Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2014 20:45 Hjalti Einarsson vélvirki. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 67 árum eftir þetta mannskæðasta flugslys á Íslandi lýsir Hjalti Einarsson, vélvirki í Hafnarfirði, í fyrsta sinn í fjölmiðlum því sem hann sá frá bænum Reyðará á Siglunesi þennan örlagaríka dag, 29. maí árið 1947. Bókin „Harmleikur í Héðinsfirði“, eftir Margréti Þóru Þórsdóttur, var gefin út fyrir fimm árum um slysið en þar er þess getið að níu ára strákur á bænum Reyðará, Hjalti Einarsson, hafi síðastur séð flugvélina á lofti. Rannsóknarnefnd heyrði vitnisburð Hjalta á sínum tíma en hann lýsir því nú í fyrsta sinn opinberlega í fjölmiðlum sem hann sá frá sjávarbakkanum við Reyðará.Bærinn Reyðará á Siglunesi séður úr flugvél. Hjalti stóð á sjávarbakkanum þegar hann sá flugvélina skjótast framhjá og farþegana veifa til sín.Mynd/Úr einkasafni.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst Hjalti hafa heyrt í flugvélinni koma. „Svo veður hún náttúrlega þarna framhjá. Og ég sé að hún er það lágt, - ég er á bakka sem er eitthvað um tuttugu metra hár. Ég sé sem sagt í gegnum gluggaröðina og út í gegnum vélina, - sé farþegana ágætlega. Þetta náttúrlega tekur mjög stutt af, fljótt af. Og ég held því fram að það hafi farþegar veifað mér þarna. Ég held að það sé nokkuð öruggt. En þeir hljóta nú að hafa verið svolítið stressaðir, - að vera svona lágt flogið,“ sagði Hjalti. „Og vængurinn - í raun og veru vængendinn - hann er neðan við grastorfuna sem ég stend á. Og svo fór hún þarna austur með og þokan var í eitthvað um fimmtíu metra hæð á Hvanndölunum.“ Hjalti segir að þokan hafi síðan fallið niður að sjó og þannig alveg orðið dimmt en hann sá flugvélina hverfa inn í þokuna. Flakið fannst rúmum sólarhring síðar, í hlíðum Hestfjalls aðeins um tvo kílómetra frá Reyðará, og kom þá í ljós að allir 25 um borð höfðu farist. Nánar var rætt við Hjalta í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.Hjalti Einarsson var 9 ára gamall þegar flugvél Flugfélags Íslands fórst í Héðinsfirði árið 1947.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fjallabyggð Fréttir af flugi Hafnarfjörður Um land allt Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 67 árum eftir þetta mannskæðasta flugslys á Íslandi lýsir Hjalti Einarsson, vélvirki í Hafnarfirði, í fyrsta sinn í fjölmiðlum því sem hann sá frá bænum Reyðará á Siglunesi þennan örlagaríka dag, 29. maí árið 1947. Bókin „Harmleikur í Héðinsfirði“, eftir Margréti Þóru Þórsdóttur, var gefin út fyrir fimm árum um slysið en þar er þess getið að níu ára strákur á bænum Reyðará, Hjalti Einarsson, hafi síðastur séð flugvélina á lofti. Rannsóknarnefnd heyrði vitnisburð Hjalta á sínum tíma en hann lýsir því nú í fyrsta sinn opinberlega í fjölmiðlum sem hann sá frá sjávarbakkanum við Reyðará.Bærinn Reyðará á Siglunesi séður úr flugvél. Hjalti stóð á sjávarbakkanum þegar hann sá flugvélina skjótast framhjá og farþegana veifa til sín.Mynd/Úr einkasafni.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst Hjalti hafa heyrt í flugvélinni koma. „Svo veður hún náttúrlega þarna framhjá. Og ég sé að hún er það lágt, - ég er á bakka sem er eitthvað um tuttugu metra hár. Ég sé sem sagt í gegnum gluggaröðina og út í gegnum vélina, - sé farþegana ágætlega. Þetta náttúrlega tekur mjög stutt af, fljótt af. Og ég held því fram að það hafi farþegar veifað mér þarna. Ég held að það sé nokkuð öruggt. En þeir hljóta nú að hafa verið svolítið stressaðir, - að vera svona lágt flogið,“ sagði Hjalti. „Og vængurinn - í raun og veru vængendinn - hann er neðan við grastorfuna sem ég stend á. Og svo fór hún þarna austur með og þokan var í eitthvað um fimmtíu metra hæð á Hvanndölunum.“ Hjalti segir að þokan hafi síðan fallið niður að sjó og þannig alveg orðið dimmt en hann sá flugvélina hverfa inn í þokuna. Flakið fannst rúmum sólarhring síðar, í hlíðum Hestfjalls aðeins um tvo kílómetra frá Reyðará, og kom þá í ljós að allir 25 um borð höfðu farist. Nánar var rætt við Hjalta í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.Hjalti Einarsson var 9 ára gamall þegar flugvél Flugfélags Íslands fórst í Héðinsfirði árið 1947.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Fjallabyggð Fréttir af flugi Hafnarfjörður Um land allt Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira