Á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum er hálka og éljagangur. Einnig er hálka á Mosfellsheiði en þar er einnig skafrenningur. Snjóþekja og skafrenningur er á Lyngdalsheiði og snjóþekja eða hálka er á láglendi og í uppsveitum á Suðurlandi.
Á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli eru hálkublettir og skafrenningur. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Þá er óveður á Snæfellsnesi og hálkublettir eða hálka. Snjóþekja og skafrenningur er á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Ófært er og stórhríð á Fróðárheiði og í Svínadal.
Flest allar leiðir á Vestfjörðum eru ófærar vegna stórhríðar. Þungfært eða þæfingsfærð og óveður er á nokkrum leiðum á láglendi. Á Ennisháls er þæfingsfærð og stórhríð.
Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. Þá eru hálkublettir og skafrenningur í Húnavatnssýslum og Vatnsskarði. Á Skagastrandavegi eru hálkublettir og stórhríð. Á Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi er ófært og stórhríð.
Ófært og stórhríð er á öllum leiðum austan Eyjafjarðar og snjóþekja og skafrenningur er frá Akureyri í Dalvík. Þæfingsfærð er í Ólafsfjarðarmúla og þar er einnig varað við snjóflóðahættur. Þá er ófært og stórhríð á Öxnadalsheiði.
Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði hefur verið lokað.
Snjóþekja er víðast hvar á Austurlandi og sumstaðar er skafrenningur. Þæfingsfærð er á Oddskarði þar sem verið er að moka. Hálka er á Fagradal og ófært er á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Snjóþekja eða hálkublettir og éljagangur er með suðausturströndinni.
