Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2014 08:00 Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. Sala togarans Gullvers á Seyðisfirði til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í síðasta mánuði er nýjasta dæmið um færslu veiðiheimilda frá lítilli útgerð til stórrar.Togarinn Gullver á Seyðisfirði. Hann hefur nú verið seldur til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fáskrúðsfjörður er álíka fjölmenn byggð og Seyðisfjörður og þar er Loðnuvinnslan burðarás samfélagsins; fyrirtæki sem er að mestu í eigu íbúanna á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veiðileyfagjöldin ógna smærri byggðum. „Menn fóru alltof hátt í þau, sérstaklega bolfiskmegin,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar og kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að samþjöppunin hafi orðið heilmikil fyrir vikið. Hjá minni útgerðum hafi menn orðið hræddir og fóru að selja, mikil samþjöppun hafi orðið eftir að veiðigjöldin voru sett á. „Ég veit að þeir flokkar, sem stóðu fyrir því, vildu ekki samþjöppun, en hún er engu að síður staðreynd,“ segir Friðrik Mar. Friðrik segir að í þessu 700 manna samfélagi muni Loðnuvinnslan í ár greiða nærri hálfan milljarð króna í veiðileyfagjöld og tekjuskatt, þar af rétt tæpar 200 milljónir króna í veiðileyfagjöld, sem hann kallar landsbyggðarskatt.Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði greiðir um 200 milljónir króna í veiðileyfagjöld á þessu ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það held ég að það sé það alvarlega í því að það er raunverulega verið að gera minni útgerðum mjög erfitt fyrir. Þá á ég við þar sem einn bátur er og kannski engin vinnsla, og svo framvegis. Ég held að stjórnvöld vilji það ekki, en engu að síður er það staðreynd að þau eru að búa svo um hnútana að það verði.“ Í þættinum „Um land allt“ síðastliðinn þriðjudag var fjallað um kaupfélagsútgerð og fiskvinnslu á Fáskrúðsfirði. Í fyrra var fjallað um samrekstur togara og fiskvinnslu á Seyðisfirði. Fjarðabyggð Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir „Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. Sala togarans Gullvers á Seyðisfirði til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í síðasta mánuði er nýjasta dæmið um færslu veiðiheimilda frá lítilli útgerð til stórrar.Togarinn Gullver á Seyðisfirði. Hann hefur nú verið seldur til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fáskrúðsfjörður er álíka fjölmenn byggð og Seyðisfjörður og þar er Loðnuvinnslan burðarás samfélagsins; fyrirtæki sem er að mestu í eigu íbúanna á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veiðileyfagjöldin ógna smærri byggðum. „Menn fóru alltof hátt í þau, sérstaklega bolfiskmegin,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar og kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að samþjöppunin hafi orðið heilmikil fyrir vikið. Hjá minni útgerðum hafi menn orðið hræddir og fóru að selja, mikil samþjöppun hafi orðið eftir að veiðigjöldin voru sett á. „Ég veit að þeir flokkar, sem stóðu fyrir því, vildu ekki samþjöppun, en hún er engu að síður staðreynd,“ segir Friðrik Mar. Friðrik segir að í þessu 700 manna samfélagi muni Loðnuvinnslan í ár greiða nærri hálfan milljarð króna í veiðileyfagjöld og tekjuskatt, þar af rétt tæpar 200 milljónir króna í veiðileyfagjöld, sem hann kallar landsbyggðarskatt.Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði greiðir um 200 milljónir króna í veiðileyfagjöld á þessu ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það held ég að það sé það alvarlega í því að það er raunverulega verið að gera minni útgerðum mjög erfitt fyrir. Þá á ég við þar sem einn bátur er og kannski engin vinnsla, og svo framvegis. Ég held að stjórnvöld vilji það ekki, en engu að síður er það staðreynd að þau eru að búa svo um hnútana að það verði.“ Í þættinum „Um land allt“ síðastliðinn þriðjudag var fjallað um kaupfélagsútgerð og fiskvinnslu á Fáskrúðsfirði. Í fyrra var fjallað um samrekstur togara og fiskvinnslu á Seyðisfirði.
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir „Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
„Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15
Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28
Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00