„Talað um aðför að einkabílnum, eins og hann sé lífvera eða blóm“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. maí 2014 14:57 Jón Gnarr fráfarandi borgarstjóri. „Mér finnst þetta magnað, mér yfirsást þetta.“ Svona voru fyrstu viðbrögð Jóns Gnarr, fráfarandi borgarstjóra, þegar blaðamaður tjáði honum að hann væri þriðji borgarstjórinn síðan 1982 til þess að sitja heilt kjörtímabil, eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Jón segist stoltur af sér og sínu fólki í borgarstjórn. Hann segir margt hafa komið sér á óvart eftir að hann settist í stól borgarstjóra og þá kannski helst hversu harkalega hann þurfti að berjast fyrir hjólastígum. Hann segist vilja bjóða fólki upp á að eiga möguleika á bíllausum lífstíl. Enn fremur tekur hann fram að hann eigi erfitt með að skilja þá vörn sem haldið hefur verið uppi fyrir einkabílnum: „Talað er að verið sé að þrengja að einkabílnum. Eða talað um aðför að einkabílnum, eins og hann sé einhver lífvera eða eitthvað blóm sem þarf að njóta sín.“ Jón ræðir um bílastæði, mannasiði og blómaveifandi, kyndilberandi stjórnmálamenn við Vísi.Þriðji til að ljúka kjörtímabili síðan 1982Jón hafði ekki hugleitt hversu lengi hann hafði setið í borgarstjórastóli í sögulegu samhengi, fyrr en blaðamaður benti honum á það. Það er kannski tilefni til að spyrja hvernig þú fórst að því að klára kjörtímabilið. Býrðu yfir einhverju leyndarmáli?„Ég tek bara einn dag fyrir í einu. Bara eins og þegar fólk er edrú. Nú eru þetta orðnir 1430 dagar,“ svarar Jón um hæl, greinilega með fjölda daganna alveg á hreinu.Gunnar Helgi Kristinsson sagði í samtali við Vísi fyrr í dag, að þú gætir gengið út sem einskonar sigurvegari. Ertu sammála því?„Já, ég er alveg sammála því. Og það er ekki bara ég sem er sigurvegari, heldur við sem hópur. Og þetta fyrirbæri sem Besti flokkurinn er. Þetta er sigur sjálfstæðs vilja og sjálfstæðra hugmynda,“ svarar Jón og heldur áfram:Hér má sjá Jón Gnarr með SÁÁ-álfinn.„Í upphafi útskýrðu stjórnmálafræðingar sigur Besta flokksins þannig að þetta væri einhverskonar mótmælaframboð, eða popúlistaframboð. Eins og koma gjarnan upp í svona aðstæðum eins og voru hér eftir Hrun. Reglan er yfirleitt sú, með þessi framboð, að ef þau fá einhverja kosningu brotna þau saman og standa ekki undir álaginu. En það var ekki í okkar tilfelli. Ég held að allir séu að ganga frá þessu nokkuð heilir.“Athygli vakti að Árni Páll Árnason hrósaði þér í hástert í eldhúsdagsumræðum í þinginu á miðvikudagskvöld. Finnur þú fyrir aukinni viðurkenningu „hefðbundinna“ stjórnmálamanna, nú þegar þú hefur setið næstum því heilt kjörtímabil?„Ég fann aldrei fyrir neinni sérstakri óvild hjá þeim. Ég tók eftir þessu hrósi Árna og þótti vænt um það. En eins og ég segi, ég hef ekki skynjað neina óvild frá „hefðbundnum“ stjórnmálamönnum. En ég hef heldur ekki tekið eftir neinum blómaberandi kyndilveifandi stjórnmálamönnum nú þegar ég er ljúka kjörtímabilinu,“ svarar Jón og hlær.Hér er Jón Gnarr prúðbúinn í kjól. Myndin var tekin í tengslum við endurútgáfu hættuspilsins.Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart, eftir að hafa verið borgarstjóri í um fjögur ár?„Já, kannski helst hvað ég hef náð að yfirstíga takmarkanir mínar. Að mér hafi tekist að gera hluti sem ég hélt að ég gæti ekki gert. Svo hef ég uppgvötað ýmislegt um hvernig hlutir í íslensku samfélagi ganga fyrir sig. Ýmislegt sem hefur verið svona „aha-móment“ fyrir mig.“Hvað þá helst?„Til dæmis hvað vegur einkabílsins hefur farið vaxandi. Ég hef oft velt þessu fyrir mér. Ég labba á hverjum degi framhjá horninu á Suðurgötu og Túngötu. Þar sem áður var Dillons hús. En er nú bílastæði. Og ég hef oft hugleitt: Af hverju tekur fólk fallegt hús á fallegum stað og fjarlægir það, til að gera bílastæði. Af hverju þessi bílastæði, hvað er þetta? Svo fer ég að sjá að þeir sem selja bíla, selja olíu, selja bensín hafa mikilla hagsmuna að gæta. Þá fer ég að velta því fyrir mér hvernig Reykjavík er skipulögð. Við höfum viljað gefa fólki möguleika á bíllausum lífstíl. En það hefur verið mótvindur gegn hjólreiðastígum. Talað er að verið sé að þrengja að einkabílnum. Eða talað um aðför að einkabílnum, eins og hann sé einhver lífvera eða eitthvað blóm sem þarf að njóta sín. Ég var að skoða loftmynd af miðbænum og bílastæðamagnið við Alþingishúsið er á stærð við Austurvöll.“ Jón tengir svo umræðu um bílastæði við mannasiði: „Það hefur verið mikið áhersluatriði hjá mér að fjalla um mannasiði. Og það tengist ólöglegum parkeringum. Hér á landi þegar fólk fer á veitingastað finnst því bara í lagi að fara á jeppanum sínum niður í bæ og leggja honum ólöglega og borga kannski tvö þúsund krónur eða eitthvað fyrir það. Og finnst það bara ásættanlegt verð fyrir að leggja ólöglega. Og finnst bara að konur með barnavagna og fólk í hjólastólum eigi bara að fara út á götuna og eigi að víkja fyrir bílnum þeirra sem hefur verið lagt ólöglega. En ef þetta væri gert í siðmenntuðum borgum, til dæmis eins og í Köben, væri bíllinn dreginn strax í burtu og sektin yrði örugglega um 50 þúsund krónur. Og þá myndi fólk aldrei leggja ólöglega aftur.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Jón Gnarr þriðji borgarstjórinn frá 1982 til að sitja heilt kjörtímabil "Hann gengur nú út sem einskonar sigurvegari,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur. 16. maí 2014 11:40 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
„Mér finnst þetta magnað, mér yfirsást þetta.“ Svona voru fyrstu viðbrögð Jóns Gnarr, fráfarandi borgarstjóra, þegar blaðamaður tjáði honum að hann væri þriðji borgarstjórinn síðan 1982 til þess að sitja heilt kjörtímabil, eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Jón segist stoltur af sér og sínu fólki í borgarstjórn. Hann segir margt hafa komið sér á óvart eftir að hann settist í stól borgarstjóra og þá kannski helst hversu harkalega hann þurfti að berjast fyrir hjólastígum. Hann segist vilja bjóða fólki upp á að eiga möguleika á bíllausum lífstíl. Enn fremur tekur hann fram að hann eigi erfitt með að skilja þá vörn sem haldið hefur verið uppi fyrir einkabílnum: „Talað er að verið sé að þrengja að einkabílnum. Eða talað um aðför að einkabílnum, eins og hann sé einhver lífvera eða eitthvað blóm sem þarf að njóta sín.“ Jón ræðir um bílastæði, mannasiði og blómaveifandi, kyndilberandi stjórnmálamenn við Vísi.Þriðji til að ljúka kjörtímabili síðan 1982Jón hafði ekki hugleitt hversu lengi hann hafði setið í borgarstjórastóli í sögulegu samhengi, fyrr en blaðamaður benti honum á það. Það er kannski tilefni til að spyrja hvernig þú fórst að því að klára kjörtímabilið. Býrðu yfir einhverju leyndarmáli?„Ég tek bara einn dag fyrir í einu. Bara eins og þegar fólk er edrú. Nú eru þetta orðnir 1430 dagar,“ svarar Jón um hæl, greinilega með fjölda daganna alveg á hreinu.Gunnar Helgi Kristinsson sagði í samtali við Vísi fyrr í dag, að þú gætir gengið út sem einskonar sigurvegari. Ertu sammála því?„Já, ég er alveg sammála því. Og það er ekki bara ég sem er sigurvegari, heldur við sem hópur. Og þetta fyrirbæri sem Besti flokkurinn er. Þetta er sigur sjálfstæðs vilja og sjálfstæðra hugmynda,“ svarar Jón og heldur áfram:Hér má sjá Jón Gnarr með SÁÁ-álfinn.„Í upphafi útskýrðu stjórnmálafræðingar sigur Besta flokksins þannig að þetta væri einhverskonar mótmælaframboð, eða popúlistaframboð. Eins og koma gjarnan upp í svona aðstæðum eins og voru hér eftir Hrun. Reglan er yfirleitt sú, með þessi framboð, að ef þau fá einhverja kosningu brotna þau saman og standa ekki undir álaginu. En það var ekki í okkar tilfelli. Ég held að allir séu að ganga frá þessu nokkuð heilir.“Athygli vakti að Árni Páll Árnason hrósaði þér í hástert í eldhúsdagsumræðum í þinginu á miðvikudagskvöld. Finnur þú fyrir aukinni viðurkenningu „hefðbundinna“ stjórnmálamanna, nú þegar þú hefur setið næstum því heilt kjörtímabil?„Ég fann aldrei fyrir neinni sérstakri óvild hjá þeim. Ég tók eftir þessu hrósi Árna og þótti vænt um það. En eins og ég segi, ég hef ekki skynjað neina óvild frá „hefðbundnum“ stjórnmálamönnum. En ég hef heldur ekki tekið eftir neinum blómaberandi kyndilveifandi stjórnmálamönnum nú þegar ég er ljúka kjörtímabilinu,“ svarar Jón og hlær.Hér er Jón Gnarr prúðbúinn í kjól. Myndin var tekin í tengslum við endurútgáfu hættuspilsins.Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart, eftir að hafa verið borgarstjóri í um fjögur ár?„Já, kannski helst hvað ég hef náð að yfirstíga takmarkanir mínar. Að mér hafi tekist að gera hluti sem ég hélt að ég gæti ekki gert. Svo hef ég uppgvötað ýmislegt um hvernig hlutir í íslensku samfélagi ganga fyrir sig. Ýmislegt sem hefur verið svona „aha-móment“ fyrir mig.“Hvað þá helst?„Til dæmis hvað vegur einkabílsins hefur farið vaxandi. Ég hef oft velt þessu fyrir mér. Ég labba á hverjum degi framhjá horninu á Suðurgötu og Túngötu. Þar sem áður var Dillons hús. En er nú bílastæði. Og ég hef oft hugleitt: Af hverju tekur fólk fallegt hús á fallegum stað og fjarlægir það, til að gera bílastæði. Af hverju þessi bílastæði, hvað er þetta? Svo fer ég að sjá að þeir sem selja bíla, selja olíu, selja bensín hafa mikilla hagsmuna að gæta. Þá fer ég að velta því fyrir mér hvernig Reykjavík er skipulögð. Við höfum viljað gefa fólki möguleika á bíllausum lífstíl. En það hefur verið mótvindur gegn hjólreiðastígum. Talað er að verið sé að þrengja að einkabílnum. Eða talað um aðför að einkabílnum, eins og hann sé einhver lífvera eða eitthvað blóm sem þarf að njóta sín. Ég var að skoða loftmynd af miðbænum og bílastæðamagnið við Alþingishúsið er á stærð við Austurvöll.“ Jón tengir svo umræðu um bílastæði við mannasiði: „Það hefur verið mikið áhersluatriði hjá mér að fjalla um mannasiði. Og það tengist ólöglegum parkeringum. Hér á landi þegar fólk fer á veitingastað finnst því bara í lagi að fara á jeppanum sínum niður í bæ og leggja honum ólöglega og borga kannski tvö þúsund krónur eða eitthvað fyrir það. Og finnst það bara ásættanlegt verð fyrir að leggja ólöglega. Og finnst bara að konur með barnavagna og fólk í hjólastólum eigi bara að fara út á götuna og eigi að víkja fyrir bílnum þeirra sem hefur verið lagt ólöglega. En ef þetta væri gert í siðmenntuðum borgum, til dæmis eins og í Köben, væri bíllinn dreginn strax í burtu og sektin yrði örugglega um 50 þúsund krónur. Og þá myndi fólk aldrei leggja ólöglega aftur.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Jón Gnarr þriðji borgarstjórinn frá 1982 til að sitja heilt kjörtímabil "Hann gengur nú út sem einskonar sigurvegari,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur. 16. maí 2014 11:40 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Jón Gnarr þriðji borgarstjórinn frá 1982 til að sitja heilt kjörtímabil "Hann gengur nú út sem einskonar sigurvegari,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur. 16. maí 2014 11:40
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent