Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2014 08:00 Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. Sala togarans Gullvers á Seyðisfirði til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í síðasta mánuði er nýjasta dæmið um færslu veiðiheimilda frá lítilli útgerð til stórrar.Togarinn Gullver á Seyðisfirði. Hann hefur nú verið seldur til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fáskrúðsfjörður er álíka fjölmenn byggð og Seyðisfjörður og þar er Loðnuvinnslan burðarás samfélagsins; fyrirtæki sem er að mestu í eigu íbúanna á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veiðileyfagjöldin ógna smærri byggðum. „Menn fóru alltof hátt í þau, sérstaklega bolfiskmegin,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar og kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að samþjöppunin hafi orðið heilmikil fyrir vikið. Hjá minni útgerðum hafi menn orðið hræddir og fóru að selja, mikil samþjöppun hafi orðið eftir að veiðigjöldin voru sett á. „Ég veit að þeir flokkar, sem stóðu fyrir því, vildu ekki samþjöppun, en hún er engu að síður staðreynd,“ segir Friðrik Mar. Friðrik segir að í þessu 700 manna samfélagi muni Loðnuvinnslan í ár greiða nærri hálfan milljarð króna í veiðileyfagjöld og tekjuskatt, þar af rétt tæpar 200 milljónir króna í veiðileyfagjöld, sem hann kallar landsbyggðarskatt.Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði greiðir um 200 milljónir króna í veiðileyfagjöld á þessu ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það held ég að það sé það alvarlega í því að það er raunverulega verið að gera minni útgerðum mjög erfitt fyrir. Þá á ég við þar sem einn bátur er og kannski engin vinnsla, og svo framvegis. Ég held að stjórnvöld vilji það ekki, en engu að síður er það staðreynd að þau eru að búa svo um hnútana að það verði.“ Í þættinum „Um land allt“ síðastliðinn þriðjudag var fjallað um kaupfélagsútgerð og fiskvinnslu á Fáskrúðsfirði. Í fyrra var fjallað um samrekstur togara og fiskvinnslu á Seyðisfirði. Fjarðabyggð Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir „Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. Sala togarans Gullvers á Seyðisfirði til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í síðasta mánuði er nýjasta dæmið um færslu veiðiheimilda frá lítilli útgerð til stórrar.Togarinn Gullver á Seyðisfirði. Hann hefur nú verið seldur til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fáskrúðsfjörður er álíka fjölmenn byggð og Seyðisfjörður og þar er Loðnuvinnslan burðarás samfélagsins; fyrirtæki sem er að mestu í eigu íbúanna á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veiðileyfagjöldin ógna smærri byggðum. „Menn fóru alltof hátt í þau, sérstaklega bolfiskmegin,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar og kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að samþjöppunin hafi orðið heilmikil fyrir vikið. Hjá minni útgerðum hafi menn orðið hræddir og fóru að selja, mikil samþjöppun hafi orðið eftir að veiðigjöldin voru sett á. „Ég veit að þeir flokkar, sem stóðu fyrir því, vildu ekki samþjöppun, en hún er engu að síður staðreynd,“ segir Friðrik Mar. Friðrik segir að í þessu 700 manna samfélagi muni Loðnuvinnslan í ár greiða nærri hálfan milljarð króna í veiðileyfagjöld og tekjuskatt, þar af rétt tæpar 200 milljónir króna í veiðileyfagjöld, sem hann kallar landsbyggðarskatt.Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði greiðir um 200 milljónir króna í veiðileyfagjöld á þessu ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það held ég að það sé það alvarlega í því að það er raunverulega verið að gera minni útgerðum mjög erfitt fyrir. Þá á ég við þar sem einn bátur er og kannski engin vinnsla, og svo framvegis. Ég held að stjórnvöld vilji það ekki, en engu að síður er það staðreynd að þau eru að búa svo um hnútana að það verði.“ Í þættinum „Um land allt“ síðastliðinn þriðjudag var fjallað um kaupfélagsútgerð og fiskvinnslu á Fáskrúðsfirði. Í fyrra var fjallað um samrekstur togara og fiskvinnslu á Seyðisfirði.
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir „Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
„Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15
Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28
Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00