifa þessar hremmingar af og verða sterkari gjaldmiðill fyrir vikið. Sparsemi og fyrirhyggja Svisslendinga er á margan hátt til fyrirmyndar enda þekki ég það af eigin raun eftir að hafa búið þar í landi. Nú hafa svissnesk yfirvöld hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að breyta þurfi um stefnu því gamlar aðferðir dugi ekki í samþættu alþjóðlegu hagkerfi. Þess vegna er það dálítið skondið að Skúli vilji að við tökum upp gamlar aðferðir Svisslendinga að safna gríðarmiklum innlendum sparnaði til að standa við bakið á innlendum gjaldmiðli. Ekki þannig að ég hafi neitt á móti innlendum sparnaði en það er gríðarlega dýrt að halda úti stórum gjaldeyrisvarasjóði. Þar með værum við að binda mikla fjármuni sem væri betur varið til að byggja upp innlent atvinnulíf. Hin leiðin er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru í kjölfarið. Þar með kæmumst við í skjól evrópska seðlabankans og nytum góðs af gjaldeyrisvarasjóði hans. Ýmsir hagfræðingar hafa spáð því að innan ekki margra áratuga verði einungis nokkrir gjaldmiðlar í gangi í heiminum. Þegar eru þreifingar í gangi varðandi aukið samstarf ríkja í S-Ameríku í efnahagsmálum og einnig ríkja í SA-Asíu. Of snemmt er spá um hve náið þetta samstarf verður en mér finnst ekki líklegt að íslensk króna verði ein af þeim myntum sem verði ofan á þegar gjaldmiðlar framtíðarinnar munu þróast á næstu áratugum.
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun