Ný reglugerð markar tímamót Svandís Svavarsdóttir skrifar 26. janúar 2012 06:00 Ný byggingarreglugerð sem hefur litið dagsins ljós er sérlega yfirgripsmikil og tekur til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings. Ýmis nýmæli eru í nýju reglugerðinni, s.s. aukin áhersla á aðgengismál. Þar er stuðst við svokallaða algilda hönnun, sem gerir ráð fyrir að mannvirki séu þannig úr garði gerð að þau henti öllum – ekki aðeins þeim sem hafa fulla heilsu. Áætlað er að minnst tíu prósent íbúa landsins búi við varanlega hreyfihömlun eða annars konar fötlun og auk þess hefur fjöldi fólks skerta hreyfigetu vegna aldurs eða tímabundinna aðstæðna. Sérstaklega skal taka tillit til þessa við hönnun mannvirkja samkvæmt reglugerðinni. Þá eru auknar kröfur um sjálfbærni í mannvirkjagerð , t.d. um einangrun, flokkun byggingaúrgangs, endingu og um að umhverfisáhrifum byggingarinnar sé haldið í lágmarki. Betri orkunýting er einnig sett á oddinn, sem er mikilvægt neytendamál, því þótt Íslendingar hafi löngum státað af ódýrri og endurnýjanlegri orku er ljóst að orkuverð fer hækkandi. Neytendavernd er reyndar almennt gert hátt undir höfði því lögð er áhersla á að standa vörð um verðmætar eignir almennings með því að stuðla að endingu og hagkvæmni. M.a. er gert ráð fyrir markvissara og samræmdara eftirliti í mannvirkjagerð en áður. Þannig eru líkur auknar á því að ný hús uppfylli væntingar kaupenda og dregið úr hættu á göllum. Innleiðing gæðastjórnunarkerfa í starfsemi byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara þjóna sama markmiði. Ákvæði sem snerta þessa þætti eiga jafnframt að leiða til sparnaðar. Öryggiskröfur eru auknar í nýju reglugerðinni, ekki síst hvað varðar öryggi barna. Sérstakur kafli er um hollustu, heilsu og umhverfi – þar sem m.a. er tekið á raka í húsum. Þá eru kröfur um hljóðvist auknar til muna, með sérstakri áherslu á skóla og aðra staði þar sem börn dvelja og einnig á sjúkrahús. Byggingarreglugerð er dæmi um regluverk sem fæst okkar þurfa að eiga við dags daglega, en hún er gríðarlega mikilvæg, því þar eru lagðar línurnar fyrir megnið af því manngerða umhverfi sem við verjum tíma okkar í. Miklu skiptir að þetta umhverfi sé sem best úr garði gert. Nýja reglugerðin er stórt skref fram á við sem mun bæta lífsskilyrði almennings til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ný byggingarreglugerð sem hefur litið dagsins ljós er sérlega yfirgripsmikil og tekur til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings. Ýmis nýmæli eru í nýju reglugerðinni, s.s. aukin áhersla á aðgengismál. Þar er stuðst við svokallaða algilda hönnun, sem gerir ráð fyrir að mannvirki séu þannig úr garði gerð að þau henti öllum – ekki aðeins þeim sem hafa fulla heilsu. Áætlað er að minnst tíu prósent íbúa landsins búi við varanlega hreyfihömlun eða annars konar fötlun og auk þess hefur fjöldi fólks skerta hreyfigetu vegna aldurs eða tímabundinna aðstæðna. Sérstaklega skal taka tillit til þessa við hönnun mannvirkja samkvæmt reglugerðinni. Þá eru auknar kröfur um sjálfbærni í mannvirkjagerð , t.d. um einangrun, flokkun byggingaúrgangs, endingu og um að umhverfisáhrifum byggingarinnar sé haldið í lágmarki. Betri orkunýting er einnig sett á oddinn, sem er mikilvægt neytendamál, því þótt Íslendingar hafi löngum státað af ódýrri og endurnýjanlegri orku er ljóst að orkuverð fer hækkandi. Neytendavernd er reyndar almennt gert hátt undir höfði því lögð er áhersla á að standa vörð um verðmætar eignir almennings með því að stuðla að endingu og hagkvæmni. M.a. er gert ráð fyrir markvissara og samræmdara eftirliti í mannvirkjagerð en áður. Þannig eru líkur auknar á því að ný hús uppfylli væntingar kaupenda og dregið úr hættu á göllum. Innleiðing gæðastjórnunarkerfa í starfsemi byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara þjóna sama markmiði. Ákvæði sem snerta þessa þætti eiga jafnframt að leiða til sparnaðar. Öryggiskröfur eru auknar í nýju reglugerðinni, ekki síst hvað varðar öryggi barna. Sérstakur kafli er um hollustu, heilsu og umhverfi – þar sem m.a. er tekið á raka í húsum. Þá eru kröfur um hljóðvist auknar til muna, með sérstakri áherslu á skóla og aðra staði þar sem börn dvelja og einnig á sjúkrahús. Byggingarreglugerð er dæmi um regluverk sem fæst okkar þurfa að eiga við dags daglega, en hún er gríðarlega mikilvæg, því þar eru lagðar línurnar fyrir megnið af því manngerða umhverfi sem við verjum tíma okkar í. Miklu skiptir að þetta umhverfi sé sem best úr garði gert. Nýja reglugerðin er stórt skref fram á við sem mun bæta lífsskilyrði almennings til muna.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar