Ásgeir, Vigdís og Kristján gátu þetta 1. mars 2012 06:00 Stundum er sagt um stjórnmálamenn og aðra leiðtoga að þeir þekki illa sinn vitjunartíma. Kannski er það rétt. Stundum er líka sagt að þeir kunni öðrum fremur þá list að segja eitt en meina annað. Kannski er það líka rétt. En svo kemur líka fyrir að þeir ákveða að láta gott heita og segja það svo ekki verður um villst. Það gátu forsetar Íslands, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir til dæmis á sínum tíma. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, lést á forsetastóli en í nýársávarpi sínu 1. janúar 1968 tilkynnti eftirmaður hans, Ásgeir Ásgeirsson, „svo ekki verði um villst" eins og hann komst að orði, að hann yrði ekki í kjöri við forsetakosningar síðar um árið. Bætti Ásgeir svo við: „Ekki skaltu freista Drottins Guðs þín og þá ekki heldur þjóðar þinnar með þrásetu. En það kalla ég þrásetu að sjá ekki sitt aldursmark. Nýjar kynslóðir vaxa upp en vér sem erum á áttræðisaldri vöxum fram af." Fyrsta dag ársins 1980 tilkynnti Kristján Eldjárn, sem tók við af Ásgeiri Ásgeirssyni tólf árum fyrr, um sín framtíðaráform. Veður voru þá válynd í stjórnmálum. Um leið og Kristján staðfesti það sem flestir þóttust vita, að hann hygðist láta af embætti forseta Íslands, viðurkenndi hann þess vegna að sitthvað hefði mátt vera í fastari skorðum í þjóðlífinu „nú þegar ég tilkynni þetta til þess að enginn þurfi að velkjast í vafa." Svo sagði Kristján Eldjárn: „En stundarástand getur ekki breytt því sem þegar er fastákveðið. Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Velunnarar Kristjáns skoruðu á hann að skipta um skoðun. Hann hvikaði hvergi. Vigdís Finnbogadóttir varð forseti og sat næstu 16 ár. Í nýársávarpi sínu 1. janúar 1996 tilkynnti Vigdís að hún yrði ekki í kjöri við forsetakosningar um sumarið: „Ég hef við ótal tækifæri fundið til þess að Íslendingar láta sér annt um embætti forseta Íslands. Það er um leið ljóst að það er ekki sjálfgefið hvernig forsetaembætti skuli sinnt og verður ekki. Þar veldur hver á heldur, eins og sjálfsagt er." Við tók Ólafur Ragnar Grímsson, umdeildur, kappsamur, metnaðargjarn og duglegur í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Stundum hefur hann vart getað leynt því að honum hafi í sumu þótt lítt til forvera sinna koma þó að hann bæti við að breytt aldarfar skipti einnig máli. „Þessi gamli siður," sagði Ólafur eitt sinn, „að forsetinn héldi sig bara til hlés og segði helst ekki neitt, nema örfá skipti á ári, hann á kannski ekki við í þessu samfélagi sem við búum við í dag." Allt er í heiminum hverfult. Kannski eiga gamlar dyggðir eins og hógværð, lítillæti og sjálfsgagnrýni ekki heldur við um okkar daga. Veldur hver á heldur, það gildir um samfélög jafnt sem forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stundum er sagt um stjórnmálamenn og aðra leiðtoga að þeir þekki illa sinn vitjunartíma. Kannski er það rétt. Stundum er líka sagt að þeir kunni öðrum fremur þá list að segja eitt en meina annað. Kannski er það líka rétt. En svo kemur líka fyrir að þeir ákveða að láta gott heita og segja það svo ekki verður um villst. Það gátu forsetar Íslands, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir til dæmis á sínum tíma. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, lést á forsetastóli en í nýársávarpi sínu 1. janúar 1968 tilkynnti eftirmaður hans, Ásgeir Ásgeirsson, „svo ekki verði um villst" eins og hann komst að orði, að hann yrði ekki í kjöri við forsetakosningar síðar um árið. Bætti Ásgeir svo við: „Ekki skaltu freista Drottins Guðs þín og þá ekki heldur þjóðar þinnar með þrásetu. En það kalla ég þrásetu að sjá ekki sitt aldursmark. Nýjar kynslóðir vaxa upp en vér sem erum á áttræðisaldri vöxum fram af." Fyrsta dag ársins 1980 tilkynnti Kristján Eldjárn, sem tók við af Ásgeiri Ásgeirssyni tólf árum fyrr, um sín framtíðaráform. Veður voru þá válynd í stjórnmálum. Um leið og Kristján staðfesti það sem flestir þóttust vita, að hann hygðist láta af embætti forseta Íslands, viðurkenndi hann þess vegna að sitthvað hefði mátt vera í fastari skorðum í þjóðlífinu „nú þegar ég tilkynni þetta til þess að enginn þurfi að velkjast í vafa." Svo sagði Kristján Eldjárn: „En stundarástand getur ekki breytt því sem þegar er fastákveðið. Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Velunnarar Kristjáns skoruðu á hann að skipta um skoðun. Hann hvikaði hvergi. Vigdís Finnbogadóttir varð forseti og sat næstu 16 ár. Í nýársávarpi sínu 1. janúar 1996 tilkynnti Vigdís að hún yrði ekki í kjöri við forsetakosningar um sumarið: „Ég hef við ótal tækifæri fundið til þess að Íslendingar láta sér annt um embætti forseta Íslands. Það er um leið ljóst að það er ekki sjálfgefið hvernig forsetaembætti skuli sinnt og verður ekki. Þar veldur hver á heldur, eins og sjálfsagt er." Við tók Ólafur Ragnar Grímsson, umdeildur, kappsamur, metnaðargjarn og duglegur í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Stundum hefur hann vart getað leynt því að honum hafi í sumu þótt lítt til forvera sinna koma þó að hann bæti við að breytt aldarfar skipti einnig máli. „Þessi gamli siður," sagði Ólafur eitt sinn, „að forsetinn héldi sig bara til hlés og segði helst ekki neitt, nema örfá skipti á ári, hann á kannski ekki við í þessu samfélagi sem við búum við í dag." Allt er í heiminum hverfult. Kannski eiga gamlar dyggðir eins og hógværð, lítillæti og sjálfsgagnrýni ekki heldur við um okkar daga. Veldur hver á heldur, það gildir um samfélög jafnt sem forseta.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun