Hún hefur lagt fram fyrirspurn þess efnis á Alþingi.

Birgitta furðar sig á því í samtali við Vísi hvað Íslendingar séu lengi að fullgilda slíka samninga. „Það er alveg furðulegt hvað við erum lengi að fullgilda marga góða samninga sem við þó teljum okkur eiga aðild að. Við erum ekki aðilar að þeim nema við séum búin að fullgilda þá,“ segir hún.
Birgitta vill einnig svör frá nýskipuðum innanríkisráðherra um hve margar kærur bárust ríkissaksóknara á árunum 2011–2013 þar sem kært var fyrir brot sem fellur undir atferlislýsingu samnings Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og hver urðu afdrif málanna í réttarkerfinu.