Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Steingrímur J. Sigfússon skrifar 17. júlí 2012 06:00 Einhver ánægjulegustu tíðindi síðustu vikna eru nýbirtar tölur um atvinnuleysi. Skráð atvinnuleysi samkvæmt gögnum Vinnumálastofnunar mældist 4,8% í nýliðnum júnímánuði og hefur lækkað hratt undanfarna mánuði. Greinilegt er að aukin umsvif í efnahagslífinu eru að skila fleiri störfum. Stofnunin reiknar með að atvinnuleysi haldist áfram lágt í júlí og spáir 4,5-4,9%. Nú þegar ætla má að slaki niðursveiflunnar hafi að mestu unnist upp mun áframhaldandi efnahagsbati skila sér hraðar í lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Vissulega eru þessar atvinnuleysistölur enn of háar en það er þó athyglisvert að skráð atvinnuleysi í síðastliðnum júnímánuði, tveimur og hálfu ári eftir að það náði hæstu hæðum í kjölfar hrunsins, er lægra en í sama mánuði árið 1995. Tölurnar síðustu tólf mánuði benda til þess að dregið hafi úr árstíðabundnu atvinnuleysi. Athyglisvert er að sjá að ekki var tilkynnt um neinar hópuppsagnir í mars, apríl, maí og júní. Einungis ein hópuppsögn hefur verið tilkynnt á árinu 2012. Í samanburði við flestar aðrar Evrópuþjóðir er atvinnuleysið hér mjög lágt. Efnahagsbatinn nær nú til vel flestra geira atvinnulífsins, þar með vex fjölbreytni þeirra starfa sem bætast við og verði einhver þeirra fjárfestingarverkefna sem eru í undirbúningi að veruleika á næstu misserum mun það enn bæta stöðuna. Ársfjórðungsleg vinnumarkaðsmæling Hagstofunnar staðfestir einnig batnandi stöðu á vinnumarkaði. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir fyrsta fjórðung 2012 fjölgaði starfandi um 1.300 manns og atvinnulausum fækkaði um 1.000 frá sama tíma í fyrra. Ánægjulegt er einnig að sjá að þeim sem hafa verið atvinnulausir í tólf mánuði eða lengur fækkaði um 1.000, úr 2,2% vinnuafls á fyrsta ársfjórðungi 2011 í 1,6% vinnuaflsins á fyrsta ársfjórðungi 2012. Aðferð Hagstofunnar til að mæla stöðuna á vinnumarkaði er ólík mánaðarlegu mælingunum hjá Vinnumálastofnun þar sem Hagstofan byggir á úrtakskönnun úr þjóðskrá. Niðurstöður úr báðum þessum mælingum sýna jákvæða þróun á vinnumarkaði með minnkandi atvinnuleysi.Atvinnuástand batnar um allt land Skráð atvinnuleysi var 5,5% á höfuðborgarsvæðinu í júní og minnkaði úr 6,3% í maí. Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 3,5% og minnkaði úr 4,5%. Á Suðurnesjum hefur orðið mikil breyting á síðastliðnu ári, þannig mældist atvinnuleysið þar 7,5% í nýliðnum júní samanborið við 10,6% á sama tíma í fyrra. Að sama skapi hefur dregið úr atvinnuleysi bæði á meðal karla og kvenna á landsvísu. Batinn er því ekki stað- eða kynbundinn heldur almennur. Því ber að fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Einhver ánægjulegustu tíðindi síðustu vikna eru nýbirtar tölur um atvinnuleysi. Skráð atvinnuleysi samkvæmt gögnum Vinnumálastofnunar mældist 4,8% í nýliðnum júnímánuði og hefur lækkað hratt undanfarna mánuði. Greinilegt er að aukin umsvif í efnahagslífinu eru að skila fleiri störfum. Stofnunin reiknar með að atvinnuleysi haldist áfram lágt í júlí og spáir 4,5-4,9%. Nú þegar ætla má að slaki niðursveiflunnar hafi að mestu unnist upp mun áframhaldandi efnahagsbati skila sér hraðar í lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Vissulega eru þessar atvinnuleysistölur enn of háar en það er þó athyglisvert að skráð atvinnuleysi í síðastliðnum júnímánuði, tveimur og hálfu ári eftir að það náði hæstu hæðum í kjölfar hrunsins, er lægra en í sama mánuði árið 1995. Tölurnar síðustu tólf mánuði benda til þess að dregið hafi úr árstíðabundnu atvinnuleysi. Athyglisvert er að sjá að ekki var tilkynnt um neinar hópuppsagnir í mars, apríl, maí og júní. Einungis ein hópuppsögn hefur verið tilkynnt á árinu 2012. Í samanburði við flestar aðrar Evrópuþjóðir er atvinnuleysið hér mjög lágt. Efnahagsbatinn nær nú til vel flestra geira atvinnulífsins, þar með vex fjölbreytni þeirra starfa sem bætast við og verði einhver þeirra fjárfestingarverkefna sem eru í undirbúningi að veruleika á næstu misserum mun það enn bæta stöðuna. Ársfjórðungsleg vinnumarkaðsmæling Hagstofunnar staðfestir einnig batnandi stöðu á vinnumarkaði. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir fyrsta fjórðung 2012 fjölgaði starfandi um 1.300 manns og atvinnulausum fækkaði um 1.000 frá sama tíma í fyrra. Ánægjulegt er einnig að sjá að þeim sem hafa verið atvinnulausir í tólf mánuði eða lengur fækkaði um 1.000, úr 2,2% vinnuafls á fyrsta ársfjórðungi 2011 í 1,6% vinnuaflsins á fyrsta ársfjórðungi 2012. Aðferð Hagstofunnar til að mæla stöðuna á vinnumarkaði er ólík mánaðarlegu mælingunum hjá Vinnumálastofnun þar sem Hagstofan byggir á úrtakskönnun úr þjóðskrá. Niðurstöður úr báðum þessum mælingum sýna jákvæða þróun á vinnumarkaði með minnkandi atvinnuleysi.Atvinnuástand batnar um allt land Skráð atvinnuleysi var 5,5% á höfuðborgarsvæðinu í júní og minnkaði úr 6,3% í maí. Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 3,5% og minnkaði úr 4,5%. Á Suðurnesjum hefur orðið mikil breyting á síðastliðnu ári, þannig mældist atvinnuleysið þar 7,5% í nýliðnum júní samanborið við 10,6% á sama tíma í fyrra. Að sama skapi hefur dregið úr atvinnuleysi bæði á meðal karla og kvenna á landsvísu. Batinn er því ekki stað- eða kynbundinn heldur almennur. Því ber að fagna.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun