Fótbolti

Kevin-Prince Boateng: Ég labba aftur útaf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin-Prince Boateng.
Kevin-Prince Boateng. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kevin-Prince Boateng, leikmaður AC Milan, segist ekki myndi hika við að labba útaf vellinum yrði hann aftur fórnarlamb kynþáttaníðs úr stúkunni. Boateng var einn af leikmönnum AC Milan sem gengu af velli í fyrradag í miðjum æfingaleik við neðri deildarliðið Pro Patria eftir að stuðningsmenn Pro Patria gerðust sekir um kynþáttafordóma í söngvum sínum.

„Það skiptir mig engu máli hvaða leikur þetta er og hvort að við séum að spila vináttuleik, deildarleik eða leik í Meistaradeildinni því ég myndi labba aftur útaf vellinum," sagði Kevin-Prince Boateng í viðtali við CNN.

Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, hefur hrósað Kevin-Prince Boateng fyrir ákvörðun sína að yfirgefa völlinn og sagðist ennfremur hafa hringt í leikmanninn til þess að lýsa yfir stuðningi sínum sem og ánægju sinni með þessi viðbrögð.

Kevin-Prince Boateng er 25 ára gamall, fæddur í Þýskalandi en á ættir sínar að rekja til Afríkuríkisins Gana. Boateng hefur leikið með AC Mian frá 2010 þegar hann kom þangað frá enska liðinu Portsmouth. Hann spilaði fyrir yngri landslið Þýskalands frá 2001 til 2009 en ákvað síðan að spila fyrir A-landslið Gana árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×