Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Steingrímur J. Sigfússon skrifar 17. júlí 2012 06:00 Einhver ánægjulegustu tíðindi síðustu vikna eru nýbirtar tölur um atvinnuleysi. Skráð atvinnuleysi samkvæmt gögnum Vinnumálastofnunar mældist 4,8% í nýliðnum júnímánuði og hefur lækkað hratt undanfarna mánuði. Greinilegt er að aukin umsvif í efnahagslífinu eru að skila fleiri störfum. Stofnunin reiknar með að atvinnuleysi haldist áfram lágt í júlí og spáir 4,5-4,9%. Nú þegar ætla má að slaki niðursveiflunnar hafi að mestu unnist upp mun áframhaldandi efnahagsbati skila sér hraðar í lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Vissulega eru þessar atvinnuleysistölur enn of háar en það er þó athyglisvert að skráð atvinnuleysi í síðastliðnum júnímánuði, tveimur og hálfu ári eftir að það náði hæstu hæðum í kjölfar hrunsins, er lægra en í sama mánuði árið 1995. Tölurnar síðustu tólf mánuði benda til þess að dregið hafi úr árstíðabundnu atvinnuleysi. Athyglisvert er að sjá að ekki var tilkynnt um neinar hópuppsagnir í mars, apríl, maí og júní. Einungis ein hópuppsögn hefur verið tilkynnt á árinu 2012. Í samanburði við flestar aðrar Evrópuþjóðir er atvinnuleysið hér mjög lágt. Efnahagsbatinn nær nú til vel flestra geira atvinnulífsins, þar með vex fjölbreytni þeirra starfa sem bætast við og verði einhver þeirra fjárfestingarverkefna sem eru í undirbúningi að veruleika á næstu misserum mun það enn bæta stöðuna. Ársfjórðungsleg vinnumarkaðsmæling Hagstofunnar staðfestir einnig batnandi stöðu á vinnumarkaði. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir fyrsta fjórðung 2012 fjölgaði starfandi um 1.300 manns og atvinnulausum fækkaði um 1.000 frá sama tíma í fyrra. Ánægjulegt er einnig að sjá að þeim sem hafa verið atvinnulausir í tólf mánuði eða lengur fækkaði um 1.000, úr 2,2% vinnuafls á fyrsta ársfjórðungi 2011 í 1,6% vinnuaflsins á fyrsta ársfjórðungi 2012. Aðferð Hagstofunnar til að mæla stöðuna á vinnumarkaði er ólík mánaðarlegu mælingunum hjá Vinnumálastofnun þar sem Hagstofan byggir á úrtakskönnun úr þjóðskrá. Niðurstöður úr báðum þessum mælingum sýna jákvæða þróun á vinnumarkaði með minnkandi atvinnuleysi.Atvinnuástand batnar um allt land Skráð atvinnuleysi var 5,5% á höfuðborgarsvæðinu í júní og minnkaði úr 6,3% í maí. Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 3,5% og minnkaði úr 4,5%. Á Suðurnesjum hefur orðið mikil breyting á síðastliðnu ári, þannig mældist atvinnuleysið þar 7,5% í nýliðnum júní samanborið við 10,6% á sama tíma í fyrra. Að sama skapi hefur dregið úr atvinnuleysi bæði á meðal karla og kvenna á landsvísu. Batinn er því ekki stað- eða kynbundinn heldur almennur. Því ber að fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Einhver ánægjulegustu tíðindi síðustu vikna eru nýbirtar tölur um atvinnuleysi. Skráð atvinnuleysi samkvæmt gögnum Vinnumálastofnunar mældist 4,8% í nýliðnum júnímánuði og hefur lækkað hratt undanfarna mánuði. Greinilegt er að aukin umsvif í efnahagslífinu eru að skila fleiri störfum. Stofnunin reiknar með að atvinnuleysi haldist áfram lágt í júlí og spáir 4,5-4,9%. Nú þegar ætla má að slaki niðursveiflunnar hafi að mestu unnist upp mun áframhaldandi efnahagsbati skila sér hraðar í lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Vissulega eru þessar atvinnuleysistölur enn of háar en það er þó athyglisvert að skráð atvinnuleysi í síðastliðnum júnímánuði, tveimur og hálfu ári eftir að það náði hæstu hæðum í kjölfar hrunsins, er lægra en í sama mánuði árið 1995. Tölurnar síðustu tólf mánuði benda til þess að dregið hafi úr árstíðabundnu atvinnuleysi. Athyglisvert er að sjá að ekki var tilkynnt um neinar hópuppsagnir í mars, apríl, maí og júní. Einungis ein hópuppsögn hefur verið tilkynnt á árinu 2012. Í samanburði við flestar aðrar Evrópuþjóðir er atvinnuleysið hér mjög lágt. Efnahagsbatinn nær nú til vel flestra geira atvinnulífsins, þar með vex fjölbreytni þeirra starfa sem bætast við og verði einhver þeirra fjárfestingarverkefna sem eru í undirbúningi að veruleika á næstu misserum mun það enn bæta stöðuna. Ársfjórðungsleg vinnumarkaðsmæling Hagstofunnar staðfestir einnig batnandi stöðu á vinnumarkaði. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir fyrsta fjórðung 2012 fjölgaði starfandi um 1.300 manns og atvinnulausum fækkaði um 1.000 frá sama tíma í fyrra. Ánægjulegt er einnig að sjá að þeim sem hafa verið atvinnulausir í tólf mánuði eða lengur fækkaði um 1.000, úr 2,2% vinnuafls á fyrsta ársfjórðungi 2011 í 1,6% vinnuaflsins á fyrsta ársfjórðungi 2012. Aðferð Hagstofunnar til að mæla stöðuna á vinnumarkaði er ólík mánaðarlegu mælingunum hjá Vinnumálastofnun þar sem Hagstofan byggir á úrtakskönnun úr þjóðskrá. Niðurstöður úr báðum þessum mælingum sýna jákvæða þróun á vinnumarkaði með minnkandi atvinnuleysi.Atvinnuástand batnar um allt land Skráð atvinnuleysi var 5,5% á höfuðborgarsvæðinu í júní og minnkaði úr 6,3% í maí. Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 3,5% og minnkaði úr 4,5%. Á Suðurnesjum hefur orðið mikil breyting á síðastliðnu ári, þannig mældist atvinnuleysið þar 7,5% í nýliðnum júní samanborið við 10,6% á sama tíma í fyrra. Að sama skapi hefur dregið úr atvinnuleysi bæði á meðal karla og kvenna á landsvísu. Batinn er því ekki stað- eða kynbundinn heldur almennur. Því ber að fagna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun