Geta allir grætt á Húnavallaleið? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 5. júní 2012 06:00 Möguleg stytting Hringvegarins um 14 km fram hjá Blönduósi hefur verið kölluð Húnavallaleið. Leiðin tekur af einn hættulegasta kafla Hringvegarins í Langadal. Austur-Húnvetningar hafa lagst gegn henni, sérstaklega Blönduósingar. Telja þeir að þeir tapi á því að Hringvegurinn verði ekki í gegnum bæinn vegna minni þjónustusölu og fleira. Segjum sem svo að það sé rétt þó um það megi deila. Ekki er víst að allir skilji hvað gróðinn er gríðarlegur af styttingunni. Þeir sem græða (vegfarendur), græða miklu meira en þeir sem tapa (Húnvetningar). Í tilfelli sem þessu þar sem nettógróðinn er feikilegur á að vera hægt að bæta þeim upp skaðann sem tapa með því að þeir fái hluta gróðans. Og allir eiga að geta verið ánægðir! En hvernig á að bæta Húnvetningum upp hugsanlegt tap? Hér er ein hugmynd af mörgum mögulegum. Vegstyttingin er hátt í jafnmikil og í tilfelli Vaðlaheiðarganga, umferð er þó minni en kostnaður við framkvæmdina ekki nema brot af kostnaði við Vaðlaheiðargöng. Ef ríkið gerði styttinguna en rukkaði veggjald á nýrri brú yfir Blöndu í 25 ár myndi verkefnið auðveldlega þola að hluti veggjaldsins færi til samfélagsverkefna í héraðinu. Ef t.d. 100 kr. af veggjaldinu rynnu í nýsköpunarsjóð sem eingöngu stæði íbúum í Austur-Húnavatnssýslu til boða þá þýddi það að hægt væri að úthluta úr þeim sjóði til nýsköpunarverkefna um 100.000 kr. á degi hverjum, 35 m.kr. á ári. Líklega myndi verkefnið þola 200 kr. af veggjaldinu eða 200.000 kr. á dag, 70 m.kr. á ári. Þar sem oft er krafist mótframlags þegar sótt er í rannsókna- og nýsköpunarsjóði á landsvísu væri líklega hægt að auka fé til nýsköpunar á svæðinu um enn hærri upphæð en þetta. Hvað þýddi þetta fyrir Blönduós og A-Hún.? Þar yrði kjörið að eiga heima fyrir þá sem eru frumkvöðlar. Í fyrsta lagi myndu heimamenn sem eru hugmyndaríkir og atorkusamir ekki fara burt af svæðinu. Í öðru lagi myndi héraðið soga til sín atorkusamt fólk sem myndi stofna fyrirtæki m.a. í ferðamennsku. Einnig er hægt að hugsa sér fjárfestingarsjóð sem legði fé í atvinnurekstur í héraðinu. Á 25 árum kæmu inn í þann sjóð kannski 850 m.kr. miðað við hundraðkallinn, 1.700 m.kr. miðað við 200 kallinn. Ef sjóðurinn væri eingöngu ávaxtaður á meðan hann væri að byggjast upp yrði hann líklega langt yfir 2 milljörðum króna eftir 25 ár. Hvað er hægt að gera fyrir 2 milljarða í A-Hún.? Vonandi fjárfesta í arðsamri atvinnustarfsemi sem stækkaði sjóðinn enn frekar. Vinna að erlendri fjárfestingu á svæðinu og margt fleira. Slíkur sjóður yrði hlutfallslega gríðarlega sterkur, Skagfirðingar myndu líta öfundaraugum til vesturs en ekki öfugt. Yrði þetta hættulegt fordæmi? Fordæmið yrði vegstytting með mikilli arðsemi með veggjaldi þar sem byggðir í varnarbaráttu teldu sig skaðast. Þannig verkefni eru fá á Íslandi og líklega allt í lagi að ræða hvort sama ætti við í slíkum tilfellum. Því miður hefur umræðan um þessa framkvæmd aldrei snúist um það að allir geti grætt. Samt er algjörlega öruggt að slík útfærsla er til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Mest lesið Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Möguleg stytting Hringvegarins um 14 km fram hjá Blönduósi hefur verið kölluð Húnavallaleið. Leiðin tekur af einn hættulegasta kafla Hringvegarins í Langadal. Austur-Húnvetningar hafa lagst gegn henni, sérstaklega Blönduósingar. Telja þeir að þeir tapi á því að Hringvegurinn verði ekki í gegnum bæinn vegna minni þjónustusölu og fleira. Segjum sem svo að það sé rétt þó um það megi deila. Ekki er víst að allir skilji hvað gróðinn er gríðarlegur af styttingunni. Þeir sem græða (vegfarendur), græða miklu meira en þeir sem tapa (Húnvetningar). Í tilfelli sem þessu þar sem nettógróðinn er feikilegur á að vera hægt að bæta þeim upp skaðann sem tapa með því að þeir fái hluta gróðans. Og allir eiga að geta verið ánægðir! En hvernig á að bæta Húnvetningum upp hugsanlegt tap? Hér er ein hugmynd af mörgum mögulegum. Vegstyttingin er hátt í jafnmikil og í tilfelli Vaðlaheiðarganga, umferð er þó minni en kostnaður við framkvæmdina ekki nema brot af kostnaði við Vaðlaheiðargöng. Ef ríkið gerði styttinguna en rukkaði veggjald á nýrri brú yfir Blöndu í 25 ár myndi verkefnið auðveldlega þola að hluti veggjaldsins færi til samfélagsverkefna í héraðinu. Ef t.d. 100 kr. af veggjaldinu rynnu í nýsköpunarsjóð sem eingöngu stæði íbúum í Austur-Húnavatnssýslu til boða þá þýddi það að hægt væri að úthluta úr þeim sjóði til nýsköpunarverkefna um 100.000 kr. á degi hverjum, 35 m.kr. á ári. Líklega myndi verkefnið þola 200 kr. af veggjaldinu eða 200.000 kr. á dag, 70 m.kr. á ári. Þar sem oft er krafist mótframlags þegar sótt er í rannsókna- og nýsköpunarsjóði á landsvísu væri líklega hægt að auka fé til nýsköpunar á svæðinu um enn hærri upphæð en þetta. Hvað þýddi þetta fyrir Blönduós og A-Hún.? Þar yrði kjörið að eiga heima fyrir þá sem eru frumkvöðlar. Í fyrsta lagi myndu heimamenn sem eru hugmyndaríkir og atorkusamir ekki fara burt af svæðinu. Í öðru lagi myndi héraðið soga til sín atorkusamt fólk sem myndi stofna fyrirtæki m.a. í ferðamennsku. Einnig er hægt að hugsa sér fjárfestingarsjóð sem legði fé í atvinnurekstur í héraðinu. Á 25 árum kæmu inn í þann sjóð kannski 850 m.kr. miðað við hundraðkallinn, 1.700 m.kr. miðað við 200 kallinn. Ef sjóðurinn væri eingöngu ávaxtaður á meðan hann væri að byggjast upp yrði hann líklega langt yfir 2 milljörðum króna eftir 25 ár. Hvað er hægt að gera fyrir 2 milljarða í A-Hún.? Vonandi fjárfesta í arðsamri atvinnustarfsemi sem stækkaði sjóðinn enn frekar. Vinna að erlendri fjárfestingu á svæðinu og margt fleira. Slíkur sjóður yrði hlutfallslega gríðarlega sterkur, Skagfirðingar myndu líta öfundaraugum til vesturs en ekki öfugt. Yrði þetta hættulegt fordæmi? Fordæmið yrði vegstytting með mikilli arðsemi með veggjaldi þar sem byggðir í varnarbaráttu teldu sig skaðast. Þannig verkefni eru fá á Íslandi og líklega allt í lagi að ræða hvort sama ætti við í slíkum tilfellum. Því miður hefur umræðan um þessa framkvæmd aldrei snúist um það að allir geti grætt. Samt er algjörlega öruggt að slík útfærsla er til.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar