Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. desember 2014 15:44 „Ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun um kaup á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Til skoðunar hefur verið í fjármálaráðuneytinu að veita fólki tækifæri til að gefa sig fram og sleppa þannig við refsingu vegna skattaundaskotanna. Frosti sagði að ef þessi leið yrði farin gæti það skilað ríkinu fimm til fimmtán milljarða króna ef tekið væri mið af árangri þessarar leiðar í nágrannalöndum okkar. „Núna eru upplýsingar að leka út úr þessum skattaskjólum með ýmsum hætti og það er líka verið að gera samninga, alþjóðlega samninga um upplýsingaskipti við þessi skattaskjól, og þá myndast þessi hæfilega ótti,“ sagði hann. „Svona kerfi vantar hérna á Ísland. Það vantar þennan hvata kannski til að koma fram sem eru í öðrum ríkjum.“ Frosti sagði að Þjóðverjar, Svíar og Norðmenn hefðu náð inn miklum tekjum með því að gefa færi fyrir fólk að gefa sig fram án refsingar. „Ef að við erum álíka dugleg, eða okkar nýríka fólk er álíka duglegt og í Noregi og Svíþjóð geta þetta verið einhverjir kannski fimm til fimmtán milljarðar,“ sagði hann. Frosti segir það erfitt að fara af stað með svona áætlun vegna gagnrýni almennings sem kunni að spyrja hvort þetta sé ekki gert til að ríkir vinir þeirra sleppi. „Málið er að þeir sleppa ekki. Þeir borga alla skattana. Þeir borga þá með vöxtum og álagi en við sleppum við að borga fyrir þá fangelsisvist, sem að kostar 30 þúsund kall á dag,“ sagði hann. „Þetta er svosem ekki stórhættulegt fólk.“ Alþingi Tengdar fréttir Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41 Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
„Ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun um kaup á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Til skoðunar hefur verið í fjármálaráðuneytinu að veita fólki tækifæri til að gefa sig fram og sleppa þannig við refsingu vegna skattaundaskotanna. Frosti sagði að ef þessi leið yrði farin gæti það skilað ríkinu fimm til fimmtán milljarða króna ef tekið væri mið af árangri þessarar leiðar í nágrannalöndum okkar. „Núna eru upplýsingar að leka út úr þessum skattaskjólum með ýmsum hætti og það er líka verið að gera samninga, alþjóðlega samninga um upplýsingaskipti við þessi skattaskjól, og þá myndast þessi hæfilega ótti,“ sagði hann. „Svona kerfi vantar hérna á Ísland. Það vantar þennan hvata kannski til að koma fram sem eru í öðrum ríkjum.“ Frosti sagði að Þjóðverjar, Svíar og Norðmenn hefðu náð inn miklum tekjum með því að gefa færi fyrir fólk að gefa sig fram án refsingar. „Ef að við erum álíka dugleg, eða okkar nýríka fólk er álíka duglegt og í Noregi og Svíþjóð geta þetta verið einhverjir kannski fimm til fimmtán milljarðar,“ sagði hann. Frosti segir það erfitt að fara af stað með svona áætlun vegna gagnrýni almennings sem kunni að spyrja hvort þetta sé ekki gert til að ríkir vinir þeirra sleppi. „Málið er að þeir sleppa ekki. Þeir borga alla skattana. Þeir borga þá með vöxtum og álagi en við sleppum við að borga fyrir þá fangelsisvist, sem að kostar 30 þúsund kall á dag,“ sagði hann. „Þetta er svosem ekki stórhættulegt fólk.“
Alþingi Tengdar fréttir Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41 Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41
Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49