Innlent

Íslendingar í útlöndum sjöunda kjördæmið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Íslendingum á kjörskrá, sem eiga lögheimili erlendis, hefur fjölgað um tæp þrjátíu prósent frá síðustu kosningum. Hópurinn telur tæplega þrettán þúsund manns og búa flestir á Norðurlöndunum.

Fjölmargir Íslendingar fluttu af landi brott síðustu eftir að efnahagshrunið reið yfir þótt nokkuð hafi dregið úr síðustu misserin. Við síðustu alþingiskosningar voru íslendingar búsettir erlendis sem þó höfðu kosningarétt 9924 en þeim hefur nú fjölgað um 28,5 prósent, eru nú 12757. Þetta þýðir að Íslendingar erlendis eru 4,4 prósent kjósendatölunnar en alls eru kjósendur fyrir þessar kosningar 237957.

Ef þessi tala er sett í samhengi við fjölda kjósenda í einstaka sveitarfélögum má sjá að það eru nokkuð fleiri kjósendur í útlöndum, en búa í Garðabæ svo dæmi sé tekið en þar eru 12274 á kjörskrárstofni.

En hvernig dreifast þessi Íslendingar um heiminn? Það kemur ekki á óvart að langflestir eru þeir á Norðurlöndunum eða 9 099. Í tölum frá þjóðskrá má sjá að flestir búa í Noregi eða 3 560 kjósendur. Litlu færri eru í Danmörku, 3 378 og í Svíþjóð búa 2007.

Annarsstaðar í Evrópu eru kjósendur 2044 talsins. flestir búa þeir í Bretlandi 596 og í Þýskalandi eru þeir 366. Í Ameríku búa 1074, flestir í Bandaríkjunum, 871 en 161 í Kanada. Í Afríku búa 94 sem eru á kjörskrá, Þar af flestir í Máritaníu þar sem 27 eru staddir en í Suður Afríku búa 16.

Í Asíu búa 246, þar af flestir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem 41 Íslendingur á tök á að kjósa. 39 búa í Kína og 38 í Sádi-Arabíu. Og hinum megin á hnettinum, í Eyjaálfu, eru 99 Íslendingar á kjörskrárstofni. Flestir búa þeir í Ástralíu 57 talsins en 42 búa á Nýja Sjálandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×