Herdís, einmitt Ólína Þóra Friðriksdóttir skrifar 11. júní 2012 11:00 Það er mikilvægt að í embætti forseta Íslands veljist manneskja sem er traust og heiðarleg. Manneskja sem leiðir þjóðina frá siðleysi, vantrausti og vonbrigðum hrunsins. Manneskja sem byggir lífssýn sína og vinnu á þeim grundvallar gildum sem nú og alltaf eru okkur svo gríðarlega mikilvæg. Mannréttindum og lýðræði. Þessar grunnstoðir þarf stöðugt að styðja og styrkja. Herdís Þorgeirsdóttir er sá frambjóðandi sem ég vil sjá í embætti forseta Íslands á næsta kjörtímabili. Herdísi upplifi ég sem sterka manneskju. Hún er ákveðin og kröfuhörð, vitur, hugsandi, hefur heilbrigða dómgreind og örugga framkomu. Ég var nemandi Herdísar í Viðskiptaháskólanum á Bifröst, sat hjá henni kúrs um viðskipti og mannréttindi. Herdís var afar áhugasöm um efnið og hafði á því mikla þekkingu. Meðal annars var fjallað um tengsl viðskipta og mannréttindabrota í alþjóðaviðskiptum. Minn hugur opnaðist fyrir þeim raunveruleika að víðsvegar um heiminn misbeita alþjóðafyrirtæki gróflega því valdi sem fjármagnið veitir þeim og maka krókinn á kostnað fólks og náttúru. Hvar sem þau komast upp með það. Frelsi og lýðræði er ekki sjálfgefið, því þarf að sinna og viðhalda. Umræða og upplýsing um þessi mál í tímunum hjá Herdísi hafði áhrif á mig. Einnig var ég, ásamt fleirum, Herdísi til aðstoðar við undirbúning fyrstu ráðstefnunnar sem haldin var undir yfirskriftinni „Tengslanet – Völd til kvenna" sem hún setti upp á Bifröst vorið 2004. Þar kom greinilega fram kjarkur hennar, elja og trú á það sem hún tekur sér fyrir hendur. Þessi kynni mín af Herdísi urðu til þess að þegar hún bauð sig fram til forseta nú í vor, þá hikaði ég ekki við að lýsa yfir stuðningi við hennar framboð. Það er einmitt manneskja með hennar kraft og eiginleika sem við þurfum í embætti forseta Íslands núna. X-Herdís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að í embætti forseta Íslands veljist manneskja sem er traust og heiðarleg. Manneskja sem leiðir þjóðina frá siðleysi, vantrausti og vonbrigðum hrunsins. Manneskja sem byggir lífssýn sína og vinnu á þeim grundvallar gildum sem nú og alltaf eru okkur svo gríðarlega mikilvæg. Mannréttindum og lýðræði. Þessar grunnstoðir þarf stöðugt að styðja og styrkja. Herdís Þorgeirsdóttir er sá frambjóðandi sem ég vil sjá í embætti forseta Íslands á næsta kjörtímabili. Herdísi upplifi ég sem sterka manneskju. Hún er ákveðin og kröfuhörð, vitur, hugsandi, hefur heilbrigða dómgreind og örugga framkomu. Ég var nemandi Herdísar í Viðskiptaháskólanum á Bifröst, sat hjá henni kúrs um viðskipti og mannréttindi. Herdís var afar áhugasöm um efnið og hafði á því mikla þekkingu. Meðal annars var fjallað um tengsl viðskipta og mannréttindabrota í alþjóðaviðskiptum. Minn hugur opnaðist fyrir þeim raunveruleika að víðsvegar um heiminn misbeita alþjóðafyrirtæki gróflega því valdi sem fjármagnið veitir þeim og maka krókinn á kostnað fólks og náttúru. Hvar sem þau komast upp með það. Frelsi og lýðræði er ekki sjálfgefið, því þarf að sinna og viðhalda. Umræða og upplýsing um þessi mál í tímunum hjá Herdísi hafði áhrif á mig. Einnig var ég, ásamt fleirum, Herdísi til aðstoðar við undirbúning fyrstu ráðstefnunnar sem haldin var undir yfirskriftinni „Tengslanet – Völd til kvenna" sem hún setti upp á Bifröst vorið 2004. Þar kom greinilega fram kjarkur hennar, elja og trú á það sem hún tekur sér fyrir hendur. Þessi kynni mín af Herdísi urðu til þess að þegar hún bauð sig fram til forseta nú í vor, þá hikaði ég ekki við að lýsa yfir stuðningi við hennar framboð. Það er einmitt manneskja með hennar kraft og eiginleika sem við þurfum í embætti forseta Íslands núna. X-Herdís.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar