Jöfnuður eykst 28. mars 2012 08:00 Nú liggur fyrir með skýrum hætti að tekjujöfnuður á Íslandi hefur aukist umtalsvert í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ný skýrsla frá Hagstofunni um tekjudreifingu landsmanna sýnir þetta greinilega. Mæling Hagstofunnar sýnir hvernig tekjur Íslendinga dreifðust á árinu 2011 en þessar tekjumælingar hófust árið 2004. Tekjudreifingin á árinu 2011 var jafnari en hún hefur verið frá árinu 2004. Tekjuhæsti fimmtungur landsmanna hafði á árinu 2011 um 3,3 sinnum hærri tekjur en sá lægsti. Til samanburðar var þetta hlutfall 4,2 árið 2009. Gini-stuðullinn svokallaði, sem er annar mælikvarði á tekjudreifingu, var 23,6 á nýliðnu ári en fór hæst í 29,6 í lok valdatíma Sjálfstæðisflokksins 2009. Þessi þróun er afar jákvæð að mínu mati. Ísland er komið aftur heim, heim í hóp norrænna jafnaðarsamfélaga. Hagstofutölurnar ættu ekki að koma á óvart. Ofurlaun í fjármálatengdum greinum hafa að mestu horfið enda reyndust heldur betur fúnar undirstöður undir þeim. Tekjudreifingin nú er heilbrigðari en hún var á góðæristímanum. Staðan í dag er orðin mun líkari því sem áður sást á Íslandi. Nú eru skipstjórar og yfirmenn á fengsælustu fiskiskipunum í hópi þeirra tekjuhæstu, sú var hins vegar ekki raunin á góðæristímanum svokallaða. Í skýrslu Hagstofunnar kemur jafnframt fram að árið 2011 voru 13,6% Íslendinga undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun. Árið 2010 var Ísland með lægsta hlutfallið meðal þeirra Evrópulanda sem standa að þessari tegund af mælingu. Ekki svo slæmt að eiga Evrópumet af því tagi í landi sem er að koma út úr mestu kreppu sögu sinnar sem sjálfstæðs ríkis. Þessar tölur undirstrika að stefna stjórnvalda um að jafna kjörin á erfiðum tímum er nú að ganga eftir. Þetta hefur náðst fram með margvíslegum aðgerðum, m.a. með hækkuðum vaxtabótum, því að hafa hlíft velferðarkerfinu eins og kostur er fyrir niðurskurði, en einkum og sér í lagi þó skattkerfisbreytingum. Þrepaskiptur tekjuskattur sem hefur varið hina tekjulægstu fyrir skattahækkunum, frítekjumark í fjármagnstekjuskatti sem hlífir venjulegum sparnaði og margt fleira á allt þátt í þeirri tekjujöfnun sem niðurstöður Hagstofunnar staðfesta. Skylt er að nefna líka útfærslu undangenginna kjarasamninga sem hafa lyft lægstu launum umfram almennar hækkanir. Með öllu þessu höfum við náð að verja velferðarsamfélagið okkar á erfiðum tímum. Með auknum hagvexti og minnkandi atvinnuleysi á næstu árum munum við vonandi geta aukið kaupmátt og lækkað enn frekar hlutfall þeirra sem lenda undir ofangreindum lágtekjumörkum eða eru í hættu á félagslegri einangrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir með skýrum hætti að tekjujöfnuður á Íslandi hefur aukist umtalsvert í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ný skýrsla frá Hagstofunni um tekjudreifingu landsmanna sýnir þetta greinilega. Mæling Hagstofunnar sýnir hvernig tekjur Íslendinga dreifðust á árinu 2011 en þessar tekjumælingar hófust árið 2004. Tekjudreifingin á árinu 2011 var jafnari en hún hefur verið frá árinu 2004. Tekjuhæsti fimmtungur landsmanna hafði á árinu 2011 um 3,3 sinnum hærri tekjur en sá lægsti. Til samanburðar var þetta hlutfall 4,2 árið 2009. Gini-stuðullinn svokallaði, sem er annar mælikvarði á tekjudreifingu, var 23,6 á nýliðnu ári en fór hæst í 29,6 í lok valdatíma Sjálfstæðisflokksins 2009. Þessi þróun er afar jákvæð að mínu mati. Ísland er komið aftur heim, heim í hóp norrænna jafnaðarsamfélaga. Hagstofutölurnar ættu ekki að koma á óvart. Ofurlaun í fjármálatengdum greinum hafa að mestu horfið enda reyndust heldur betur fúnar undirstöður undir þeim. Tekjudreifingin nú er heilbrigðari en hún var á góðæristímanum. Staðan í dag er orðin mun líkari því sem áður sást á Íslandi. Nú eru skipstjórar og yfirmenn á fengsælustu fiskiskipunum í hópi þeirra tekjuhæstu, sú var hins vegar ekki raunin á góðæristímanum svokallaða. Í skýrslu Hagstofunnar kemur jafnframt fram að árið 2011 voru 13,6% Íslendinga undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun. Árið 2010 var Ísland með lægsta hlutfallið meðal þeirra Evrópulanda sem standa að þessari tegund af mælingu. Ekki svo slæmt að eiga Evrópumet af því tagi í landi sem er að koma út úr mestu kreppu sögu sinnar sem sjálfstæðs ríkis. Þessar tölur undirstrika að stefna stjórnvalda um að jafna kjörin á erfiðum tímum er nú að ganga eftir. Þetta hefur náðst fram með margvíslegum aðgerðum, m.a. með hækkuðum vaxtabótum, því að hafa hlíft velferðarkerfinu eins og kostur er fyrir niðurskurði, en einkum og sér í lagi þó skattkerfisbreytingum. Þrepaskiptur tekjuskattur sem hefur varið hina tekjulægstu fyrir skattahækkunum, frítekjumark í fjármagnstekjuskatti sem hlífir venjulegum sparnaði og margt fleira á allt þátt í þeirri tekjujöfnun sem niðurstöður Hagstofunnar staðfesta. Skylt er að nefna líka útfærslu undangenginna kjarasamninga sem hafa lyft lægstu launum umfram almennar hækkanir. Með öllu þessu höfum við náð að verja velferðarsamfélagið okkar á erfiðum tímum. Með auknum hagvexti og minnkandi atvinnuleysi á næstu árum munum við vonandi geta aukið kaupmátt og lækkað enn frekar hlutfall þeirra sem lenda undir ofangreindum lágtekjumörkum eða eru í hættu á félagslegri einangrun.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun