Kæra ríkisstjórn og aðrir þingmenn Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir skrifar 30. júlí 2014 11:22 Við undirritaðar, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, verkefnastýrur Tabú, viljum skora á ykkur að leggja allt ykkar að mörkum til þess að stuðla að friði og binda enda á það mikla ofbeldi, átök og morð sem á sér stað á Gaza svæðinu. Jafnframt að þrýsta á hjálparstofnanir og stjórnvöld í Ísrael og Palestínu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að vernda sérstaklega fatlað fólk á svæðinu. Fatlað fólk verður fyrir enn frekari áhrifum af vopnuðum átökum en ófatlað fólk sökum óaðgengilegra björgunaraðgerða og öryggisráðstafana ásamt því sem það hefur ekki sömu möguleika til þess að nýta sér heilbrigðisþjónustu, endurhæfingu og öðlast sjálfstæði á ný og/eða ná bata. Sameiginleg reynsla fatlaðs fólks sem býr við vopnuð átök sýnir að meiri líkur eru á að það sé skilið eftir við björgunaraðgerðir eða yfirgefið af fjölskyldum sem eru að reyna að bjarga sér í stórhættulegum og flóknum aðstæðum. Meiri líkur eru á að það fái ekki upplýsingar um hvað á sér stað eða hvert það getur leitað. Flest hjúkrunarrými, athvörf og flóttamannabúðir eru ekki aðgengilegar fyrir fatlað fólk sem stuðlar oft að því að hópnum er vísað frá. Margt fatlað fólk glatar jafnframt hjálpartækjum sínum, t.d. hjólastólum, hækjum, spelkum og öndunarvélum í kjölfar vopnaðra átaka. Ástvinamissir og aðskilnaður frá fjölskyldumeðlimum hefur jafnan meiri áhrif á fatlað fólk en ófatlað fólk því það er oftar háð fólkinu í nærumhverfi sínu um aðstoð við athafnir daglegs lífs og til þess að nálgast heilsugæslu, mat og athvörf, sem er forsenda þess að lifa af. Fatlaðar konur, fötluð börn og fatlað aldrað fólk er í stóraukinni hættu umfram aðra og þurfa sérstaka vernd á svæðum þar sem eru vopnuð átök. Samkvæmt 11. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur einungis undirritað en Ísrael bæði undirritað og fullgilt, kemur fram að „aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk njóti verndar og öryggis þegar hættuástand ríkir, að meðtöldum vopnuðum átökum, neyðarástandi sem kallar á mannúðaraðstoð og náttúruhamförum“. Samningurinn segir jafnfram að aðildarríkin viðurkenni að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis og utan, að verða þolendur ofbeldis, t.d. meiðsla, misþyrminga, vanrækslu og illrar meðferðar. Rannsóknir, m.a. norskar, sýna að þrátt fyrir að hjálparstofnanir, t.d. Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins, í stríðshrjáðum ríkjum leggi sig fram um að setja stefnur um hvernig skuli vernda fatlað fólk sérstaklega, tekst oft illa að fylgja þeim eftir. Bæði hvað varðar vernd fatlaðs fólks gegn vopnuðum átökum en janfrant hvað varðar stuðning og úrræði fyrir fólk sem slasast og fatlast í stríðsátökum. Almennt er talið að fyrir hvert barn sem lætur lífið í vopnuðum átökum fatlist 100 börn varanlega. Samkvæmt upplýsingum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna 28. júlí sl. hafa um 230 börn látið lífið á Gaza svæðinu. Má því áætla að um 2.300 börn hafi fatlast varanlega vegna stríðsátakana nú þegar. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um það í 33. grein að aðildarríkin viðurkenni mikilvægi alþjóðlegs samstarfs með það að markmiði að tilgangur og markmið samningsins nái fram að ganga alþjóðlega. Þó það verði seint hægt að segja að Ísland sé fyrirmyndarríki þegar kemur að stöðu mannréttinda fatlaðra Íslendinga er ljóst að það getur lagt sitt að mörkum við að þrýsta á að fatlað fólk á Gaza svæðinu njóti þeirrar verndar sem alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Rannsóknir sýna að forsenda þess að bæta öryggi fatlaðs fólks á svæðum þar sem vopnuð átök og neyðarástand ríkir sé að fatlað fólk sjálft, einkum konur, taki virkan þátt í og hafa áhrif á gerð allra öryggisáætlanna. Jafnframt að það sé haft fullt samráð við það þegar unnið er að því að byggja samfélagið upp á ný og bæta úr þeim skaða sem stríðsátökin valda. Á þetta við bæði í persónulegum málum en einnig á pólitískum vettvangi. Hér má finna þriggja mínútna langt viðtal við fatlaða konu frá Bangladesh sem lýsir vel mikilvægi þess að huga sérstaklega að stöðu fatlaðs fólks á svæðum þar sem vopnuð átök og neyðarástand ríkir: http://www.cbm.org/Disaster-Reduction-Meet-Kazol,-disaster-prepared--427283.php Við hvetjum ykkur til þess að gefast ekki upp gagnvart því yfirþyrmandi ástandi sem ríkir á Gaza svæðinu. Við erum friðsöm þjóð og eigum að nota þá sérstöðu okkar til þess að hafa áhrif alþjóðlega. Við erum þátttakendur í ofbeldinu og átökunum ef við gerum ekki allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir það. Allt fólk á rétt á því að lifa í friði og án ofbeldis. Fatlað fólk, af hvaða kyni og aldri sem er, á aldrei að vera þar undanskilið. Öll erum við manneskjur og líf okkar því jafn dýrmætt og mikilvægt - hvar í heiminum sem við erum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við undirritaðar, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, verkefnastýrur Tabú, viljum skora á ykkur að leggja allt ykkar að mörkum til þess að stuðla að friði og binda enda á það mikla ofbeldi, átök og morð sem á sér stað á Gaza svæðinu. Jafnframt að þrýsta á hjálparstofnanir og stjórnvöld í Ísrael og Palestínu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að vernda sérstaklega fatlað fólk á svæðinu. Fatlað fólk verður fyrir enn frekari áhrifum af vopnuðum átökum en ófatlað fólk sökum óaðgengilegra björgunaraðgerða og öryggisráðstafana ásamt því sem það hefur ekki sömu möguleika til þess að nýta sér heilbrigðisþjónustu, endurhæfingu og öðlast sjálfstæði á ný og/eða ná bata. Sameiginleg reynsla fatlaðs fólks sem býr við vopnuð átök sýnir að meiri líkur eru á að það sé skilið eftir við björgunaraðgerðir eða yfirgefið af fjölskyldum sem eru að reyna að bjarga sér í stórhættulegum og flóknum aðstæðum. Meiri líkur eru á að það fái ekki upplýsingar um hvað á sér stað eða hvert það getur leitað. Flest hjúkrunarrými, athvörf og flóttamannabúðir eru ekki aðgengilegar fyrir fatlað fólk sem stuðlar oft að því að hópnum er vísað frá. Margt fatlað fólk glatar jafnframt hjálpartækjum sínum, t.d. hjólastólum, hækjum, spelkum og öndunarvélum í kjölfar vopnaðra átaka. Ástvinamissir og aðskilnaður frá fjölskyldumeðlimum hefur jafnan meiri áhrif á fatlað fólk en ófatlað fólk því það er oftar háð fólkinu í nærumhverfi sínu um aðstoð við athafnir daglegs lífs og til þess að nálgast heilsugæslu, mat og athvörf, sem er forsenda þess að lifa af. Fatlaðar konur, fötluð börn og fatlað aldrað fólk er í stóraukinni hættu umfram aðra og þurfa sérstaka vernd á svæðum þar sem eru vopnuð átök. Samkvæmt 11. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur einungis undirritað en Ísrael bæði undirritað og fullgilt, kemur fram að „aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk njóti verndar og öryggis þegar hættuástand ríkir, að meðtöldum vopnuðum átökum, neyðarástandi sem kallar á mannúðaraðstoð og náttúruhamförum“. Samningurinn segir jafnfram að aðildarríkin viðurkenni að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis og utan, að verða þolendur ofbeldis, t.d. meiðsla, misþyrminga, vanrækslu og illrar meðferðar. Rannsóknir, m.a. norskar, sýna að þrátt fyrir að hjálparstofnanir, t.d. Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins, í stríðshrjáðum ríkjum leggi sig fram um að setja stefnur um hvernig skuli vernda fatlað fólk sérstaklega, tekst oft illa að fylgja þeim eftir. Bæði hvað varðar vernd fatlaðs fólks gegn vopnuðum átökum en janfrant hvað varðar stuðning og úrræði fyrir fólk sem slasast og fatlast í stríðsátökum. Almennt er talið að fyrir hvert barn sem lætur lífið í vopnuðum átökum fatlist 100 börn varanlega. Samkvæmt upplýsingum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna 28. júlí sl. hafa um 230 börn látið lífið á Gaza svæðinu. Má því áætla að um 2.300 börn hafi fatlast varanlega vegna stríðsátakana nú þegar. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um það í 33. grein að aðildarríkin viðurkenni mikilvægi alþjóðlegs samstarfs með það að markmiði að tilgangur og markmið samningsins nái fram að ganga alþjóðlega. Þó það verði seint hægt að segja að Ísland sé fyrirmyndarríki þegar kemur að stöðu mannréttinda fatlaðra Íslendinga er ljóst að það getur lagt sitt að mörkum við að þrýsta á að fatlað fólk á Gaza svæðinu njóti þeirrar verndar sem alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Rannsóknir sýna að forsenda þess að bæta öryggi fatlaðs fólks á svæðum þar sem vopnuð átök og neyðarástand ríkir sé að fatlað fólk sjálft, einkum konur, taki virkan þátt í og hafa áhrif á gerð allra öryggisáætlanna. Jafnframt að það sé haft fullt samráð við það þegar unnið er að því að byggja samfélagið upp á ný og bæta úr þeim skaða sem stríðsátökin valda. Á þetta við bæði í persónulegum málum en einnig á pólitískum vettvangi. Hér má finna þriggja mínútna langt viðtal við fatlaða konu frá Bangladesh sem lýsir vel mikilvægi þess að huga sérstaklega að stöðu fatlaðs fólks á svæðum þar sem vopnuð átök og neyðarástand ríkir: http://www.cbm.org/Disaster-Reduction-Meet-Kazol,-disaster-prepared--427283.php Við hvetjum ykkur til þess að gefast ekki upp gagnvart því yfirþyrmandi ástandi sem ríkir á Gaza svæðinu. Við erum friðsöm þjóð og eigum að nota þá sérstöðu okkar til þess að hafa áhrif alþjóðlega. Við erum þátttakendur í ofbeldinu og átökunum ef við gerum ekki allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir það. Allt fólk á rétt á því að lifa í friði og án ofbeldis. Fatlað fólk, af hvaða kyni og aldri sem er, á aldrei að vera þar undanskilið. Öll erum við manneskjur og líf okkar því jafn dýrmætt og mikilvægt - hvar í heiminum sem við erum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun