Erfðabreytt matvæli og afneitun áhættunnar 13. desember 2011 06:00 Í grein sinni í Fbl. 1. des. sl. heldur Jón Hallsson áfram umræðu okkar um erfðabreytt matvæli og reynir að kasta rýrð á rannsókn franska vísindamannsins G.E. Seralini o.fl. frá 2009 sem ég vísaði til í grein 23. nóv. Niðurstaða Seralini var að gögn sem líftæknirisinn Monsanto afhenti ESB í því skyni að afla ræktunarleyfis á erfðabreyttum Bt-maís væru ótraust. Engan þarf að undra þótt Monsanto og EFSA (Matvælaöryggisstofnun Evrópu sem annast áhættumat fyrir framkvæmdanefnd ESB) hafi hafnað niðurstöðum Seralini. EFSA er nefnilega ekki eins „óháð“ og Jón heldur fram. Stofnunin hefur sætt vaxandi gagnrýni fyrir gallaðar aðferðir og skort á sjálfstæði. Samkvæmt athugun Corporate Europe Observatory, sem notar viðmið OECD, höfðu meir en helmingur (12 af 21) fulltrúa í sérfræðiráði EFSA um erfðabreyttar lífverur hagsmunatengsl við líftækniiðnaðinn þegar ráðið tók hina umdeildu ákvörðun 2009 um að mæla með ræktun á erfðabreyttum kartöflum. Ungverjaland hefur nú stefnt ESB fyrir Evrópudómstólinn fyrir að leyfa ræktun erfðabreyttra kartaflna á grundvelli gallaðs áhættumats. Austurríki, Lúxembúrg, Pólland og Frakkland gerðust aðilar að kærunni. Jón kvartar undan því að Greenpeace hafi fjármagnað rannsóknir Seralini o.fl. sem ég vísaði til. Hér fatast Jóni því hann ruglar saman tveimur aðgreindum rannsóknarverkefnum. Sænska landbúnaðarstofnunin ásamt Greenpeace o.fl. fóru í mál fyrir þýskum rétti til að knýja Monsanto til þess að opinbera gögn sem fyrirtækið beitti til að fá ræktunarleyfi á Bt-maís í Evrópu. Eftir sigur í því máli bauðst Greenpeace til að styrkja vísindalega úttekt á þessum gögnum. Seralini var falið að stýra henni sakir sjálfstæðis hans, þekkingar og hæfni á sviði sameindalíffræði. Jón lætur ekki þar við sitja og spyr hvort stuðningur Greenpeace við rannsóknina „hafi haft áhrif á niðurstöður Seralini o.fl.“ Gættu þín Jón að herma nú ekki um of eftir hegðun líftækniiðnaðarins sem þú segist ekki vilja láta spyrða þig við. Franski líftækniiðnaðurinn undir forystu Marc Fellous, forseta franska plöntulíftæknisambandsins, hleypti af stokkunum herferð til ófrægingar á Seralini, sem brást við með því að höfða meiðyrðamál á hendur Fellous fyrir frönskum rétti. Seralini vann málið í janúar á þessu ári. Umkvörtun Jóns um endurtekin ósannindi ætti hann fremur að beina til líftækniiðnaðarins í stað þess að beina henni að mér. Ekki er rúm til umfjöllunar um allar staðhæfingar sem iðnaðurinn hamrar á um erfðabreyttar afurðir og reynst hafa ósannar. Ein slík síbylja er að erfðabreyttar plöntur dragi úr eiturefnanotkun. Svonefndar Ht-plöntur eru plöntur sem erfðabreytt var til að þola eiturefni svo unnt sé að eyða samkeppni frá illgresi og öðrum plöntum. Svonefndar Bt-plöntur eru þær sem erfðabreytt var til að framleiða Bt-eitur sem drepur skordýr sem sækja í viðkomandi plöntur. Eftir því sem illgresi myndar ónæmi fyrir illgresiseyði og skordýr verða ónæmari fyrir Bt-eitri þurfa bændur að grípa til meiri og öflugri eiturefna til að ráða niðurlögum ofurillgresis og ofurskordýra. Rannsóknir Dr. C. Benbrook staðfesta, á grundvelli opinberra talnagagna, að ræktun erfðabreyttra plantna hefur haft í för með sér gríðarlegra aukningu á eiturefnanotkun í bandarískum landbúnaði. Þannig er talið að eiturefnanotkun hafi verið 144.000 tonnum meiri á fyrstu 13 árum erfðabreyttrar ræktunar (1996-2008) en verið hefði, ef erfðabreyttar Ht- og Bt-plöntur hefðu ekki verið ræktaðar. Á þeim tíma var árleg aukning á notkun glyphosates (illgresiseiturs) 18% í bómullarrækt, 10% í sojaræktun og 4% í maísræktun. Ræktun erfðabreyttra lífvera hefur aukið eiturefnanotkun sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lýðheilsu. Rannsókn sem gerð var á vegum Sherbrooke háskólasjúkrahússins í Kanada greindi þrjár tegundir eiturefna sem tengjast ræktun erfðabreyttra plantna í blóðsermi kvenna. Glyphosate og gluphosinate sem notuð eru til illgresiseyðingar í ræktun Ht-plantna og Bt-eitur úr Bt-plöntum fundust í blóðsermi óþungaðra kvenna. Þá fannst Bt-eitur í blóðsermi ófrískra kvenna og fóstra þeirra. Þetta varpar skugga á áhættumat EFSA sem jafnan hefur haldið því fram að Bt-eiturprótein brotni niður við meltingu erfðabreyttra matvæla. Kanadíska rannsóknin bendir til þess að próteinið í heild, ekki bara brot af DNA, komist í gegnum meltingarveginn og inn í blóðið. Nú er mikilvægt að EFSA endurskoði aðferðir sínar við áhættumat og að sjálfstæðir vísindamenn verði fengnir til að rannsaka heilsufarsáhrif þess að glyphosate, glufosinate og Bt-eitur berist í blóð neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Í grein sinni í Fbl. 1. des. sl. heldur Jón Hallsson áfram umræðu okkar um erfðabreytt matvæli og reynir að kasta rýrð á rannsókn franska vísindamannsins G.E. Seralini o.fl. frá 2009 sem ég vísaði til í grein 23. nóv. Niðurstaða Seralini var að gögn sem líftæknirisinn Monsanto afhenti ESB í því skyni að afla ræktunarleyfis á erfðabreyttum Bt-maís væru ótraust. Engan þarf að undra þótt Monsanto og EFSA (Matvælaöryggisstofnun Evrópu sem annast áhættumat fyrir framkvæmdanefnd ESB) hafi hafnað niðurstöðum Seralini. EFSA er nefnilega ekki eins „óháð“ og Jón heldur fram. Stofnunin hefur sætt vaxandi gagnrýni fyrir gallaðar aðferðir og skort á sjálfstæði. Samkvæmt athugun Corporate Europe Observatory, sem notar viðmið OECD, höfðu meir en helmingur (12 af 21) fulltrúa í sérfræðiráði EFSA um erfðabreyttar lífverur hagsmunatengsl við líftækniiðnaðinn þegar ráðið tók hina umdeildu ákvörðun 2009 um að mæla með ræktun á erfðabreyttum kartöflum. Ungverjaland hefur nú stefnt ESB fyrir Evrópudómstólinn fyrir að leyfa ræktun erfðabreyttra kartaflna á grundvelli gallaðs áhættumats. Austurríki, Lúxembúrg, Pólland og Frakkland gerðust aðilar að kærunni. Jón kvartar undan því að Greenpeace hafi fjármagnað rannsóknir Seralini o.fl. sem ég vísaði til. Hér fatast Jóni því hann ruglar saman tveimur aðgreindum rannsóknarverkefnum. Sænska landbúnaðarstofnunin ásamt Greenpeace o.fl. fóru í mál fyrir þýskum rétti til að knýja Monsanto til þess að opinbera gögn sem fyrirtækið beitti til að fá ræktunarleyfi á Bt-maís í Evrópu. Eftir sigur í því máli bauðst Greenpeace til að styrkja vísindalega úttekt á þessum gögnum. Seralini var falið að stýra henni sakir sjálfstæðis hans, þekkingar og hæfni á sviði sameindalíffræði. Jón lætur ekki þar við sitja og spyr hvort stuðningur Greenpeace við rannsóknina „hafi haft áhrif á niðurstöður Seralini o.fl.“ Gættu þín Jón að herma nú ekki um of eftir hegðun líftækniiðnaðarins sem þú segist ekki vilja láta spyrða þig við. Franski líftækniiðnaðurinn undir forystu Marc Fellous, forseta franska plöntulíftæknisambandsins, hleypti af stokkunum herferð til ófrægingar á Seralini, sem brást við með því að höfða meiðyrðamál á hendur Fellous fyrir frönskum rétti. Seralini vann málið í janúar á þessu ári. Umkvörtun Jóns um endurtekin ósannindi ætti hann fremur að beina til líftækniiðnaðarins í stað þess að beina henni að mér. Ekki er rúm til umfjöllunar um allar staðhæfingar sem iðnaðurinn hamrar á um erfðabreyttar afurðir og reynst hafa ósannar. Ein slík síbylja er að erfðabreyttar plöntur dragi úr eiturefnanotkun. Svonefndar Ht-plöntur eru plöntur sem erfðabreytt var til að þola eiturefni svo unnt sé að eyða samkeppni frá illgresi og öðrum plöntum. Svonefndar Bt-plöntur eru þær sem erfðabreytt var til að framleiða Bt-eitur sem drepur skordýr sem sækja í viðkomandi plöntur. Eftir því sem illgresi myndar ónæmi fyrir illgresiseyði og skordýr verða ónæmari fyrir Bt-eitri þurfa bændur að grípa til meiri og öflugri eiturefna til að ráða niðurlögum ofurillgresis og ofurskordýra. Rannsóknir Dr. C. Benbrook staðfesta, á grundvelli opinberra talnagagna, að ræktun erfðabreyttra plantna hefur haft í för með sér gríðarlegra aukningu á eiturefnanotkun í bandarískum landbúnaði. Þannig er talið að eiturefnanotkun hafi verið 144.000 tonnum meiri á fyrstu 13 árum erfðabreyttrar ræktunar (1996-2008) en verið hefði, ef erfðabreyttar Ht- og Bt-plöntur hefðu ekki verið ræktaðar. Á þeim tíma var árleg aukning á notkun glyphosates (illgresiseiturs) 18% í bómullarrækt, 10% í sojaræktun og 4% í maísræktun. Ræktun erfðabreyttra lífvera hefur aukið eiturefnanotkun sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lýðheilsu. Rannsókn sem gerð var á vegum Sherbrooke háskólasjúkrahússins í Kanada greindi þrjár tegundir eiturefna sem tengjast ræktun erfðabreyttra plantna í blóðsermi kvenna. Glyphosate og gluphosinate sem notuð eru til illgresiseyðingar í ræktun Ht-plantna og Bt-eitur úr Bt-plöntum fundust í blóðsermi óþungaðra kvenna. Þá fannst Bt-eitur í blóðsermi ófrískra kvenna og fóstra þeirra. Þetta varpar skugga á áhættumat EFSA sem jafnan hefur haldið því fram að Bt-eiturprótein brotni niður við meltingu erfðabreyttra matvæla. Kanadíska rannsóknin bendir til þess að próteinið í heild, ekki bara brot af DNA, komist í gegnum meltingarveginn og inn í blóðið. Nú er mikilvægt að EFSA endurskoði aðferðir sínar við áhættumat og að sjálfstæðir vísindamenn verði fengnir til að rannsaka heilsufarsáhrif þess að glyphosate, glufosinate og Bt-eitur berist í blóð neytenda.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun