Hafsteinn Briem, sem lék með Fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar, er genginn í raðir ÍBV.
Hafsteinn skrifaði undir samninginn á veitingastaðnum Roadhouse á Snorrabraut í dag.
Þessi 23 ára gamli miðjumaður rifti samningi sínum við Fram eftir tímabilið eins og svo margir aðrir, en verður nú með ÍBV í Pepsi-deildinni næsta sumar.
Fram kemur á fótbolti.net að samningur Hafsteins sé til þriggja ára.
Hafsteinn Briem genginn í raðir ÍBV
Tómas Þór Þórðarson skrifar
