Fótbolti

Walter Samuel þekkir ekkert annað en að vinna AC Milan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Argentínumaðurinn Walter Samuel þekkir ekkert annað en að vinna "Derby della Madonnina" eða borgarslaginn í Mílanó upp á íslenska tungu. Samuel skoraði eina markið þegar Inter Milan vann AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Walter Samuel hefur spilað með Inter Milan frá árinu 2005 og Inter hefur unnið alla tíu deildarleiki sína á móti AC Milan með hann innanborðs. Samuel hefur aftur á móti misst af sex innbyrðisleikjum liðanna í A-deildinni og AC Milan hefur unnið þá alla.

Samuel skoraði sigurmark sitt með skalla eftir aukaspyrnu frá Esteban Cambiasso en markið kom strax á 3. mínútu leiksins. það er hægt að sjá markið með því að smella hér fyrir ofan.

Hér fyrir neðan er síðan listi yfir borgarslagina í Mílanó undanfarin ár sundurliðað í þá leiki sem Walter Samuel hefur spilað og þá leiki sem hann hefur misst af. Þetta er mögnuð tölfræði hjá þessum 34 ára gamla miðverði.

Leikir með Walter Samuel

11-12-2005 - Inter vann 3-2

28-10-2006 - Inter vann 4-3

11-03-2007 - Inter vann 2-1

23-12-2007 - Inter vann 2-1

15-02-2009 - Inter vann 2-1

29-08-2009 - Inter vann 4-0

24-01-2010 - Inter vann 2-0

15-01-2012 - Inter vann 1-0

06-05-2012 - Inter vann 4-2

07-10-2012 - Inter vann 1-0

Leikir án Walter Samuel

14-04-2006 - AC Milan vann 1-0

04-05-2008 - AC Milan vann 2-1

28-09-2008 - AC Milan vann 1-0

14-11-2010 - AC Milan vann 1-0

02-04-2011 - AC Milan vann 3-0

06-08-2011 - AC Milan vann 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×