Ráðstafa milljörðum úr ráðherrastólunum Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 26. apríl 2013 07:00 Ráðherrar eru gjarnir á að semja um útgjöld fyrir ríkissjóð síðustu vikur fyrir kosningar, þegar þeir eru lausir undan fjárveitingarvaldi Alþingis. Hvað hefur ríkisstjórnin samið um há útgjöld síðan þingi var frestað? Ríkisstjórnin og einstaka ráðherrar hafa samið um útgjöld fyrir hönd ríkissjóðs sem hlaupa á milljörðum króna frá því að Alþingi var frestað 28. mars. Nokkuð erfitt er að henda nákvæmlega reiður á upphæðinni, þar sem ekki er ljóst hver kostnaður verður að fullu við ókeypis tannlækningar fyrir börn fyrr en í janúar 2018. Frá þeim tíma verður hann 1,5 milljarður króna á ári. Að barnatannlækningum slepptum er stærsti einstaki útgjaldaliðurinn aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila að meðtöldum lánsveðslánum. Kostnaðurinn af þeirri aðgerð er óljós, en sé miðað við kostnað við 110 prósent leiðina er áætlað að kostnaðurinn verði 1,5 til 2,5 milljarðar króna. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að heimila Íbúðalánasjóði að lána Félagsstofnun stúdenta 1.260 milljónir króna, en ríkissjóður mun niðurgreiða lánið sem nemur mismuninum á 3,5 prósenta vöxtum og almennum útlánsvöxtum sjóðsins. Rétt er að taka það fram að í nokkrum tilvikum er um reglubundin útgjöld að ræða. Innanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlag til lögreglunnar vegna rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi í apríl undanfarin ár. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra eru duglegastir að gera samninga um útgjöld. Innanríkisráðherra hefur gert þrjá slíka upp á 268 milljónir króna og staðið að þeim fjórða, ásamt velferðar- og forsætisráðherra sem nemur 79 milljónum króna. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur staðið einn að einum slíkum samningi, en það er fyrrnefndur samningur vegna tannlækninga barna. Þá var það að tillögu hans að ríkisstjórnin samþykkti lánið til Félagsstofnunar stúdenta sem og að ráðstafa 250 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði í átaksverkefni um sumarstörf fyrir námsmenn. Ögmundur og Guðbjartur eru síðan í ráðherranefndinni sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna lánsveðslána, ásamt Katrínu Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra. Rétt er að taka það fram að útgjöld vegna tannlækninga barna er að finna í fjárlögum ársins 2013. Það breytir þó ekki heildartölunni varðandi samþykkt útgjöld eftir að þingi var frestað, sem er 3,4 til 4,4 milljarðar króna. Augljós tilraun til að kaupa vinsældirGunnar Helgi Kristinsson prófessor. Mynd/GVA„Þetta er ekkert annað en tiltölulega augljós tilraun til að kaupa sér vinsældir," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, um útgjöld ráðherra á síðustu vikunum fyrir kosningar, þegar þing er farið heim. Hann segir þetta hafa verið gagnrýnt áður, meðal annars árið 2007 þegar útgjöldin hafi verið umtalsverð. Þá hafi þeir sem nú standa í því sama verið gagnrýnir. Gunnar Helgi vill koma böndum á þetta. „Þetta er mjög óheppilegt. Það væri langeðlilegast að það væri reynt að koma einhverjum böndum á heimildir ráðherra til að gera svona hluti eftir að kosningabarátta er hafin. Kannski einhverja mánuði fyrir kosningar, eða eitthvað slíkt.“ Gunnar Helgi segir að í raun geti ráðherrar ekki skuldbundið ríkissjóð á þennan hátt, slíkt verði að gerast í fjárlögum eða með aukafjárveitingum sem eru háðar samþykkti Alþingis. „Það þarf auðvitað samþykki Alþingis þegar fjáraukalög eru lögð fram og auðvitað getur Alþingi þá strangt til tekið hafnað þessari fjárveitingu, þó það sé ekki hefð fyrir að gera það.“ Samþykkt eftir að þing fór heim24. apríl - 40 milljónir Uppbygging í stækkuðu friðlandi í Þjórsárverum. Ríkisstjórnin samþykkir tillögu forsætisráðherra.23. apríl - 3 milljónir Stuðningur við hælisleitendur. Innanríkisráðherra.23. apríl - 1,5 til 2,5 milljarðar Viljayfirlýsing um aðgerðir vegna lánsveða. Katrín Júlíusdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Guðbjartur Hannesson.23. apríl - 25 milljónir Viðbótarframlag til lögreglu vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi. Innanríkisráðherra.21. apríl - 240 milljónir Styrkir til Landsbjargar vegna endurbóta á björgunarskipum. 30 milljónir19. apríl - 20 milljónir Samið við 18 fyrirtæki um markaðsátak fyrir saltfisk. Atvinnuvegaráðherra og utanríkisráðherra.9. apríl - 250 milljónir Átaksverkefni um sumarstörf fyrir allt að 650 námsmenn. Ríkisstjórnin samþykki að tillögu velferðarráðherra.5. apríl - 1.260 milljónir Íbúðalánasjóði veitt heimild til að lána Félagsstofnun stúdenta til byggingar námsmannaíbúða. Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu velferðarráðherra.5. apríl - 79 milljónir Forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum. Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu forsætis-, velverðar- og innanríkisráðherra. Kosningar 2013 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira
Hvað hefur ríkisstjórnin samið um há útgjöld síðan þingi var frestað? Ríkisstjórnin og einstaka ráðherrar hafa samið um útgjöld fyrir hönd ríkissjóðs sem hlaupa á milljörðum króna frá því að Alþingi var frestað 28. mars. Nokkuð erfitt er að henda nákvæmlega reiður á upphæðinni, þar sem ekki er ljóst hver kostnaður verður að fullu við ókeypis tannlækningar fyrir börn fyrr en í janúar 2018. Frá þeim tíma verður hann 1,5 milljarður króna á ári. Að barnatannlækningum slepptum er stærsti einstaki útgjaldaliðurinn aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila að meðtöldum lánsveðslánum. Kostnaðurinn af þeirri aðgerð er óljós, en sé miðað við kostnað við 110 prósent leiðina er áætlað að kostnaðurinn verði 1,5 til 2,5 milljarðar króna. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að heimila Íbúðalánasjóði að lána Félagsstofnun stúdenta 1.260 milljónir króna, en ríkissjóður mun niðurgreiða lánið sem nemur mismuninum á 3,5 prósenta vöxtum og almennum útlánsvöxtum sjóðsins. Rétt er að taka það fram að í nokkrum tilvikum er um reglubundin útgjöld að ræða. Innanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlag til lögreglunnar vegna rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi í apríl undanfarin ár. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra eru duglegastir að gera samninga um útgjöld. Innanríkisráðherra hefur gert þrjá slíka upp á 268 milljónir króna og staðið að þeim fjórða, ásamt velferðar- og forsætisráðherra sem nemur 79 milljónum króna. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur staðið einn að einum slíkum samningi, en það er fyrrnefndur samningur vegna tannlækninga barna. Þá var það að tillögu hans að ríkisstjórnin samþykkti lánið til Félagsstofnunar stúdenta sem og að ráðstafa 250 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði í átaksverkefni um sumarstörf fyrir námsmenn. Ögmundur og Guðbjartur eru síðan í ráðherranefndinni sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna lánsveðslána, ásamt Katrínu Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra. Rétt er að taka það fram að útgjöld vegna tannlækninga barna er að finna í fjárlögum ársins 2013. Það breytir þó ekki heildartölunni varðandi samþykkt útgjöld eftir að þingi var frestað, sem er 3,4 til 4,4 milljarðar króna. Augljós tilraun til að kaupa vinsældirGunnar Helgi Kristinsson prófessor. Mynd/GVA„Þetta er ekkert annað en tiltölulega augljós tilraun til að kaupa sér vinsældir," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, um útgjöld ráðherra á síðustu vikunum fyrir kosningar, þegar þing er farið heim. Hann segir þetta hafa verið gagnrýnt áður, meðal annars árið 2007 þegar útgjöldin hafi verið umtalsverð. Þá hafi þeir sem nú standa í því sama verið gagnrýnir. Gunnar Helgi vill koma böndum á þetta. „Þetta er mjög óheppilegt. Það væri langeðlilegast að það væri reynt að koma einhverjum böndum á heimildir ráðherra til að gera svona hluti eftir að kosningabarátta er hafin. Kannski einhverja mánuði fyrir kosningar, eða eitthvað slíkt.“ Gunnar Helgi segir að í raun geti ráðherrar ekki skuldbundið ríkissjóð á þennan hátt, slíkt verði að gerast í fjárlögum eða með aukafjárveitingum sem eru háðar samþykkti Alþingis. „Það þarf auðvitað samþykki Alþingis þegar fjáraukalög eru lögð fram og auðvitað getur Alþingi þá strangt til tekið hafnað þessari fjárveitingu, þó það sé ekki hefð fyrir að gera það.“ Samþykkt eftir að þing fór heim24. apríl - 40 milljónir Uppbygging í stækkuðu friðlandi í Þjórsárverum. Ríkisstjórnin samþykkir tillögu forsætisráðherra.23. apríl - 3 milljónir Stuðningur við hælisleitendur. Innanríkisráðherra.23. apríl - 1,5 til 2,5 milljarðar Viljayfirlýsing um aðgerðir vegna lánsveða. Katrín Júlíusdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Guðbjartur Hannesson.23. apríl - 25 milljónir Viðbótarframlag til lögreglu vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi. Innanríkisráðherra.21. apríl - 240 milljónir Styrkir til Landsbjargar vegna endurbóta á björgunarskipum. 30 milljónir19. apríl - 20 milljónir Samið við 18 fyrirtæki um markaðsátak fyrir saltfisk. Atvinnuvegaráðherra og utanríkisráðherra.9. apríl - 250 milljónir Átaksverkefni um sumarstörf fyrir allt að 650 námsmenn. Ríkisstjórnin samþykki að tillögu velferðarráðherra.5. apríl - 1.260 milljónir Íbúðalánasjóði veitt heimild til að lána Félagsstofnun stúdenta til byggingar námsmannaíbúða. Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu velferðarráðherra.5. apríl - 79 milljónir Forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum. Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu forsætis-, velverðar- og innanríkisráðherra.
Kosningar 2013 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira