Thatcher hafði rétt fyrir sér Pawel Bartoszek skrifar 12. apríl 2013 07:00 Ég er átta ára. Ég sit í landafræðitíma. Í bókinni er kort af landinu mínu með þeim 49 sýslum sem þá eru. Í sumum sýslnanna eru lítil merki. Sums staðar eru þetta lítil svört kol, annars staðar lítil brún kol. Sums staðar myndir af litlum álverum, annars staðar myndir af einhverjum öðrum verksmiðjum sem breyta einu í annað og skila mismuninum út í andrúmsloftið. Við skoðum kortið saman. Í einni sýslunni er mjög mikið af svona merkjum, slatti af litlum brúnum og svörtum kolum og fullt af skorsteinum. Kennarinn reynir að skapa þá stemningu að það sé nú sýsla sem sé að skila sínu til samfélagsins. Sýsla sem skapar verðmæti. Annað en sýslan okkar. Samt á ég erfitt með að kyngja þessu alveg. Mér finnst ekki vont að búa í sýslunni okkar. Þar er gott loft, gott vatn og stutt í fjöllin. Ég hef komið í hina sýsluna. Amma mín býr þar. Þar er fullt af skorsteinum og mengun úti um allt. Snjórinn er svartur. Vatnið í krönum gult. Allir karlmenn í sýslunni deyja fyrir aldur fram. Ég er átta ára og kenni sýslunni um.Svarta gullið Mikill iðnaður byggðist í kringum kolavinnslu áður fyrr. En þegar leið á 20. öldina virðist manni sem þetta hráefni færi svæðum ógæfu frekar en hitt. Margar af kolanámum heims eru reknar með bullandi ríkisstyrkjum. Þeir styrkir eru oftast rökstuddir með vísan í einhvers konar „orkuöryggi“. Skrítið samt að það þurfi að borga svona mikið fyrir að ná í þennan „ódýra“ orkugjafa. Og þá er ótalinn sá gríðarmikli mannlegi kostnaður sem felst í því að þeir sem grafa upp kol lifa skemur en aðrir. Margaret Thatcher lagði breskan kolaiðnað í rúst. Gott hjá henni. Ekki veit ég hvers vegna menn vilja enn halda uppi vörnum fyrir ríkisniðurgreiðslu þessa tiltekna þungaiðnaðar sem er eins ógrænn, óumhverfisvænn og óheilnæmur og hugsast getur. Varla getur nokkur umhverfisverndarsinni gagnrýnt Thatcher fyrir það að hafa lokað námum. Kannski fyrir eitthvað annað, en varla fyrir það. Þeir sem það gera hljóta einfaldlega að hafa tamið sér að jánka hverri einustu neikvæðu fullyrðingu um þessa manneskju sem þeim hefur verið kennt að líka illa við.Sannleikurinn Fyrir það eitt að hafa „lagt kolanámuiðnaðinn í rúst“ hefur nafnið Thatcher vakið hjá mér jákvæðar tilfinningar frá því að ég var pjakkur. En ekki bara fyrir það. Líkt og aðrir sem fengu að alast upp í austurhluta Evrópu dáist ég að leiðtogum eins og Reagan og Thatcher sem sögðu bara hreint út hvað þeim fannst um stjórnarfarið í Sovétblokkinni, án þess að sykurhúða það. Og svo vildi til að það sem þeim fannst um það stjórnarfar kom heim og saman við sannleikann og reynslu fólks sem þar bjó. Sumir halda að þegar tveir deila um staðreyndir þá hljóti sannleikurinn að liggja einhvers staðar á milli. En sannleikanum er sama um allar deilur. Hann liggur bara þar sem hann liggur. Í tilfelli kalda stríðsins var það staðreynd að milljónir manna sem sátu fastar í Austur-Evrópu vildu frekar búa á Vesturlöndum, ekki öfugt. Það var enginn millisannleikur í því. Á tímum kalda stríðsins lögðu margir vestrænir menntamenn mikið á sig til að sjá hina hliðina í deilunni milli austurs og vesturs. Þegar Vaclav Havel sagði í ræðu í bandaríska þinginu árið 1990 að kalda stríðið hefði verið „barátta tveggja stórvelda, eins sem var uppspretta martraða og annars sem stóð vörð um frelsi“, vandaði Noam Chomsky honum ekki kveðjurnar og kallaði ræðuna „vandræðalega kjánalega og siðferðilega fráhrindandi sunnudagspredikun“. Svona getur ofurvíðsýnin farið með fólk. Ekki var ég aðdáandi alls sem Margaret Thatcher sagði og gerði. Kannski var hún stundum dálítið þver. En gagnvart kommúnismanum þá var sú þvermóðska réttmæt. Íbúar í ríkjum austan járntjaldsins vildu bara mannréttindi, lýðræði og markaðsbúskap að vestrænni fyrirmynd, ekki einhverja millileið. Margaret Thatcher tók undir þessar kröfur við hvert tækifæri. Þannig kveð ég hana. Sem einn af „leiðtogum hins frjálsa heims“. Það hljómar eins og frasi. En slíkur leiðtogi var hún samt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég er átta ára. Ég sit í landafræðitíma. Í bókinni er kort af landinu mínu með þeim 49 sýslum sem þá eru. Í sumum sýslnanna eru lítil merki. Sums staðar eru þetta lítil svört kol, annars staðar lítil brún kol. Sums staðar myndir af litlum álverum, annars staðar myndir af einhverjum öðrum verksmiðjum sem breyta einu í annað og skila mismuninum út í andrúmsloftið. Við skoðum kortið saman. Í einni sýslunni er mjög mikið af svona merkjum, slatti af litlum brúnum og svörtum kolum og fullt af skorsteinum. Kennarinn reynir að skapa þá stemningu að það sé nú sýsla sem sé að skila sínu til samfélagsins. Sýsla sem skapar verðmæti. Annað en sýslan okkar. Samt á ég erfitt með að kyngja þessu alveg. Mér finnst ekki vont að búa í sýslunni okkar. Þar er gott loft, gott vatn og stutt í fjöllin. Ég hef komið í hina sýsluna. Amma mín býr þar. Þar er fullt af skorsteinum og mengun úti um allt. Snjórinn er svartur. Vatnið í krönum gult. Allir karlmenn í sýslunni deyja fyrir aldur fram. Ég er átta ára og kenni sýslunni um.Svarta gullið Mikill iðnaður byggðist í kringum kolavinnslu áður fyrr. En þegar leið á 20. öldina virðist manni sem þetta hráefni færi svæðum ógæfu frekar en hitt. Margar af kolanámum heims eru reknar með bullandi ríkisstyrkjum. Þeir styrkir eru oftast rökstuddir með vísan í einhvers konar „orkuöryggi“. Skrítið samt að það þurfi að borga svona mikið fyrir að ná í þennan „ódýra“ orkugjafa. Og þá er ótalinn sá gríðarmikli mannlegi kostnaður sem felst í því að þeir sem grafa upp kol lifa skemur en aðrir. Margaret Thatcher lagði breskan kolaiðnað í rúst. Gott hjá henni. Ekki veit ég hvers vegna menn vilja enn halda uppi vörnum fyrir ríkisniðurgreiðslu þessa tiltekna þungaiðnaðar sem er eins ógrænn, óumhverfisvænn og óheilnæmur og hugsast getur. Varla getur nokkur umhverfisverndarsinni gagnrýnt Thatcher fyrir það að hafa lokað námum. Kannski fyrir eitthvað annað, en varla fyrir það. Þeir sem það gera hljóta einfaldlega að hafa tamið sér að jánka hverri einustu neikvæðu fullyrðingu um þessa manneskju sem þeim hefur verið kennt að líka illa við.Sannleikurinn Fyrir það eitt að hafa „lagt kolanámuiðnaðinn í rúst“ hefur nafnið Thatcher vakið hjá mér jákvæðar tilfinningar frá því að ég var pjakkur. En ekki bara fyrir það. Líkt og aðrir sem fengu að alast upp í austurhluta Evrópu dáist ég að leiðtogum eins og Reagan og Thatcher sem sögðu bara hreint út hvað þeim fannst um stjórnarfarið í Sovétblokkinni, án þess að sykurhúða það. Og svo vildi til að það sem þeim fannst um það stjórnarfar kom heim og saman við sannleikann og reynslu fólks sem þar bjó. Sumir halda að þegar tveir deila um staðreyndir þá hljóti sannleikurinn að liggja einhvers staðar á milli. En sannleikanum er sama um allar deilur. Hann liggur bara þar sem hann liggur. Í tilfelli kalda stríðsins var það staðreynd að milljónir manna sem sátu fastar í Austur-Evrópu vildu frekar búa á Vesturlöndum, ekki öfugt. Það var enginn millisannleikur í því. Á tímum kalda stríðsins lögðu margir vestrænir menntamenn mikið á sig til að sjá hina hliðina í deilunni milli austurs og vesturs. Þegar Vaclav Havel sagði í ræðu í bandaríska þinginu árið 1990 að kalda stríðið hefði verið „barátta tveggja stórvelda, eins sem var uppspretta martraða og annars sem stóð vörð um frelsi“, vandaði Noam Chomsky honum ekki kveðjurnar og kallaði ræðuna „vandræðalega kjánalega og siðferðilega fráhrindandi sunnudagspredikun“. Svona getur ofurvíðsýnin farið með fólk. Ekki var ég aðdáandi alls sem Margaret Thatcher sagði og gerði. Kannski var hún stundum dálítið þver. En gagnvart kommúnismanum þá var sú þvermóðska réttmæt. Íbúar í ríkjum austan járntjaldsins vildu bara mannréttindi, lýðræði og markaðsbúskap að vestrænni fyrirmynd, ekki einhverja millileið. Margaret Thatcher tók undir þessar kröfur við hvert tækifæri. Þannig kveð ég hana. Sem einn af „leiðtogum hins frjálsa heims“. Það hljómar eins og frasi. En slíkur leiðtogi var hún samt.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun