Gullkorn ársins: Malta, toxoplasmi og helvítis dóni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. desember 2014 14:00 Árið 2014 var viðburðaríkt á sviði stjórnmálanna. Árið 2014 var viðburðaríkt á sviði stjórnmálanna. Niðurfelling húsnæðislána sem sumir kölluðu leiðréttingu, lekamálið svokallaða, Evrópuskýrslur og umdeild ummæli um lóð fyrir Félag múslima í Reykjavík voru meðal þeirra mála sem báru hæst á árinu sem senn er á enda. Í hita leiksins féllu mörg ummæli sem vöktu athygli fyrir ýmsar sakir. Vísir tók saman þau helstu. Tveir stjórnmálamenn eiga fleiri en ein ummæli á listanum, en það eru þau Vigdís Hauksdóttir og Þorsteinn Sæmundsson. Á listanum eru ummæli fulltrúa allra flokka á Alþingi. Listinn lítur svona út:Vigdís Hauksdóttir.Vigdís Hauksdóttir:„Malta er sjálfstjórnarríki innan stærra lands.“ Formaður fjárlaganefndar Alþingis, Vigdís Hauksdóttir, sagði í febrúar, þegar hún var gestur þættinum Mín skoðun sem var á dagskrá Stöðvar 2 á árinu, að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarríki innan stærra lands. Ummælin vöktu mikla athygli víða, meðal annars í Möltu. Í frétt miðilsins Malta Times var vakin sérstök athygli á því að hún neitaði að taka fram hvaða ríki Malta væri undir. Þess má geta að Malta er í raun sjálfstætt ríki. Og Malta er líka súkkulaði, en margir notuðu tækifæri og bentu á það á samfélagsmiðlum.Óttarr Proppé og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.Óttarr Proppé:„Dallalas, la Dallalallalaser falleg borg í Texas.Bítast fagrar konur um mikinn auðinnan um mislitan sauð.Ewing-fjölskyldan samheldin erþá vandamál steðja að.J.R. glúrinn en Bobby er berog miss Ellie æði er.Dallalas, Dallalallalas.“Ræða Óttarrs Proppé, þingmanns Bjartrar framíðar í eldhúsdagsumræðum á þinginu í maí, vakti mikla athygli. Í ræðustól Alþingis las Óttarr ljóðið hér að ofan, sem hann samdi ásamt Sigurjóni Kjartanssyni við titillag framhaldsþáttarins Dallas sem naut mikilla vinsælda hér á landi á síðustu öld. Óttarr sagði ljóðið minna sig á hvað þyrfti að gera á þinginu:„Samheldni, hæfilega glúrin vinnubrögð og dass af áræðni. Ég vona að það komi öðrum að gagni líka.“Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir:„Ég er örugglega eini frambjóðandinn í Reykjavík sem hefur búið annars staðar en á Íslandi."Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík á árinu. Hún tók við sem oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina rétt fyrir kosningar. Þegar hún tók við var ekki útlit fyrir að flokkurinn næði fulltrúa inn í borgarstjórn, en á skömmum tíma jókst fylgið við flokkinn og fékk flokkurinn að lokum tvo borgarfulltrúa. Þann 23. maí birtist viðtal á Vísi þar sem Sveinbjörg Birna sagðist til dæmis vilja að lóaðarúthlutun til Félags múslima yrði dregin til baka. Sveinbjörg Birna sagðist ekki vera að leggja þetta til þetta af þeirri ástæðu að henni væri illa við múslima og hélt því fram að hún væri örugglega eini frambjóðandinn sem hefði búið annarsstaðar en á Íslandi. Sveinbjörg Birna hugði væntanlega ekki að því að nokkrir mótframbjóðendur hennar höfðu fæðst erlendis, eins og til dæmis Salman Tamimi, sem hún sat fundi með og ræddi við. Þá eru ótaldir þeir frambjóðendur sem bjuggu erlendis, alveg eins og oddviti Framsóknar í Reykjavík.Sigrún Magnúsdóttir og Pétur Blöndal.Pétur Blöndal:„Ég hygg varðandi vörugjöldin að það séu hlutfallslega fleiri ísskápar hjá lágtekjufólki en hjá hátekjufólki af því menn eru yfirleitt ekki með marga ísskápa."Pétur Blöndal varði hækkun lægra þreps virðisaukaskattkerfisins – sem gjarnan er nefndur matarskattur – með því að segja að lækkun vörugjalda á raftæki kæmi tekjulágum heimilum frekar til góða. Hvort það séu hlutfallslega fleiri ískápar hjá lágtekjufólki hlýtur þó að teljast fremur ólíklegt, því eins og Pétur segir sjálfur: „Menn eru yfirleitt ekki með marga ísskápa.“Sigrún Magnsúsdóttir: Formaður þingflokks Framsóknar sagðist í samtali við Ríkisútvarpið sakna „fjölmiðils sem skilji Framsóknarfólk og stefnu þeirra.“Hún bætti við: „Mér finnst alltaf vera mjög tortryggt allt sem Framsóknarmenn leggja til og tala um og snúið út úr því á alla enda og kanta. Við vitum náttúrlega að Fréttablaðið er mest fyrir Samfylkinguna og Bjarta framtíð. Það væri gott fyrir okkur Framsóknarmenn að eiga okkar Fréttablað. Ég bara svona nefni þetta.“Þingflokksformaðurinn vakti athygli fyrir þessi ummæli sín og önnur (sem má, til að mynda, sjá síðar í þessari grein). Sigrún lét ofangreind orð falla þegar hún var spurð út í dvínandi fylgi Framsóknarflokksins og benti hún á að fylgi flokksins í kosningum og skoðanakönnunum væri sjaldnast það sama.Hér má sjá eftirminnilegt atvik. Þessi mynd var tekin skömmu áður en Katrín Júlíusdóttir kallaði Bjarna Benediktsson helvítis dóna.Vísir/ValliKatrín Júlíusdóttir:„Helvítis dóni."Fá ummæli vöktu jafn mikið umtal og þau orð sem þingkona Samfylkingarinnar sagði við formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, eftir að hann lagði blað í pontuna á meðan hún hélt ræðu í þinginu. Hún bætti við: „Virðulegi forseti. Er þetta venjan hér? Að hæstvirtir ráðherrar skutli í ræðumenn pappírum meðan þeir eru að tala í ræðustól? Hvernig er farið með vítur í þessum þingsal? Er það svoleiðis? Hæstvirtur ráðherra getur komið hér í ræðustól kjósi hann svo og sagt sína meiningu hér. Hann hendir ekki í mig pappírum þegar ég hef orðið.“Ummælin féllu vegna deilna um dagskrá þingsins í tengslum við skýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið.Þorsteinn Sæmundsson og Steingrímur J. Sigfússon.Þorsteinn Sæmundsson: „Ég hitti ágæta konu, framhaldsskólakennara. Eiginmaðurinn var ríkisstarfsmaður í BHM (Bandalagi Háskólamanna). Þau voru búin að selja íbúð sem þau áttu og voru farin í minni íbúð. Þau voru í skilum. Börðust um á hæl og hnakka. Og þessi ágæta kona sagði við mig: Ég hlakka til þess dags þegar ég get hætt að lita á mér hárið sjálf og get farið á hárgreiðslustofu til þess að láta gera það fyrir mig. Það var fyrir fólk eins og þessa konu og hennar mann sem að við settum fram okkar tillögur.“Þorsteinn Sæmundsson í Framsóknarflokki vakti mikla athygli fyrir þessi ummæli sín. Vísir fór meðal annars á stúfana og ræddi við Gunnar Inga Sigurðsson, framkvæmdastjóra Hagkaups, sem sagði Þorstein hafa haft rétt fyrir sér, því sala á hárlit til þess að nota heimafyrir, hefði aukist eftir hrun. Einnig var rætt við hárgreiðslukonu í Kópavogi sem sagðist finna fyrir því að fólk kæmi sjaldnar í litun til hennar.Steingrímur J. Sigfússon: „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust. Það er aldrei hægt að tala á alvarlegum nótum um nokkurn skapaðan hlut.“ Steingrímur J. Sigfússon hefur oft vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í ræðustól Alþingis. En seint á sumarkvöldi, um miðjan maímánuð, fékk hann nóg af framíköllum Vigdísar Hauksdóttur. Verið var að ræða skuldaniðurfellinguna og var hann í miðri ræðu, að tala um að hann og hans kynslóð hefði brugðist og nú ætti að senda reikninginn inn í framtíðina. Þá kallaði Vigdís: „Landsbankabréfin!“ Steingrímur brást illa við þessari glósu. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis greip inní með bjöllu sinni og orðunum: „Ég ætla engu að síður að biðja háttvirtan þingmann að gæta orða sinna.“ Steingrímur var hins vegar orðinn úrillur og svaraði af bragði: „Forseti ætti þá kannski ekki að sofa þarna og líða það að ræðumenn séu truflaðir með þessum hætti.“ Einar K. Guðfinnsson sagðist þá fylgjast vel með gangi mála. Vigdís tjáði sig um málið á Facebooksíðu sinni morguninn eftir og skrifaði: „- sumir eru heilagri en aðrir - lykilorðið er "Landsbankabréfið" - þá verður SJS æfur !!!“Vilhjálmur Bjarnason og Þórunn Egilsdóttir.Þórunn Egilsdóttir:„Hæstvirtur forseti. Talið um byssur og vopnaeign leiðir huga minn að því að nú er að renna upp rjúpnaveiðitímabil. Það stendur í 12 daga. Það má veiða í þrjá daga í senn, frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember.Það er ekki víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla daga og því er mikilvægt að huga vel að undirbúningi. Ég hvet alla sem ætla að ganga til veiða að huga vel að þeim undirbúningi. Menn þurfa að þekkja vopnin sín, vita hvað þeir eru með í höndunum, hvernig á að fara með það og gæta varúðar í öllu. Það er mjög mikilvægt að menn kanni landslagið, þekki til staðhátta og láti vita af sér. Áður en farið er af stað er mjög mikilvægt að vera í vatnsheldum skóm með grófum sóla því að maður veit aldrei í hverju maður lendir."Í umræðum um vopnavæðingu lögreglunnar steig Framsóknarkonan Þórunn Egilsdóttir fram og taldi tilefni til að flytja óvænt hollráð til rjúpnaskytta. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem er líklega ein af fáum skotveiðimönnum á þingi, fagnaði þessum ráðum Þórunnar: „Já, ég hlustaði af athygli. Þarna kom húsmóðirin að austan, vel meinandi og var með móðurleg ráð til okkar veiðimanna.“ Vilhjálmur Bjarnason:„Ég ætla fyrst að svara síðustu athugasemd háttvirts þingmanns varðandi að heimilistæki séu keypt sjaldan. Það er nefnilega einmitt gott að þeir efnameiri geti keypt heimilistæki núna og skipt um, til þess að þeir efnaminni geti keypt góð heimilistæki á eftirmarkaði á lágu verði. Öllum til hagsbóta.“Pétur Blöndal var ekki eini Sjálfstæðismaðurinn sem fjallaði um raftækjaeign fólks útfrá tekjum þess. Vilhjálmur Bjarnason úr Garðabænum sagði það vera gott að ríkir gætu keypt sér ný raftæki, því þá gætu þeir efnaminni keypt notuð en vönduð heimilistæki. Þessi orð féllu í jólamánuðinum sjálfum, skömmu eftir að OECD úrskurðaði brauðmolakenninguna svokölluðu ranga. Sigrún Magnúsdóttir: „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.Ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur í tengslum við hugsanlega komu Costco, hins ameríska verslunarrisa, á íslenskan markað fönguðu athygli margra. Sigrún lét ofangreind orð falla í samtali við fréttamann Stöðvar 2 og var spurð hvort að ekki ætti að leyfa íslenskum neytendum að dæma um hvort þetta sé skynsamlegt. Svar hennar: „Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara.“Þorsteinn Sæmundsson:„Brýn þörf er á að skapa ný vel launuð störf hér á landi til að vinna bug á atvinnuleysi, til að laða brottflutta Íslendinga aftur heim og til að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni. Öll skilyrði eru fyrir hendi hér á landi til uppbyggingar og rekstrar áburðarverksmiðju.“Þorsteinn Sæmundsson lagði fram þingsályktunartillögu um að ríkið kannaði eins fljótt og kostur er hversu góð hugmynd það væri að reisa áburðarverksmiðju hér á landi í vetur. Sérstaka athygli vakti að þetta var í annað sinn sem hann lagði þessa tillögu fram. Sex þingmenn Framsóknarflokksins voru meðflutningsmenn með tillögunni. Það eru þau Vigdís Hauksdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Haraldur Einarsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir. Þessi hugmynd Þorsteins kallaði fram nokkuð hörð viðbrögð. Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifaði til Þorsteins, í Bakþanka-pistli í Fréttablaðinu. „Við Þorstein vil ég segja: Taktu þessa áburðarverksmiðju og troddu henni upp í sjötta áratuginn á þér. Ef áburðarverksmiðja er sniðugur fjárfestingarkostur máttu reisa hana sjálfur, mala þitt gull og greiða af því skatt. Og í Guðs bænum, taktu þinn tíma í verkefnið, kallaðu inn varamann og hættu að sóa tíma okkar.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Jón Þór Ólafsson.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson:„Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk að hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna.“Formaður Framsóknarflokksins fræddi íslensku þjóðina um veiruna toxoplasma, sem líklega fáir höfðu heyrt um áður. Sigmundur sagði frá veirunni í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis. Sigmundur sagði að á Íslandi, Í Noregi og í Breltandi væru menn „svona nokkuð hultir fyrir þessu kvikindi“. Fá ummæli stjórnmálamanna vöktu eins mikla athygli og þessi á árinu og kölluðu líklega engin á jafn vísindalega umræðu í kjölfarið. Prófessor í lyfja- og eiturefnadeild við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Vísi að þær rannsóknir sem sýni fram á að toxoplasmi hafi áhrif á mannfólk séu „í besta falli umdeildar“. Prófessorinn sagði einnig að toxolasmi væri hér á landi, að kattardýr væru aðalberar hans og að rannsóknir sýndu að hann hefði eytt eðlislægum ótta nagdýra við ketti.Jón Þór Ólafsson: „Sjáum hvernig mér tekst að rífa 30 þúsund krónur á einni sekúndu. Einn seðil eftir hvern annan. Eigum við að prófa?“Píratinn Jón Þór Ólafsson ákvað að rífa þrjá splúnkunýja tíu þúsund króna seðla í pontu Alþingis. Jóni þótti þinginu hafa verið gefinn alltof knappur tími til að ræða um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Sparisjóðina. Hann bætti við: „Kostnaður við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Sparisjóðina, sem við ræðum í dag, kostaði 600 milljónir. Ef það á að vera fimm klukkustunda umræða í dag, degi eftir útgáfu hennar og við setjum það í samhengi, þá kostaði rannsóknarskýrslna 30 þúsund krónur fyrir hverja sekúndu sem við ræðum hana í dag, þessa fimm tíma.“Hann reif svo seðlana til að sýna fram á hversu slæm hugmynd honum þótti það að ræða skýrsluna svona stutt og vildi sjá hvort honum tækist að fara jafn illa með peningana og þinginu. Hann mat það sem svo að þessi tilraun hefði mistekist, því honum tókst ekki að rífa seðlana þrjá á einni sekúndu, en hefði væntanlega getað notað aðra aðferð, eins og að rífa þá alla í einu. Jón Þór var gagnrýndur nokkuð fyrir þennan gjörning. Hann ákvað að skipta út rifnu seðlunum fyrir nýja, heila seðla og fór svo með þá til Mæðrastyrksnefndar. Vigdís Hauksdóttir:„Það er hungursneyð í Evrópu.“Vigdís Hauksdóttir er þekkt fyrir að segja hluti sem orka tvímælis. Um það er ekki deilt. Vigdís er ekki bara formaður fjárlaganefndar, hún er líka þingkona Framsóknarflokksins og formaður Heimssýnar. Heimsókn Vigdísar í Mína skoðun var ansi afdrifarík, hún lýsti því ekki bara yfir að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sagði hún einnig að hungursneyð geysaði í Evrópu. Upplýsingafulltrúi Unicef á Íslandi svaraði þessum ummælum Vigdísar, sagði hungursneyð vera nákvæmt og formlega skilgreint hugtak sem er ekki háð huglægu mati. Fullyrðing Vigdísar væri því röng. Ýmsir sem áttu bókað flug til Evrópu, skömmu eftir að ummælin féllu, nýttu samfélagsmiðlana til að spyrja Vigdísi hvort þeir þyrftu að hafa áhyggjur af því hvort þeir fengju að borða í Danmörku og Belgíu. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Árið 2014 var viðburðaríkt á sviði stjórnmálanna. Niðurfelling húsnæðislána sem sumir kölluðu leiðréttingu, lekamálið svokallaða, Evrópuskýrslur og umdeild ummæli um lóð fyrir Félag múslima í Reykjavík voru meðal þeirra mála sem báru hæst á árinu sem senn er á enda. Í hita leiksins féllu mörg ummæli sem vöktu athygli fyrir ýmsar sakir. Vísir tók saman þau helstu. Tveir stjórnmálamenn eiga fleiri en ein ummæli á listanum, en það eru þau Vigdís Hauksdóttir og Þorsteinn Sæmundsson. Á listanum eru ummæli fulltrúa allra flokka á Alþingi. Listinn lítur svona út:Vigdís Hauksdóttir.Vigdís Hauksdóttir:„Malta er sjálfstjórnarríki innan stærra lands.“ Formaður fjárlaganefndar Alþingis, Vigdís Hauksdóttir, sagði í febrúar, þegar hún var gestur þættinum Mín skoðun sem var á dagskrá Stöðvar 2 á árinu, að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarríki innan stærra lands. Ummælin vöktu mikla athygli víða, meðal annars í Möltu. Í frétt miðilsins Malta Times var vakin sérstök athygli á því að hún neitaði að taka fram hvaða ríki Malta væri undir. Þess má geta að Malta er í raun sjálfstætt ríki. Og Malta er líka súkkulaði, en margir notuðu tækifæri og bentu á það á samfélagsmiðlum.Óttarr Proppé og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.Óttarr Proppé:„Dallalas, la Dallalallalaser falleg borg í Texas.Bítast fagrar konur um mikinn auðinnan um mislitan sauð.Ewing-fjölskyldan samheldin erþá vandamál steðja að.J.R. glúrinn en Bobby er berog miss Ellie æði er.Dallalas, Dallalallalas.“Ræða Óttarrs Proppé, þingmanns Bjartrar framíðar í eldhúsdagsumræðum á þinginu í maí, vakti mikla athygli. Í ræðustól Alþingis las Óttarr ljóðið hér að ofan, sem hann samdi ásamt Sigurjóni Kjartanssyni við titillag framhaldsþáttarins Dallas sem naut mikilla vinsælda hér á landi á síðustu öld. Óttarr sagði ljóðið minna sig á hvað þyrfti að gera á þinginu:„Samheldni, hæfilega glúrin vinnubrögð og dass af áræðni. Ég vona að það komi öðrum að gagni líka.“Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir:„Ég er örugglega eini frambjóðandinn í Reykjavík sem hefur búið annars staðar en á Íslandi."Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík á árinu. Hún tók við sem oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina rétt fyrir kosningar. Þegar hún tók við var ekki útlit fyrir að flokkurinn næði fulltrúa inn í borgarstjórn, en á skömmum tíma jókst fylgið við flokkinn og fékk flokkurinn að lokum tvo borgarfulltrúa. Þann 23. maí birtist viðtal á Vísi þar sem Sveinbjörg Birna sagðist til dæmis vilja að lóaðarúthlutun til Félags múslima yrði dregin til baka. Sveinbjörg Birna sagðist ekki vera að leggja þetta til þetta af þeirri ástæðu að henni væri illa við múslima og hélt því fram að hún væri örugglega eini frambjóðandinn sem hefði búið annarsstaðar en á Íslandi. Sveinbjörg Birna hugði væntanlega ekki að því að nokkrir mótframbjóðendur hennar höfðu fæðst erlendis, eins og til dæmis Salman Tamimi, sem hún sat fundi með og ræddi við. Þá eru ótaldir þeir frambjóðendur sem bjuggu erlendis, alveg eins og oddviti Framsóknar í Reykjavík.Sigrún Magnúsdóttir og Pétur Blöndal.Pétur Blöndal:„Ég hygg varðandi vörugjöldin að það séu hlutfallslega fleiri ísskápar hjá lágtekjufólki en hjá hátekjufólki af því menn eru yfirleitt ekki með marga ísskápa."Pétur Blöndal varði hækkun lægra þreps virðisaukaskattkerfisins – sem gjarnan er nefndur matarskattur – með því að segja að lækkun vörugjalda á raftæki kæmi tekjulágum heimilum frekar til góða. Hvort það séu hlutfallslega fleiri ískápar hjá lágtekjufólki hlýtur þó að teljast fremur ólíklegt, því eins og Pétur segir sjálfur: „Menn eru yfirleitt ekki með marga ísskápa.“Sigrún Magnsúsdóttir: Formaður þingflokks Framsóknar sagðist í samtali við Ríkisútvarpið sakna „fjölmiðils sem skilji Framsóknarfólk og stefnu þeirra.“Hún bætti við: „Mér finnst alltaf vera mjög tortryggt allt sem Framsóknarmenn leggja til og tala um og snúið út úr því á alla enda og kanta. Við vitum náttúrlega að Fréttablaðið er mest fyrir Samfylkinguna og Bjarta framtíð. Það væri gott fyrir okkur Framsóknarmenn að eiga okkar Fréttablað. Ég bara svona nefni þetta.“Þingflokksformaðurinn vakti athygli fyrir þessi ummæli sín og önnur (sem má, til að mynda, sjá síðar í þessari grein). Sigrún lét ofangreind orð falla þegar hún var spurð út í dvínandi fylgi Framsóknarflokksins og benti hún á að fylgi flokksins í kosningum og skoðanakönnunum væri sjaldnast það sama.Hér má sjá eftirminnilegt atvik. Þessi mynd var tekin skömmu áður en Katrín Júlíusdóttir kallaði Bjarna Benediktsson helvítis dóna.Vísir/ValliKatrín Júlíusdóttir:„Helvítis dóni."Fá ummæli vöktu jafn mikið umtal og þau orð sem þingkona Samfylkingarinnar sagði við formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, eftir að hann lagði blað í pontuna á meðan hún hélt ræðu í þinginu. Hún bætti við: „Virðulegi forseti. Er þetta venjan hér? Að hæstvirtir ráðherrar skutli í ræðumenn pappírum meðan þeir eru að tala í ræðustól? Hvernig er farið með vítur í þessum þingsal? Er það svoleiðis? Hæstvirtur ráðherra getur komið hér í ræðustól kjósi hann svo og sagt sína meiningu hér. Hann hendir ekki í mig pappírum þegar ég hef orðið.“Ummælin féllu vegna deilna um dagskrá þingsins í tengslum við skýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið.Þorsteinn Sæmundsson og Steingrímur J. Sigfússon.Þorsteinn Sæmundsson: „Ég hitti ágæta konu, framhaldsskólakennara. Eiginmaðurinn var ríkisstarfsmaður í BHM (Bandalagi Háskólamanna). Þau voru búin að selja íbúð sem þau áttu og voru farin í minni íbúð. Þau voru í skilum. Börðust um á hæl og hnakka. Og þessi ágæta kona sagði við mig: Ég hlakka til þess dags þegar ég get hætt að lita á mér hárið sjálf og get farið á hárgreiðslustofu til þess að láta gera það fyrir mig. Það var fyrir fólk eins og þessa konu og hennar mann sem að við settum fram okkar tillögur.“Þorsteinn Sæmundsson í Framsóknarflokki vakti mikla athygli fyrir þessi ummæli sín. Vísir fór meðal annars á stúfana og ræddi við Gunnar Inga Sigurðsson, framkvæmdastjóra Hagkaups, sem sagði Þorstein hafa haft rétt fyrir sér, því sala á hárlit til þess að nota heimafyrir, hefði aukist eftir hrun. Einnig var rætt við hárgreiðslukonu í Kópavogi sem sagðist finna fyrir því að fólk kæmi sjaldnar í litun til hennar.Steingrímur J. Sigfússon: „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust. Það er aldrei hægt að tala á alvarlegum nótum um nokkurn skapaðan hlut.“ Steingrímur J. Sigfússon hefur oft vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í ræðustól Alþingis. En seint á sumarkvöldi, um miðjan maímánuð, fékk hann nóg af framíköllum Vigdísar Hauksdóttur. Verið var að ræða skuldaniðurfellinguna og var hann í miðri ræðu, að tala um að hann og hans kynslóð hefði brugðist og nú ætti að senda reikninginn inn í framtíðina. Þá kallaði Vigdís: „Landsbankabréfin!“ Steingrímur brást illa við þessari glósu. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis greip inní með bjöllu sinni og orðunum: „Ég ætla engu að síður að biðja háttvirtan þingmann að gæta orða sinna.“ Steingrímur var hins vegar orðinn úrillur og svaraði af bragði: „Forseti ætti þá kannski ekki að sofa þarna og líða það að ræðumenn séu truflaðir með þessum hætti.“ Einar K. Guðfinnsson sagðist þá fylgjast vel með gangi mála. Vigdís tjáði sig um málið á Facebooksíðu sinni morguninn eftir og skrifaði: „- sumir eru heilagri en aðrir - lykilorðið er "Landsbankabréfið" - þá verður SJS æfur !!!“Vilhjálmur Bjarnason og Þórunn Egilsdóttir.Þórunn Egilsdóttir:„Hæstvirtur forseti. Talið um byssur og vopnaeign leiðir huga minn að því að nú er að renna upp rjúpnaveiðitímabil. Það stendur í 12 daga. Það má veiða í þrjá daga í senn, frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember.Það er ekki víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla daga og því er mikilvægt að huga vel að undirbúningi. Ég hvet alla sem ætla að ganga til veiða að huga vel að þeim undirbúningi. Menn þurfa að þekkja vopnin sín, vita hvað þeir eru með í höndunum, hvernig á að fara með það og gæta varúðar í öllu. Það er mjög mikilvægt að menn kanni landslagið, þekki til staðhátta og láti vita af sér. Áður en farið er af stað er mjög mikilvægt að vera í vatnsheldum skóm með grófum sóla því að maður veit aldrei í hverju maður lendir."Í umræðum um vopnavæðingu lögreglunnar steig Framsóknarkonan Þórunn Egilsdóttir fram og taldi tilefni til að flytja óvænt hollráð til rjúpnaskytta. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem er líklega ein af fáum skotveiðimönnum á þingi, fagnaði þessum ráðum Þórunnar: „Já, ég hlustaði af athygli. Þarna kom húsmóðirin að austan, vel meinandi og var með móðurleg ráð til okkar veiðimanna.“ Vilhjálmur Bjarnason:„Ég ætla fyrst að svara síðustu athugasemd háttvirts þingmanns varðandi að heimilistæki séu keypt sjaldan. Það er nefnilega einmitt gott að þeir efnameiri geti keypt heimilistæki núna og skipt um, til þess að þeir efnaminni geti keypt góð heimilistæki á eftirmarkaði á lágu verði. Öllum til hagsbóta.“Pétur Blöndal var ekki eini Sjálfstæðismaðurinn sem fjallaði um raftækjaeign fólks útfrá tekjum þess. Vilhjálmur Bjarnason úr Garðabænum sagði það vera gott að ríkir gætu keypt sér ný raftæki, því þá gætu þeir efnaminni keypt notuð en vönduð heimilistæki. Þessi orð féllu í jólamánuðinum sjálfum, skömmu eftir að OECD úrskurðaði brauðmolakenninguna svokölluðu ranga. Sigrún Magnúsdóttir: „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.Ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur í tengslum við hugsanlega komu Costco, hins ameríska verslunarrisa, á íslenskan markað fönguðu athygli margra. Sigrún lét ofangreind orð falla í samtali við fréttamann Stöðvar 2 og var spurð hvort að ekki ætti að leyfa íslenskum neytendum að dæma um hvort þetta sé skynsamlegt. Svar hennar: „Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara.“Þorsteinn Sæmundsson:„Brýn þörf er á að skapa ný vel launuð störf hér á landi til að vinna bug á atvinnuleysi, til að laða brottflutta Íslendinga aftur heim og til að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni. Öll skilyrði eru fyrir hendi hér á landi til uppbyggingar og rekstrar áburðarverksmiðju.“Þorsteinn Sæmundsson lagði fram þingsályktunartillögu um að ríkið kannaði eins fljótt og kostur er hversu góð hugmynd það væri að reisa áburðarverksmiðju hér á landi í vetur. Sérstaka athygli vakti að þetta var í annað sinn sem hann lagði þessa tillögu fram. Sex þingmenn Framsóknarflokksins voru meðflutningsmenn með tillögunni. Það eru þau Vigdís Hauksdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Haraldur Einarsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir. Þessi hugmynd Þorsteins kallaði fram nokkuð hörð viðbrögð. Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifaði til Þorsteins, í Bakþanka-pistli í Fréttablaðinu. „Við Þorstein vil ég segja: Taktu þessa áburðarverksmiðju og troddu henni upp í sjötta áratuginn á þér. Ef áburðarverksmiðja er sniðugur fjárfestingarkostur máttu reisa hana sjálfur, mala þitt gull og greiða af því skatt. Og í Guðs bænum, taktu þinn tíma í verkefnið, kallaðu inn varamann og hættu að sóa tíma okkar.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Jón Þór Ólafsson.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson:„Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk að hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna.“Formaður Framsóknarflokksins fræddi íslensku þjóðina um veiruna toxoplasma, sem líklega fáir höfðu heyrt um áður. Sigmundur sagði frá veirunni í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis. Sigmundur sagði að á Íslandi, Í Noregi og í Breltandi væru menn „svona nokkuð hultir fyrir þessu kvikindi“. Fá ummæli stjórnmálamanna vöktu eins mikla athygli og þessi á árinu og kölluðu líklega engin á jafn vísindalega umræðu í kjölfarið. Prófessor í lyfja- og eiturefnadeild við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Vísi að þær rannsóknir sem sýni fram á að toxoplasmi hafi áhrif á mannfólk séu „í besta falli umdeildar“. Prófessorinn sagði einnig að toxolasmi væri hér á landi, að kattardýr væru aðalberar hans og að rannsóknir sýndu að hann hefði eytt eðlislægum ótta nagdýra við ketti.Jón Þór Ólafsson: „Sjáum hvernig mér tekst að rífa 30 þúsund krónur á einni sekúndu. Einn seðil eftir hvern annan. Eigum við að prófa?“Píratinn Jón Þór Ólafsson ákvað að rífa þrjá splúnkunýja tíu þúsund króna seðla í pontu Alþingis. Jóni þótti þinginu hafa verið gefinn alltof knappur tími til að ræða um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Sparisjóðina. Hann bætti við: „Kostnaður við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Sparisjóðina, sem við ræðum í dag, kostaði 600 milljónir. Ef það á að vera fimm klukkustunda umræða í dag, degi eftir útgáfu hennar og við setjum það í samhengi, þá kostaði rannsóknarskýrslna 30 þúsund krónur fyrir hverja sekúndu sem við ræðum hana í dag, þessa fimm tíma.“Hann reif svo seðlana til að sýna fram á hversu slæm hugmynd honum þótti það að ræða skýrsluna svona stutt og vildi sjá hvort honum tækist að fara jafn illa með peningana og þinginu. Hann mat það sem svo að þessi tilraun hefði mistekist, því honum tókst ekki að rífa seðlana þrjá á einni sekúndu, en hefði væntanlega getað notað aðra aðferð, eins og að rífa þá alla í einu. Jón Þór var gagnrýndur nokkuð fyrir þennan gjörning. Hann ákvað að skipta út rifnu seðlunum fyrir nýja, heila seðla og fór svo með þá til Mæðrastyrksnefndar. Vigdís Hauksdóttir:„Það er hungursneyð í Evrópu.“Vigdís Hauksdóttir er þekkt fyrir að segja hluti sem orka tvímælis. Um það er ekki deilt. Vigdís er ekki bara formaður fjárlaganefndar, hún er líka þingkona Framsóknarflokksins og formaður Heimssýnar. Heimsókn Vigdísar í Mína skoðun var ansi afdrifarík, hún lýsti því ekki bara yfir að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sagði hún einnig að hungursneyð geysaði í Evrópu. Upplýsingafulltrúi Unicef á Íslandi svaraði þessum ummælum Vigdísar, sagði hungursneyð vera nákvæmt og formlega skilgreint hugtak sem er ekki háð huglægu mati. Fullyrðing Vigdísar væri því röng. Ýmsir sem áttu bókað flug til Evrópu, skömmu eftir að ummælin féllu, nýttu samfélagsmiðlana til að spyrja Vigdísi hvort þeir þyrftu að hafa áhyggjur af því hvort þeir fengju að borða í Danmörku og Belgíu.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira