Andvíg fjölskylduvænna samfélagi Guðmundur D. Haraldsson skrifar 17. desember 2012 17:00 Fyrir skömmu kom fram fín tillaga á Alþingi. Ef tillagan yrði að lögum myndi það þýða að ef jóladag bæri upp um helgi myndi vinnandi fólk fá frídag næsta virka dag á eftir (sama gildir um annan í jólum, nýársdag, 17. júní og 1. maí). Tillagan er viðleitni til þess að gera fólki kleift að njóta t.d. jólanna betur, með því að eiga aðeins lengra frí. Tillagan er líka viðleitni til að gera landið okkar eilítið fjölskylduvænna, viðleitni til þess að fólk geti frekar notið lífsins. Það er gott og eðlilegt að eiga frí. Samtök atvinnulífsins, SA, eru ekki hrifin af tillögunni og því að almenningur fái þá frídaga sem ber upp á helgi. Nei segja samtökin! Slíkt myndi þýða „0,53% hækkun launakostnaðar" fyrir fyrirtæki, eins og segir í frétt Morgunblaðsins um málið og umsögn samtakanna um tillöguna. Og samtökin vilja ekki að þingið sé að skipta sér af málinu, þar sem frídagar séu hluti kjarasamninga. Skoðum það aðeins nánar. Alþingi er löggjafinn á Íslandi og getur gert hvaða dag sem er að frídegi. Flóknara er það ekki því lög Alþingis eru yfir alla samninga hafin. Frídagar sem samið er um í kjarasamningum eru viðbót við þá frídaga sem Alþingi skilgreinir. Vinnum að meðaltali lengur Svo er það hitt með hækkun launakostnaðar. Fyrst staðreyndir: Ísland er eitt vinnusamasta samfélag á Norðurlöndum. Við á Íslandi unnum árið 2008 að meðaltali átta stundum meira á viku en fólk gerði í Noregi, fjórum stundum meira en í Svíþjóð og sex stundum meira en í Danmörku. Þessum langa vinnutíma fylgja ýmis neikvæð áhrif. Í alþjóðlegri rannsókn sem var gerð fyrir nokkrum árum kom í ljós að í engu öðru þátttökulandi rannsóknarinnar voru fleiri sem sögðust koma of þreyttir úr vinnu nokkrum sinnum í mánuði (eða oftar) til að sinna heimilinu. Þátttökulöndin voru fjölmörg; öll Norðurlandaríkin, mörg önnur Evrópulönd, Bandaríkin, Ástralía, Nýja-Sjáland og fleiri til. Langar vinnustundir hafa án efa mikið um þetta að segja. Samtök atvinnulífsins eru mótfallin því að gera samfélagið örlítið fjölskylduvænna með því að veita örlítið fleiri frídaga – og það vegna þess að það myndi hækka launakostnað um 0,53%. Einn tvöhundraðasta! Raunar væri upplagt að ganga miklu lengra en tillagan leggur til. Það væri tilvalið að stytta vinnuvikuna rækilega, til dæmis með styttingu niður í 30-32 stundir. Með því yrði Ísland eitt fjölskylduvænsta samfélag í vestrænum heimi. Samtök atvinnulífsins hafa greinilega ekki hagsmuni fjölskyldnanna né fólksins í landinu í huga – þvert á móti styðja samtökin hvers kyns stöðnun í þeim efnum. Hunsum skilaboð Samtaka atvinnulífsins og fjölgum óhrædd frídögum. Við getum vel unnið minna. Og raunar miklu minna en ágæt tillaga Róberts Marshall felur í sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu kom fram fín tillaga á Alþingi. Ef tillagan yrði að lögum myndi það þýða að ef jóladag bæri upp um helgi myndi vinnandi fólk fá frídag næsta virka dag á eftir (sama gildir um annan í jólum, nýársdag, 17. júní og 1. maí). Tillagan er viðleitni til þess að gera fólki kleift að njóta t.d. jólanna betur, með því að eiga aðeins lengra frí. Tillagan er líka viðleitni til að gera landið okkar eilítið fjölskylduvænna, viðleitni til þess að fólk geti frekar notið lífsins. Það er gott og eðlilegt að eiga frí. Samtök atvinnulífsins, SA, eru ekki hrifin af tillögunni og því að almenningur fái þá frídaga sem ber upp á helgi. Nei segja samtökin! Slíkt myndi þýða „0,53% hækkun launakostnaðar" fyrir fyrirtæki, eins og segir í frétt Morgunblaðsins um málið og umsögn samtakanna um tillöguna. Og samtökin vilja ekki að þingið sé að skipta sér af málinu, þar sem frídagar séu hluti kjarasamninga. Skoðum það aðeins nánar. Alþingi er löggjafinn á Íslandi og getur gert hvaða dag sem er að frídegi. Flóknara er það ekki því lög Alþingis eru yfir alla samninga hafin. Frídagar sem samið er um í kjarasamningum eru viðbót við þá frídaga sem Alþingi skilgreinir. Vinnum að meðaltali lengur Svo er það hitt með hækkun launakostnaðar. Fyrst staðreyndir: Ísland er eitt vinnusamasta samfélag á Norðurlöndum. Við á Íslandi unnum árið 2008 að meðaltali átta stundum meira á viku en fólk gerði í Noregi, fjórum stundum meira en í Svíþjóð og sex stundum meira en í Danmörku. Þessum langa vinnutíma fylgja ýmis neikvæð áhrif. Í alþjóðlegri rannsókn sem var gerð fyrir nokkrum árum kom í ljós að í engu öðru þátttökulandi rannsóknarinnar voru fleiri sem sögðust koma of þreyttir úr vinnu nokkrum sinnum í mánuði (eða oftar) til að sinna heimilinu. Þátttökulöndin voru fjölmörg; öll Norðurlandaríkin, mörg önnur Evrópulönd, Bandaríkin, Ástralía, Nýja-Sjáland og fleiri til. Langar vinnustundir hafa án efa mikið um þetta að segja. Samtök atvinnulífsins eru mótfallin því að gera samfélagið örlítið fjölskylduvænna með því að veita örlítið fleiri frídaga – og það vegna þess að það myndi hækka launakostnað um 0,53%. Einn tvöhundraðasta! Raunar væri upplagt að ganga miklu lengra en tillagan leggur til. Það væri tilvalið að stytta vinnuvikuna rækilega, til dæmis með styttingu niður í 30-32 stundir. Með því yrði Ísland eitt fjölskylduvænsta samfélag í vestrænum heimi. Samtök atvinnulífsins hafa greinilega ekki hagsmuni fjölskyldnanna né fólksins í landinu í huga – þvert á móti styðja samtökin hvers kyns stöðnun í þeim efnum. Hunsum skilaboð Samtaka atvinnulífsins og fjölgum óhrædd frídögum. Við getum vel unnið minna. Og raunar miklu minna en ágæt tillaga Róberts Marshall felur í sér.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar