Jöfnuður eykst 28. mars 2012 08:00 Nú liggur fyrir með skýrum hætti að tekjujöfnuður á Íslandi hefur aukist umtalsvert í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ný skýrsla frá Hagstofunni um tekjudreifingu landsmanna sýnir þetta greinilega. Mæling Hagstofunnar sýnir hvernig tekjur Íslendinga dreifðust á árinu 2011 en þessar tekjumælingar hófust árið 2004. Tekjudreifingin á árinu 2011 var jafnari en hún hefur verið frá árinu 2004. Tekjuhæsti fimmtungur landsmanna hafði á árinu 2011 um 3,3 sinnum hærri tekjur en sá lægsti. Til samanburðar var þetta hlutfall 4,2 árið 2009. Gini-stuðullinn svokallaði, sem er annar mælikvarði á tekjudreifingu, var 23,6 á nýliðnu ári en fór hæst í 29,6 í lok valdatíma Sjálfstæðisflokksins 2009. Þessi þróun er afar jákvæð að mínu mati. Ísland er komið aftur heim, heim í hóp norrænna jafnaðarsamfélaga. Hagstofutölurnar ættu ekki að koma á óvart. Ofurlaun í fjármálatengdum greinum hafa að mestu horfið enda reyndust heldur betur fúnar undirstöður undir þeim. Tekjudreifingin nú er heilbrigðari en hún var á góðæristímanum. Staðan í dag er orðin mun líkari því sem áður sást á Íslandi. Nú eru skipstjórar og yfirmenn á fengsælustu fiskiskipunum í hópi þeirra tekjuhæstu, sú var hins vegar ekki raunin á góðæristímanum svokallaða. Í skýrslu Hagstofunnar kemur jafnframt fram að árið 2011 voru 13,6% Íslendinga undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun. Árið 2010 var Ísland með lægsta hlutfallið meðal þeirra Evrópulanda sem standa að þessari tegund af mælingu. Ekki svo slæmt að eiga Evrópumet af því tagi í landi sem er að koma út úr mestu kreppu sögu sinnar sem sjálfstæðs ríkis. Þessar tölur undirstrika að stefna stjórnvalda um að jafna kjörin á erfiðum tímum er nú að ganga eftir. Þetta hefur náðst fram með margvíslegum aðgerðum, m.a. með hækkuðum vaxtabótum, því að hafa hlíft velferðarkerfinu eins og kostur er fyrir niðurskurði, en einkum og sér í lagi þó skattkerfisbreytingum. Þrepaskiptur tekjuskattur sem hefur varið hina tekjulægstu fyrir skattahækkunum, frítekjumark í fjármagnstekjuskatti sem hlífir venjulegum sparnaði og margt fleira á allt þátt í þeirri tekjujöfnun sem niðurstöður Hagstofunnar staðfesta. Skylt er að nefna líka útfærslu undangenginna kjarasamninga sem hafa lyft lægstu launum umfram almennar hækkanir. Með öllu þessu höfum við náð að verja velferðarsamfélagið okkar á erfiðum tímum. Með auknum hagvexti og minnkandi atvinnuleysi á næstu árum munum við vonandi geta aukið kaupmátt og lækkað enn frekar hlutfall þeirra sem lenda undir ofangreindum lágtekjumörkum eða eru í hættu á félagslegri einangrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir með skýrum hætti að tekjujöfnuður á Íslandi hefur aukist umtalsvert í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ný skýrsla frá Hagstofunni um tekjudreifingu landsmanna sýnir þetta greinilega. Mæling Hagstofunnar sýnir hvernig tekjur Íslendinga dreifðust á árinu 2011 en þessar tekjumælingar hófust árið 2004. Tekjudreifingin á árinu 2011 var jafnari en hún hefur verið frá árinu 2004. Tekjuhæsti fimmtungur landsmanna hafði á árinu 2011 um 3,3 sinnum hærri tekjur en sá lægsti. Til samanburðar var þetta hlutfall 4,2 árið 2009. Gini-stuðullinn svokallaði, sem er annar mælikvarði á tekjudreifingu, var 23,6 á nýliðnu ári en fór hæst í 29,6 í lok valdatíma Sjálfstæðisflokksins 2009. Þessi þróun er afar jákvæð að mínu mati. Ísland er komið aftur heim, heim í hóp norrænna jafnaðarsamfélaga. Hagstofutölurnar ættu ekki að koma á óvart. Ofurlaun í fjármálatengdum greinum hafa að mestu horfið enda reyndust heldur betur fúnar undirstöður undir þeim. Tekjudreifingin nú er heilbrigðari en hún var á góðæristímanum. Staðan í dag er orðin mun líkari því sem áður sást á Íslandi. Nú eru skipstjórar og yfirmenn á fengsælustu fiskiskipunum í hópi þeirra tekjuhæstu, sú var hins vegar ekki raunin á góðæristímanum svokallaða. Í skýrslu Hagstofunnar kemur jafnframt fram að árið 2011 voru 13,6% Íslendinga undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun. Árið 2010 var Ísland með lægsta hlutfallið meðal þeirra Evrópulanda sem standa að þessari tegund af mælingu. Ekki svo slæmt að eiga Evrópumet af því tagi í landi sem er að koma út úr mestu kreppu sögu sinnar sem sjálfstæðs ríkis. Þessar tölur undirstrika að stefna stjórnvalda um að jafna kjörin á erfiðum tímum er nú að ganga eftir. Þetta hefur náðst fram með margvíslegum aðgerðum, m.a. með hækkuðum vaxtabótum, því að hafa hlíft velferðarkerfinu eins og kostur er fyrir niðurskurði, en einkum og sér í lagi þó skattkerfisbreytingum. Þrepaskiptur tekjuskattur sem hefur varið hina tekjulægstu fyrir skattahækkunum, frítekjumark í fjármagnstekjuskatti sem hlífir venjulegum sparnaði og margt fleira á allt þátt í þeirri tekjujöfnun sem niðurstöður Hagstofunnar staðfesta. Skylt er að nefna líka útfærslu undangenginna kjarasamninga sem hafa lyft lægstu launum umfram almennar hækkanir. Með öllu þessu höfum við náð að verja velferðarsamfélagið okkar á erfiðum tímum. Með auknum hagvexti og minnkandi atvinnuleysi á næstu árum munum við vonandi geta aukið kaupmátt og lækkað enn frekar hlutfall þeirra sem lenda undir ofangreindum lágtekjumörkum eða eru í hættu á félagslegri einangrun.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun