Stuðningsgrein: Jóna og séra Jón Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 27. júní 2012 21:00 Tugþúsundir Íslendinga hafa þegar tekið afstöðu með einhverjum frambjóðenda til forseta. Þúsundir vinna að framboði og reyna að fá fleiri til fylgis. Þeir eru alls konar. Sumir eru skráðir í pólitískan flokk, sumir þola ekki pólitík. Margir punga út aur í kosningasjóði enda kosta ferðir og auglýsingar sitt. Flestir frambjóðendur borga brúsann að hluta til sjálfir og fá afganginn úr kosningasjóði. Sumir hafa sett þak á eyðsluna. En þetta er ójafn leikur. Einn frambjóðandi hefur sérstöðu. Hann heyr sína baráttu á ríflegum launum frá okkur öllum á meðan keppinautar hans verða að gera hlé á brauðstritinu og leita eftir stuðningi frá almenningi eða steypa sér í skuldir. Hann ferðast á milli kjördæma á launum frá ríkinu, heldur ræður og hittir fólk. Hann er forsetinn og vill endilega halda áfram að vera forseti. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann talaði yfir fiskvinnslufólki í Grindavík og reyndi að ýta undir ríg á milli landsbyggðar og borgar um leið og hann talaði niður alþingismennina okkar. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann gaf í skyn að einn sterkasti mótframbjóðandinn væri skrautdúkka og laug vísvitandi upp á eiginmann hennar. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann gaf í skyn að hann væri sá eini sem gæti stöðvað ríkisstjórnina í að framselja sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta er maðurinn sem var á launum frá okkur þegar hann reyndi að sannfæra erlenda ráðamenn um ágæti íslenskra fjárglæframanna löngu eftir að í óefni var komið. Reyndar hefur hann verið ótrúlega lengi á launum hjá þjóðinni. Hann var áður þingmaður (formaður um skeið) og fjármálaráðherra fyrir Alþýðubandalagið en það var löngu eftir að hann hrökklaðist úr Framsóknarflokknum úrkula vonar um að komast þar til valda. Hann hefur því starfað meira og minna í pólitíska geiranum. Í ljósi þessa er ótrúlegt að það séu einmitt stuðningsmenn Ólafs sem hafa talað mest um að kosningabarátta Þóru Arnórsdóttur sé af pólitískum toga og borguð af hagsmunaaðilum. Á heimasíðu framboðs Þóru er gefið upp að 93% framlaga koma frá einstaklingum, flest á bilinu 3 til 5 þúsund krónur. Fimm framlög eru á milli 200 – 400 þúsund krónur. Mér er til efs að hægt sé að kaupa neitunarvald forseta fyrir 400 þúsund. Það er hins vegar rétt hjá þeim að framboð Þóru sé kostað af hagsmunaaðilum. Það er fólk eins og ég og þú af því að hagsmunum okkar er einmitt betur borgið með nýjan forseta. Forseta sem hefur aðra forgangsröðun, er ekki búinn að brenna brýrnar að baki sér og hefur ekki skipað sér í flokk með einum eða neinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Tugþúsundir Íslendinga hafa þegar tekið afstöðu með einhverjum frambjóðenda til forseta. Þúsundir vinna að framboði og reyna að fá fleiri til fylgis. Þeir eru alls konar. Sumir eru skráðir í pólitískan flokk, sumir þola ekki pólitík. Margir punga út aur í kosningasjóði enda kosta ferðir og auglýsingar sitt. Flestir frambjóðendur borga brúsann að hluta til sjálfir og fá afganginn úr kosningasjóði. Sumir hafa sett þak á eyðsluna. En þetta er ójafn leikur. Einn frambjóðandi hefur sérstöðu. Hann heyr sína baráttu á ríflegum launum frá okkur öllum á meðan keppinautar hans verða að gera hlé á brauðstritinu og leita eftir stuðningi frá almenningi eða steypa sér í skuldir. Hann ferðast á milli kjördæma á launum frá ríkinu, heldur ræður og hittir fólk. Hann er forsetinn og vill endilega halda áfram að vera forseti. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann talaði yfir fiskvinnslufólki í Grindavík og reyndi að ýta undir ríg á milli landsbyggðar og borgar um leið og hann talaði niður alþingismennina okkar. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann gaf í skyn að einn sterkasti mótframbjóðandinn væri skrautdúkka og laug vísvitandi upp á eiginmann hennar. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann gaf í skyn að hann væri sá eini sem gæti stöðvað ríkisstjórnina í að framselja sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta er maðurinn sem var á launum frá okkur þegar hann reyndi að sannfæra erlenda ráðamenn um ágæti íslenskra fjárglæframanna löngu eftir að í óefni var komið. Reyndar hefur hann verið ótrúlega lengi á launum hjá þjóðinni. Hann var áður þingmaður (formaður um skeið) og fjármálaráðherra fyrir Alþýðubandalagið en það var löngu eftir að hann hrökklaðist úr Framsóknarflokknum úrkula vonar um að komast þar til valda. Hann hefur því starfað meira og minna í pólitíska geiranum. Í ljósi þessa er ótrúlegt að það séu einmitt stuðningsmenn Ólafs sem hafa talað mest um að kosningabarátta Þóru Arnórsdóttur sé af pólitískum toga og borguð af hagsmunaaðilum. Á heimasíðu framboðs Þóru er gefið upp að 93% framlaga koma frá einstaklingum, flest á bilinu 3 til 5 þúsund krónur. Fimm framlög eru á milli 200 – 400 þúsund krónur. Mér er til efs að hægt sé að kaupa neitunarvald forseta fyrir 400 þúsund. Það er hins vegar rétt hjá þeim að framboð Þóru sé kostað af hagsmunaaðilum. Það er fólk eins og ég og þú af því að hagsmunum okkar er einmitt betur borgið með nýjan forseta. Forseta sem hefur aðra forgangsröðun, er ekki búinn að brenna brýrnar að baki sér og hefur ekki skipað sér í flokk með einum eða neinum.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun