Knattspyrnumarkvörðurinn Ingvar Þór Kale er genginn í raðir Vals, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Hlíðarendafélagið í kvöld.
Þetta kemur fram á fótbolti.net, en Ingvar kemur til Vals frá Víkingi þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö ár.
Ingvar varði einnig mark Víkings frá 2005-2008 en spilaði svo með Breiðabliki 2009-2012 og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu.
Ingvar fékk 29 mörk á sig í 22 leikjum með Víkingi í Pepsi-deildinni í sumar, en liðið hafnaði í fjórða sæti og tryggði sér þátttöku í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Ingvar samdi við Val
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið




Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
Handbolti



„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn



„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti