Setjum markið hátt Bjarni Benediktsson skrifar 18. september 2012 06:00 Þróunaraðstoð hefur óneitanlega sérstöðu meðal þeirra málaflokka sem Alþingi fjallar um. Kemur þar margt til. Þau verkefni sem sinnt er hverju sinni eru í fjarlægum löndum, á svæðum þar sem mannlífið og þjóðfélagsgerðin er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast. Þá er það mikið álitamál með hvaða hætti við eigum að skipta framlögum milli verkefna sem við höfum beina aðkomu að og þeirra sem rekin eru í samstarfi margra þjóða, eins og t.d. undir regnhlíf Sameinuðu þjóðanna. Það er sérstakt fræðasvið hvernig best megi tryggja að fjármunir til þróunaraðstoðar skili tilætluðum árangri. Í samfélagi þjóðanna teljumst við til þeirra ríkja sem búa við hvað best lífskjör og þótt tímabundið ári verr hér heima fyrir megum við ekki missa sjónar á mikilvægi þess að taka þátt í þróunaraðstoð. Árið 2006 fékk ég tækifæri til að fara með hópi þingmanna frá Norðurlöndunum til Níkaragva að fylgjast með starfi SÞ í fátækustu héruðum landsins. Ógleymanlegt var að heimsækja mæðraverndarstöð sem rekin var í samstarfi við heimamenn og sjá þakklæti mæðranna sem komu með börn sín í heilbrigðiseftirlit og þáðu matargjafir. Eins var mikilvægt að fá að sjá hversu miklu máli utanaðkomandi aðstoð skipti, þar sem fellibylur hafði nýlega lagt í rúst heimili og skóla en uppbygging var að hefjast með skipulögðum hætti. Alþingi hefur verið heldur þröngur stakkur sniðinn til að setja sig vel inn í þau fjölmörgu álitamál sem upp koma á þessu málasviði en með því að stefnt hefur verið að auknum framlögum til þróunarmála á komandi árum er enn mikilvægara en fyrr að á því verði breytingar. Það er brýnt að ríki, sem veita beina aðstoð, hafi eftirlit með því að hún skili raunverulegum árangri. Þau eiga jafnframt að þrýsta á nauðsynlegar lýðræðisumbætur á hverjum stað, en einskorða ekki framlag sitt við matargjafir eða heilbrigðisþjónustu. Varanlegar umbætur á umhverfi fólks er það sem stefna ber að eftir fremsta megni. Þótt sumum þyki markið sett nokkuð hátt, verður það samt sem áður að vera markmið okkar til langs tíma að koma heiminum í lag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Þróunaraðstoð hefur óneitanlega sérstöðu meðal þeirra málaflokka sem Alþingi fjallar um. Kemur þar margt til. Þau verkefni sem sinnt er hverju sinni eru í fjarlægum löndum, á svæðum þar sem mannlífið og þjóðfélagsgerðin er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast. Þá er það mikið álitamál með hvaða hætti við eigum að skipta framlögum milli verkefna sem við höfum beina aðkomu að og þeirra sem rekin eru í samstarfi margra þjóða, eins og t.d. undir regnhlíf Sameinuðu þjóðanna. Það er sérstakt fræðasvið hvernig best megi tryggja að fjármunir til þróunaraðstoðar skili tilætluðum árangri. Í samfélagi þjóðanna teljumst við til þeirra ríkja sem búa við hvað best lífskjör og þótt tímabundið ári verr hér heima fyrir megum við ekki missa sjónar á mikilvægi þess að taka þátt í þróunaraðstoð. Árið 2006 fékk ég tækifæri til að fara með hópi þingmanna frá Norðurlöndunum til Níkaragva að fylgjast með starfi SÞ í fátækustu héruðum landsins. Ógleymanlegt var að heimsækja mæðraverndarstöð sem rekin var í samstarfi við heimamenn og sjá þakklæti mæðranna sem komu með börn sín í heilbrigðiseftirlit og þáðu matargjafir. Eins var mikilvægt að fá að sjá hversu miklu máli utanaðkomandi aðstoð skipti, þar sem fellibylur hafði nýlega lagt í rúst heimili og skóla en uppbygging var að hefjast með skipulögðum hætti. Alþingi hefur verið heldur þröngur stakkur sniðinn til að setja sig vel inn í þau fjölmörgu álitamál sem upp koma á þessu málasviði en með því að stefnt hefur verið að auknum framlögum til þróunarmála á komandi árum er enn mikilvægara en fyrr að á því verði breytingar. Það er brýnt að ríki, sem veita beina aðstoð, hafi eftirlit með því að hún skili raunverulegum árangri. Þau eiga jafnframt að þrýsta á nauðsynlegar lýðræðisumbætur á hverjum stað, en einskorða ekki framlag sitt við matargjafir eða heilbrigðisþjónustu. Varanlegar umbætur á umhverfi fólks er það sem stefna ber að eftir fremsta megni. Þótt sumum þyki markið sett nokkuð hátt, verður það samt sem áður að vera markmið okkar til langs tíma að koma heiminum í lag.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun