Sigrún salíróleg en reiknar með tíðindum á næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2014 16:58 Sigrún Magnúsdóttir er salíróleg en segir að í stjórnmálum þurfi maður að taka að sér ýmisleg verkefni. Vísir/Vilhelm Breytingar eru fyrirhugaðar á ráðherrateymi Framsóknarflokksins en sem stendur er ríkisstjórnin skipuð fimm ráðherrum úr Sjálfstæðisflokki og fjórum úr flokki Framsóknar.Morgunblaðið greindi frá því í gær að líklegast væri að umhverfis- og auðlindaráðuneytið, sem verið hefur í umsjón Sigurðar Inga Jóhannssonar, yrði fært undir nýjan ráðherra. Sá yrði þá sá tíundi í ríkisstjórninni og sá fimmti úr röðum Framsóknar. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var nefnd sem líklegur nýr ráðherra. „Ég er mjög ánægð með þau verkefni sem ég er með,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Auk þingmennsku og formennsku í þingflokknum minnir Sigrún á að framundan sé annasamt ár sem formaður Þingvallanefndar. Sjálf sagðist hún ekkert hafa heyrt frá kollegum sínum í flokknum vegna málsins heldur aðeins séð það sem ratað hefði í fjölmiðla.Staðið til í lengri tíma „Það er alltaf gaman fyrir fjölmiðla að spekúlera,“ sagði Sigrún sem var í hátíðarskapi og nýbúin að baka eplaköku þegar hún svaraði símtali blaðamanns. Hún minnti á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, hefði gefið út að breytingar væru fyrirhugaðar á ráðherraembættinu. Það gæti vel verið um áramótin en Sigrún nefnir líka að upphaf þings gæti verið líklegur tímapunktur. Alþingi kemur saman þann 20. janúar. Umræða um fimmta ráðherra Framsóknar í ljósi ójafnrar skiptingar flokkanna tveggja hefur verið til umræðu í vel á annað ár. Kona hefur þótt líklegri í embættið enda Eygló Harðardóttir eini kvenráðherrann úr röðum Framsóknar. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur Davíð í viðtali í september 2013. Þá var Sigrún orðuð við ráðherrastól auk Vigdísar Hauksdóttur og Silju Daggar Gunnarsdóttur.Sigrún salíróleg Aðspurð hvort hún myndi svara kalli forsætisráðherra ef ráðherrastóll stæði til boða veltir Sigrún spurningu blaðamanns fyrir sér en svarar svo: „Það þarf að taka að sér ýmis verkefni. Það gerir stjórnmálin spennandi,“ segir Sigrún sem minnir á að vangaveltur fjölmiðla þurfi ekki að endurspegla það sem í gangi sé í flokkunum. Rifjar hún upp nýlega skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra á dögunum í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom mörgum á óvart með skipun Ólafar. „Það er nýbúið að ganga í gegnum ráðherrakapal hjá Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hélt það þröngt utan um þetta. Hálfur flokkurinn var tilbúið að taka að sér ráðherraembættið en svo var leitað utan þings,“ segir Sigrún. Hún minnir á að ráðherraskipunin sé í höndum formanna flokkanna tveggja sem skipa ríkisstjórnina. Sigrún segist ætla aða njóta hátíðarinnar og ekki stressa sig á fyrirhugaðri ráðherraskipan. „Ég er alveg salíróleg. Þetta ætti að koma í ljós á næstu dögum.“ Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
Breytingar eru fyrirhugaðar á ráðherrateymi Framsóknarflokksins en sem stendur er ríkisstjórnin skipuð fimm ráðherrum úr Sjálfstæðisflokki og fjórum úr flokki Framsóknar.Morgunblaðið greindi frá því í gær að líklegast væri að umhverfis- og auðlindaráðuneytið, sem verið hefur í umsjón Sigurðar Inga Jóhannssonar, yrði fært undir nýjan ráðherra. Sá yrði þá sá tíundi í ríkisstjórninni og sá fimmti úr röðum Framsóknar. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var nefnd sem líklegur nýr ráðherra. „Ég er mjög ánægð með þau verkefni sem ég er með,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Auk þingmennsku og formennsku í þingflokknum minnir Sigrún á að framundan sé annasamt ár sem formaður Þingvallanefndar. Sjálf sagðist hún ekkert hafa heyrt frá kollegum sínum í flokknum vegna málsins heldur aðeins séð það sem ratað hefði í fjölmiðla.Staðið til í lengri tíma „Það er alltaf gaman fyrir fjölmiðla að spekúlera,“ sagði Sigrún sem var í hátíðarskapi og nýbúin að baka eplaköku þegar hún svaraði símtali blaðamanns. Hún minnti á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, hefði gefið út að breytingar væru fyrirhugaðar á ráðherraembættinu. Það gæti vel verið um áramótin en Sigrún nefnir líka að upphaf þings gæti verið líklegur tímapunktur. Alþingi kemur saman þann 20. janúar. Umræða um fimmta ráðherra Framsóknar í ljósi ójafnrar skiptingar flokkanna tveggja hefur verið til umræðu í vel á annað ár. Kona hefur þótt líklegri í embættið enda Eygló Harðardóttir eini kvenráðherrann úr röðum Framsóknar. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur Davíð í viðtali í september 2013. Þá var Sigrún orðuð við ráðherrastól auk Vigdísar Hauksdóttur og Silju Daggar Gunnarsdóttur.Sigrún salíróleg Aðspurð hvort hún myndi svara kalli forsætisráðherra ef ráðherrastóll stæði til boða veltir Sigrún spurningu blaðamanns fyrir sér en svarar svo: „Það þarf að taka að sér ýmis verkefni. Það gerir stjórnmálin spennandi,“ segir Sigrún sem minnir á að vangaveltur fjölmiðla þurfi ekki að endurspegla það sem í gangi sé í flokkunum. Rifjar hún upp nýlega skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra á dögunum í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom mörgum á óvart með skipun Ólafar. „Það er nýbúið að ganga í gegnum ráðherrakapal hjá Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hélt það þröngt utan um þetta. Hálfur flokkurinn var tilbúið að taka að sér ráðherraembættið en svo var leitað utan þings,“ segir Sigrún. Hún minnir á að ráðherraskipunin sé í höndum formanna flokkanna tveggja sem skipa ríkisstjórnina. Sigrún segist ætla aða njóta hátíðarinnar og ekki stressa sig á fyrirhugaðri ráðherraskipan. „Ég er alveg salíróleg. Þetta ætti að koma í ljós á næstu dögum.“
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira