Geta allir grætt á Húnavallaleið? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 5. júní 2012 06:00 Möguleg stytting Hringvegarins um 14 km fram hjá Blönduósi hefur verið kölluð Húnavallaleið. Leiðin tekur af einn hættulegasta kafla Hringvegarins í Langadal. Austur-Húnvetningar hafa lagst gegn henni, sérstaklega Blönduósingar. Telja þeir að þeir tapi á því að Hringvegurinn verði ekki í gegnum bæinn vegna minni þjónustusölu og fleira. Segjum sem svo að það sé rétt þó um það megi deila. Ekki er víst að allir skilji hvað gróðinn er gríðarlegur af styttingunni. Þeir sem græða (vegfarendur), græða miklu meira en þeir sem tapa (Húnvetningar). Í tilfelli sem þessu þar sem nettógróðinn er feikilegur á að vera hægt að bæta þeim upp skaðann sem tapa með því að þeir fái hluta gróðans. Og allir eiga að geta verið ánægðir! En hvernig á að bæta Húnvetningum upp hugsanlegt tap? Hér er ein hugmynd af mörgum mögulegum. Vegstyttingin er hátt í jafnmikil og í tilfelli Vaðlaheiðarganga, umferð er þó minni en kostnaður við framkvæmdina ekki nema brot af kostnaði við Vaðlaheiðargöng. Ef ríkið gerði styttinguna en rukkaði veggjald á nýrri brú yfir Blöndu í 25 ár myndi verkefnið auðveldlega þola að hluti veggjaldsins færi til samfélagsverkefna í héraðinu. Ef t.d. 100 kr. af veggjaldinu rynnu í nýsköpunarsjóð sem eingöngu stæði íbúum í Austur-Húnavatnssýslu til boða þá þýddi það að hægt væri að úthluta úr þeim sjóði til nýsköpunarverkefna um 100.000 kr. á degi hverjum, 35 m.kr. á ári. Líklega myndi verkefnið þola 200 kr. af veggjaldinu eða 200.000 kr. á dag, 70 m.kr. á ári. Þar sem oft er krafist mótframlags þegar sótt er í rannsókna- og nýsköpunarsjóði á landsvísu væri líklega hægt að auka fé til nýsköpunar á svæðinu um enn hærri upphæð en þetta. Hvað þýddi þetta fyrir Blönduós og A-Hún.? Þar yrði kjörið að eiga heima fyrir þá sem eru frumkvöðlar. Í fyrsta lagi myndu heimamenn sem eru hugmyndaríkir og atorkusamir ekki fara burt af svæðinu. Í öðru lagi myndi héraðið soga til sín atorkusamt fólk sem myndi stofna fyrirtæki m.a. í ferðamennsku. Einnig er hægt að hugsa sér fjárfestingarsjóð sem legði fé í atvinnurekstur í héraðinu. Á 25 árum kæmu inn í þann sjóð kannski 850 m.kr. miðað við hundraðkallinn, 1.700 m.kr. miðað við 200 kallinn. Ef sjóðurinn væri eingöngu ávaxtaður á meðan hann væri að byggjast upp yrði hann líklega langt yfir 2 milljörðum króna eftir 25 ár. Hvað er hægt að gera fyrir 2 milljarða í A-Hún.? Vonandi fjárfesta í arðsamri atvinnustarfsemi sem stækkaði sjóðinn enn frekar. Vinna að erlendri fjárfestingu á svæðinu og margt fleira. Slíkur sjóður yrði hlutfallslega gríðarlega sterkur, Skagfirðingar myndu líta öfundaraugum til vesturs en ekki öfugt. Yrði þetta hættulegt fordæmi? Fordæmið yrði vegstytting með mikilli arðsemi með veggjaldi þar sem byggðir í varnarbaráttu teldu sig skaðast. Þannig verkefni eru fá á Íslandi og líklega allt í lagi að ræða hvort sama ætti við í slíkum tilfellum. Því miður hefur umræðan um þessa framkvæmd aldrei snúist um það að allir geti grætt. Samt er algjörlega öruggt að slík útfærsla er til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Mest lesið Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Möguleg stytting Hringvegarins um 14 km fram hjá Blönduósi hefur verið kölluð Húnavallaleið. Leiðin tekur af einn hættulegasta kafla Hringvegarins í Langadal. Austur-Húnvetningar hafa lagst gegn henni, sérstaklega Blönduósingar. Telja þeir að þeir tapi á því að Hringvegurinn verði ekki í gegnum bæinn vegna minni þjónustusölu og fleira. Segjum sem svo að það sé rétt þó um það megi deila. Ekki er víst að allir skilji hvað gróðinn er gríðarlegur af styttingunni. Þeir sem græða (vegfarendur), græða miklu meira en þeir sem tapa (Húnvetningar). Í tilfelli sem þessu þar sem nettógróðinn er feikilegur á að vera hægt að bæta þeim upp skaðann sem tapa með því að þeir fái hluta gróðans. Og allir eiga að geta verið ánægðir! En hvernig á að bæta Húnvetningum upp hugsanlegt tap? Hér er ein hugmynd af mörgum mögulegum. Vegstyttingin er hátt í jafnmikil og í tilfelli Vaðlaheiðarganga, umferð er þó minni en kostnaður við framkvæmdina ekki nema brot af kostnaði við Vaðlaheiðargöng. Ef ríkið gerði styttinguna en rukkaði veggjald á nýrri brú yfir Blöndu í 25 ár myndi verkefnið auðveldlega þola að hluti veggjaldsins færi til samfélagsverkefna í héraðinu. Ef t.d. 100 kr. af veggjaldinu rynnu í nýsköpunarsjóð sem eingöngu stæði íbúum í Austur-Húnavatnssýslu til boða þá þýddi það að hægt væri að úthluta úr þeim sjóði til nýsköpunarverkefna um 100.000 kr. á degi hverjum, 35 m.kr. á ári. Líklega myndi verkefnið þola 200 kr. af veggjaldinu eða 200.000 kr. á dag, 70 m.kr. á ári. Þar sem oft er krafist mótframlags þegar sótt er í rannsókna- og nýsköpunarsjóði á landsvísu væri líklega hægt að auka fé til nýsköpunar á svæðinu um enn hærri upphæð en þetta. Hvað þýddi þetta fyrir Blönduós og A-Hún.? Þar yrði kjörið að eiga heima fyrir þá sem eru frumkvöðlar. Í fyrsta lagi myndu heimamenn sem eru hugmyndaríkir og atorkusamir ekki fara burt af svæðinu. Í öðru lagi myndi héraðið soga til sín atorkusamt fólk sem myndi stofna fyrirtæki m.a. í ferðamennsku. Einnig er hægt að hugsa sér fjárfestingarsjóð sem legði fé í atvinnurekstur í héraðinu. Á 25 árum kæmu inn í þann sjóð kannski 850 m.kr. miðað við hundraðkallinn, 1.700 m.kr. miðað við 200 kallinn. Ef sjóðurinn væri eingöngu ávaxtaður á meðan hann væri að byggjast upp yrði hann líklega langt yfir 2 milljörðum króna eftir 25 ár. Hvað er hægt að gera fyrir 2 milljarða í A-Hún.? Vonandi fjárfesta í arðsamri atvinnustarfsemi sem stækkaði sjóðinn enn frekar. Vinna að erlendri fjárfestingu á svæðinu og margt fleira. Slíkur sjóður yrði hlutfallslega gríðarlega sterkur, Skagfirðingar myndu líta öfundaraugum til vesturs en ekki öfugt. Yrði þetta hættulegt fordæmi? Fordæmið yrði vegstytting með mikilli arðsemi með veggjaldi þar sem byggðir í varnarbaráttu teldu sig skaðast. Þannig verkefni eru fá á Íslandi og líklega allt í lagi að ræða hvort sama ætti við í slíkum tilfellum. Því miður hefur umræðan um þessa framkvæmd aldrei snúist um það að allir geti grætt. Samt er algjörlega öruggt að slík útfærsla er til.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun